Dorte skrifaði:
Hej Strikkes sjalet i en eller to tråde garn. Og det er ikke beskrevet i opskriften hvor mange tråde der strikkes med. På billedet kunne det ligne at hele sjalet er strikket i 2 tråde silk mohair. Hilsen Dorte Hilsen Dorte
22.09.2025 - 09:21DROPS Design svaraði:
Hei Dorte. Sjalet er strikket med 1 tråd. Om en oppskrift strikkes med 2 eller flere tråder vil det stå i oppskriften og man vil også se det under den oppgitte strikkefastheten. Sjalet er strikket i retstrikk og da kan det hende noen syns det ligner 2 tråder (?). mvh DROPS Design
29.09.2025 - 14:21
Johanna Liljedahl skrifaði:
Vad menas med att mäta i stickriktningen? Och från vilken punkt?
08.03.2024 - 21:09DROPS Design svaraði:
Hei Johanna. Siden sjalet strikkes som en vinkel / trekant, skal det måles langs strikkeretning (ikke langs midtmasken, da måles det på skrå. Når du skal f.eks måle fra 1. hull rad til 2. hull rad, legg målbåndet horisentalt fra hull rad til hull rad. Strikkemaskene er da vannrette. mvh DROPS Design
11.03.2024 - 14:19
Laura skrifaði:
Super super fin opskrift
14.05.2022 - 20:44
Marianne Hansen skrifaði:
Super sødt sommertørkløde. Hvornår kommer opskriften? 😀
07.04.2021 - 13:51
Ruxandra skrifaði:
Warm and chic
09.01.2021 - 10:02
Katarzyna skrifaði:
Cosy midsummer nights
08.01.2021 - 11:17
Fairy Whispers#fairywhispersshawl |
|
![]() |
![]() |
Prjónað sjal úr DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með garðaprjóni og gataumferðum.
DROPS 222-38 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GATAUMFERÐ: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, * prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt (= 2 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt (= 2 lykkjur fleiri). AFFELLING: Til að kanturinn neðst á sjali verði teygjanlegur, er prjónað með 2 þráðum Kid-Silk á meðan fellt er af með sléttum lykkjum. ATH! Ef kanturinn er enn stífur er hægt að nota grófari prjóna, eða slá 1 sinni uppá prjóninn en uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja jafnt yfir meðfram affellingarkanti. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Uppslátturinn er prjónaður slétt svo það myndist gat. SJAL: Fitjið upp 5 lykkjur með Kid-Silk á hringprjón 3,5. Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 9 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í miðjulykkjuna, þetta prjónamerki á að fylgja með í stykkinu og merkir miðjulykkju. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 2 lykkjur hafa verið auknar út og það eru 11 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur fram þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt = 4 lykkjur fleiri. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 2 lykkjur fleiri. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið eins og UMFERÐ 2 og 3 þar til stykkið mælist ca 8 cm í prjónstefnu (ekki meðfram miðjulykkju – meðfram miðjulykkju mælist stykkið ca 11½ cm), prjónaðar eru ca 36 umferðir garðaprjón og næsta umferð er frá réttu. Prjónið 1 GATAUMFERÐ – sjá útskýringu að ofan. Þegar gataumferðin hefur verið prjónuð til loka, er mikilvægt að prjónamerkið sem merkir miðjulykkju fylgi með í miðjulykkju eins og áður. Prjónið eins og UMFERÐ 2 og 3 þar til prjónaðir hafa verið ca 8 cm í prjónstefnu frá fyrri gataumferð, prjónaðar eru ca 74 umferðir garðaprjón (36 umferðir garðaprjón + gataumferð + 36 umferðir garðaprjón) og næsta umferð er frá réttu. Prjónið 1 GATAUMFERÐ alveg eins og síðast. Munið eftir að það er mikilvægt að prjónamerkið fylgi með í miðjulykkju eins og áður. Prjónið eins og UMFERÐ 2 og 3 þar til prjónaðir hafa verið ca 8 cm í prjónstefnu frá fyrri gataumferð, prjónaðar eru ca 112 umferðir garðaprjón (36 umferðir garðaprjón + gataumferð + 36 umferðir garðaprjón + gataumferð + 36 umferðir garðaprjón) og næsta umferð er frá réttu. Prjónið 1 GATAUMFERÐ alveg eins og síðast. Munið eftir að það er mikilvægt að prjónamerkið fylgi með í miðjulykkju eins og áður. Prjónið eins og UMFERÐ 2 og 3 þar til prjónaðir hafa verið ca 8 cm í prjónstefnu frá fyrri gataumferð, prjónaðar eru ca 150 umferðir garðaprjón (36 umferðir garðaprjón + gataumferð + 36 umferðir garðaprjón + gataumferð + 36 umferðir garðaprjón + gataumferð + 36 umferðir garðaprjón) og næsta umferð er frá réttu. Stykkið mælist ca 45 cm meðfram miðjulykkju (ca 33 cm mælt í prjónstefnu). Notið 2 þræði Kid-Silk og fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING í útskýringu að ofan. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fairywhispersshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.