Maria Luisa skrifaði:
Buongiorno, sto eseguendo questo cardigan e trovo difficile capire l’esecuzione del colletto. Non capisco cosa significhi punto costa e non capisco le istruzioni quando si dice di lavorare su tutte le maglie e poi 1 costa sulle prime 10 (nel mio caso taglia 2 anni) maglie. E le restanti 6 maglie che fine fanno?
18.10.2024 - 22:43DROPS Design svaraði:
Buongiorno Maria Luisa, il colletto si lavora a ferri accorciati, cioè si lavora solo su una parte delle maglie e non sulla totalità. La costa è spiegata all'inizio del lavoro: 1 costa è formata da 2 ferri a diritto. Buon lavoro!
19.10.2024 - 09:34
Siv Wessling skrifaði:
Stickar Busy Lizzie. Hur avmaskas slutet på ärmen. ”Sedan maskas det av 2 maskor i varje sida tills ärmen möter 28 vem. Ska jag upprepa avmaskningen?
08.05.2024 - 14:51DROPS Design svaraði:
Hei Siv. I str. 2 år (?), ja, gjenta til arbeidet måler 28 cm (om strikkefastheten er overholdt vil det da felles 2 ganger i hver side). Så felles det av 3 masker i hver side og deretter de resterende maskene. mvh DROPS Design
13.05.2024 - 09:14
Eva Otaola Pereira skrifaði:
En el patrón la medida del largo de chaqueta hasta la sisa (tallas 2/3-4 años) están mal porque es la misma medida que el largo total de la chaqueta hasta el hombro (33-36)
02.04.2024 - 12:15
ANNA MARIA BERGMAN skrifaði:
Hej. förstår inte hur jag ska sticka framstycken från där minskningen av ärmhål är färdigt. .. från mitt fram rätstickning över de första 5 maskorna, A1 ????????????????????
02.10.2023 - 10:37DROPS Design svaraði:
Hej. Om du stickar den minsta storleken så har du 24 m efter minskning till ärmhål. Du stickar då 5 m rätstickning, A.1 (= 14 m i denna storlek) och sedan 5 m rätstickning. När A.1 är stickat en gång på höjden så stickas det rätstickning över alla maskor. Mvh DROPS Design
03.10.2023 - 14:14
Macarena skrifaði:
Hola. Estoy intentando hacer este patrón con lana Alaska (tipo C) para 2 años. ¿Hay alguna guía para adaptar el patrón a lana más gruesa? Muchas gracias
04.10.2022 - 15:54DROPS Design svaraði:
Hola Macarena, tienes que hacer una muestra y, a partir de la muestra del patrón y la muestra obtenida, hacer una regla de tres para obtener los puntos necesarios (que en algunos casos pueden coincidir con los puntos necesarios en otras tallas y te permiten seguir trabajando usando cálculos hechos para las otras tallas).
06.10.2022 - 23:58
Helle Søberg skrifaði:
Jeg forstår ikke hvordan jeg skal strikke markeringen ved kraven. Hvis 2 skal strikkes sammen, 1 løst af, strik 1 m og løft løss over, saml 1 op i mellemrummet mellem maskerne , vil jeg ende med 1 maske mindre for hver anden række. Det er jo ikke meningen.
15.07.2022 - 16:21DROPS Design svaraði:
Hej Helle, husk at lave 1 omslag før de 2 masker du strikker sammen, da vil du have samme antal masker igennem hele diagrammet :)
02.08.2022 - 14:41
Monserrat Noriega skrifaði:
He tejido varios de sus patrones y nunca había tenido problemas para leerlos excepto este, no entiendo lo que significa tejer un zurco sobre todos los 15 puntos (cuello). Alguien podría ayudarme con este patrón?
17.01.2022 - 22:13DROPS Design svaraði:
Hola Monserrat, 1 surco = 1 pliegue (= trabajar de derecho ida y vuelta).
23.01.2022 - 19:57
Maria Marchese skrifaði:
Buogiorno. Nelle spiegazioni trovo due volte la descrizione del lavoro per il colletto destro, anche sotto l'invito a lavorare il colletto sinistro. Immagino che debbano essere simmetrici, ma le spiegazioni mi sembrano uguali. Si possono considerare corrette?
11.07.2021 - 16:48DROPS Design svaraði:
Buonasera Maria, abbiamo corretto il titolo del paragrafo per il colletto sinistro: le spiegazioni sono corrette. Grazie per la segnalazione e buon lavoro!
11.07.2021 - 21:37
Busy Lizzie#busylizziecardigan |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í garðaprjóni og með sjalkraga. Stærð 0 – 4 ára.
DROPS Baby & Children 38-10 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT (neðan frá og upp): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: 0/1 mánaða: 7, 11 og 15 cm 1/3 mánaða: 11, 15 og 19 cm 6/9 mánaða: 12,16 og 20 cm 12/18 mánaða: 13, 17 og 21 cm 2 ára: 15, 19 og 23 cm 3/4 ára: 17, 21, 25 cm LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um ermar): Sláið 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, neðan frá og upp og upp að handveg. Síðan er bakstykkið og framstykkin prjónað til loka hvert fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp. Allt stykkið er prjónað í garðaprjóni. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 110-126-134-146 (154-162) lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3 með Baby Merino. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram þar til stykkið mælist 13-17-18-19 (21-23) cm, nú á að fella af lykkjur fyrir handveg. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 27-31-33-36 (38-40) lykkjur í umferð, fellið af 6 lykkjur fyrir handveg (= hægra framstykki), prjónið næstu 44-52-56-62 (66-70) lykkjur (= bakstykki) fellið af 6 lykkjur fyrir handveg og prjónið eins og áður út umferðina (= vinstra framstykki). Prjónið síðan framstykkin og bakstykkið til loka hvert fyrir sig. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): = 27-31-33-36 (38-40) lykkjur. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur og fækkið lykkjum fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá röngu: Fækkið um 1 lykkju 3 sinnum = 24-28-30-33 (35-37) lykkjur. Þegar allar úrtökur fyrir handveg hafa verið gerðar til loka, prjónið þannig – frá miðju að framan: Garðaprjón yfir fyrstu 5 lykkjur, A.1 (= 14-14-14-16 (16-16) lykkjur), garðaprjón yfir síðustu 5-9-11-12 (14-16) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 22-26-28-30 (33-36) cm. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 14-15-15-15 (16-16) lykkjur slétt (= sjalkragi) og fellið af þær 10-13-15-18 (19-21) lykkjur sem eftir eru á öxl. Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan HÆGRI KRAGI eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI KRAGI: Haldið eftir 14-15-15-15 (16-16) lykkjum á hringprjón 3. Kraginn er prjónaður í garðaprjóni með stuttum umferðum út að hálsmáli. Byrjið frá röngu og prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan garðaprjón fram og til baka þannig: * prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 14-15-15-15 (16-16) lykkjur, prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir fyrstu 9-10-10-10 (10-11) lykkjur *, prjónið frá *-* þar til kraginn mælist ca 5-5-5-6 (6-6) cm innst þar sem stykkið er styst (kraginn mælist ca 10-10-10-12 (12-12) cm yst þar sem stykkið er breiðast). Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): = 27-31-33-36 (38-40) lykkjur. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur og fækkið lykkjum fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá réttu: Fækkið um 1 lykkju 3 sinnum = 24-28-30-33 (35-37) lykkjur. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka fyrir handveg, prjónið þannig – frá réttu og hlið: Garðaprjón yfir fyrstu 5-9-11-12 (14-16) lykkjur A.2 (= 14-14-14-16 (16-16) lykkjur), garðaprjón yfir síðustu 5 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 22-26-28-30 (33-36) cm. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Fellið af 10-13-15-18 (19-21) lykkjur fyrir öxl og prjónið sléttar lykkjur yfir þær 14-15-15-15 (16-16) lykkjur sem eftir eru (= sjalkragi). Prjónið síðan VINSTRI KRAGI eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI KRAGI: = 14-15-15-15 (16-16) lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið garðaprjón fram og til baka þannig: * prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 14-15-15-15 (16-16) lykkjur, prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir fyrstu 9-10-10-10 (10-11) lykkjur *, prjónið frá *-* þar til kraginn mælist ca 5-5-5-6 (6-6) cm innst þar sem stykkið er styst (kraginn mælist ca 10-10-10-12 (12-12) cm yst þar sem stykkið er breiðast). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. BAKSTYKKI: = 44-52-56-62 (66-70) lykkjur. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur og fækkið lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð. Fellið af 1 lykkju 3 sinnum = 38-46-50-56 (60-64) lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 20-24-26-28 (31-34) cm. Fellið nú af miðju 16-18-18-18 (20-20) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í garðaprjóni, í næstu umferð er fækkið um 1 lykkju við háls = 10-13-15-18-(19-21) lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 22-26-28-30 (33-36) cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 36-36-38-40 (42-44) lykkjur á hringprjón 3 með Baby Merino. Prjónið garðaprjón. Þegar ermin mælist 6 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út um 1 lykkju í hvorir hlið á ermi - sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út með 2½-2½-2½-2½ (2½-2½) cm millibili alls 3-4-5-6 (7-9) sinnum = 42-44-48-52 (56-62) lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 13-16-18-21 (25-30) cm (nú eru eftir 4 cm þar til ermakúpan hefur verið prjónuð til loka að réttu máli, prjónið e.t.v. að óskaðri lengd). Fellið síðan af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, 2 lykkjur 2-2-2-3 (3-3) sinnum í hvorri hlið og 1 lykkja 4-4-4-2 (2-2) sinnum í hvorri hlið. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg þar til ermin mælist ca 16-19-21-24 (28-33) cm. Fellið af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist ca 17-20-22-25 (29-34) cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið kragann saman mitt að aftan (passið uppá að saumurinn snúi inn þegar kraginn er brotinn inn að röngu. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #busylizziecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby & Children 38-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.