Anita skrifaði:
Hej! Den här tröjan va rolig att sticka Jag är jättenöjd med den . Om jag vill lägga ut en bild på den. Hur gör jag då?
25.11.2022 - 12:57
Ida skrifaði:
Buongiorno, che taglia indossa la modella in foto? Grazie
23.11.2022 - 01:09DROPS Design svaraði:
Buongiorno Ida, solitamente le modelle nelle foto indossano la taglia M. Buon lavoro!
24.11.2022 - 19:52
Lisbeth Petersen skrifaði:
Jeg har svært ved at finde den korrekte størrelse. Hvor finder jeg jeres størrelsesskema? Har søgt på nøgleord, men der kommer ikke noget frem.
30.10.2022 - 09:35DROPS Design svaraði:
Hei Lisbeth. Måleskissen finner du nederst under hver oppskrift. Den inneholder målene på de størrelser vi har i oppskriften. Hvis du følger oppskriften og overholder strikkefastheten får ditt plagg samme mål som i skissen. Hvis du syns det er vanskelig å bestemme deg for hvilken størrelse du skal lage, så kan det være en god ide å måle en genser du har og liker størrelsen på. Velg deretter størrelse ut fra målene som på målskissen tilsvarer dette. Hvis din genser har en lengde på 58 cm, en brystvidde / vidde nederst på genseren på 55 cm, så tilsvarer dette str M på denne målskissen. Omkretsen nederst = 55 cm x 2 = 110 cm hele veien rundt! mvh DROPS Design
31.10.2022 - 12:46
Kira Ruud skrifaði:
Hei! Har dere en video som viser hvordan man kan gjøre om oppskriften slik at man kan strikke rundt på rundpinne, istedenfor frem og tilbake? Eller er det noen praktisk grunn til at genseren strikkes frem og tilbake? M h Kira
05.08.2022 - 10:54DROPS Design svaraði:
Hej Kira, det har vi desværre ikke, men prøv bare hvis du hellere vil strikke rundt :)
05.08.2022 - 12:18
Anne-Marie Wekking skrifaði:
Ik zou graag willen weten hoe ik het aan elkaar moet naaien met het oog op de lange steken. Als je het met een maassteek doet is er iedere keer een stukje niet dichtgenaaid
11.09.2021 - 17:22DROPS Design svaraði:
Dag Anne-Marie,
Op de plekken waar j e lange steken hebt kun je ook de maassteken lang maken. Op die manier loopt het patroon a.h.w. door in de naad.
17.09.2021 - 10:49
Daisie skrifaði:
Please photograph the model standing up in order to show the drape of the garment. Thank you:)
09.08.2021 - 03:48
Elisabet Henriksen skrifaði:
Hej Kan I oplyse hvilken type sting man skal sy trøjen sammen med? Der må være noget forkert med målene i opskriften: Når jeg ser på målskitsen er ærmegabet 18 cm i str.S, men når jeg læser instruktionen er det kun 8 cm ( der lukkes af til ærmegab ved 46 cm og bagstykket lukkes af ved 54 cm). For størrelse XL angives længde på ærmegabet at være 25 cm, der lukkes af til ærmegab ved 49 cm og til skuldre ved 64 cm, altså kun 15 cm.
19.07.2021 - 21:24
Elisabet Henriksen skrifaði:
Kan det passe at man ikke skal have et kantmaske for sammensyning.? Tænker det måske er svært at sy dette mønster sammen uden. Hvis ikke hvordan syr man så trøjen sammen?
29.06.2021 - 09:26DROPS Design svaraði:
Hej Elisabet. Under MONTERING-2 kan du läsa hur du syr trøjen sammen. Mvh DROPS Design
29.06.2021 - 11:21
Kirsti Haavik skrifaði:
Hei. Takk for fine oppskrifter. Strikker størrelse L. Har ikke strikket ermene ovenfra og ned tidligere. Lurer på følgende: «plukk opp masker fra BUNNEN av ermehullet». Menes det da at de 8 maskene som er felt på hver side av bolen ikke tas med? Forstår det slik at de 7 cm som er strikket før merket på armen, skal syes sammen med disse maskene som er felt på bolen. Blir dette riktig? Med vennlig hilsen Kirsti
11.05.2021 - 11:50DROPS Design svaraði:
Hej Kirsti, du strikker masker op fra bunden af ærmegabet, det vil siger derfra hvor du lukkede masker af til ærmehul. God fornøjelse!
14.05.2021 - 08:42
Elena skrifaði:
Dear Garnstudio-Team, Will you please tell if it is possible to knit the jumper in the round up to the armholes. Thank you so much!
25.03.2021 - 22:06DROPS Design svaraði:
Dear Elena, this might be possible - you would have to adjust the way of working the diagram/pattern - this video below might help you. Happy knitting!
26.03.2021 - 07:15
Cloud Cover#cloudcoversweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með poppkorni og kúlum úr DROPS Melody. Stærð XS - XXL.
DROPS 220-9 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman á öxlum. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram handveg. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í garðaprjóni. BAKSTYKKI: Leggið hringprjóna 7 og hringprjóna 8 saman og fitjið upp 54-60-66-72-78-84 lykkjur yfir báða þessa hringprjóna með Melody – þetta er gert til að uppfitjunarkanturinn verði ekki stífur. Dragið út hringprjón 8 úr lykkjunum og prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka á hringprjón 7 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 6 cm, skiptið yfir á hringprjón 8. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.1 (= 3 lykkjur), prjónið A.2 yfir næstu 48-54-60-66-72-78 lykkjur (= 8-9-10-11-12-13 mynstureiningar með 6 lykkjum) og endið með A.1 (= 3 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 46-46-48-47-49-49 cm, fellið af 2-2-2-8-8-8 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 50-56-62-56-62-68 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en A.1 er einungis prjónað yfir 1 lykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 47-49-51-52-54-56 cm – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina, prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af miðju 16-18-18-20-20-22 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í garðaprjóni og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-18-21-17-20-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafnmargar lykkjur og á bakstykki og prjónið alveg eins og bakstykki þar til stykkið mælist 49-51-53-54-56-58 cm. Setjið nú miðju 12-14-14-16-16-18 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í garðaprjón og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 16-18-21-17-20-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Prjónið hina öxlina á sama hátt FRÁGANGUR-1: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. ERMI: Prjónið nú upp lykkjur meðfram handveg eins og útskýrt er að neðan, þ.e.a.s. frá botni á handveg og upp að öxl og frá öxl og niður að botni á handveg í hinni hliðinni – ermarnar eru prjónaðar ofan frá og niður. Prjónið upp frá réttu 42-48-48-54-54-60 lykkjur innan við 1 kantlykkju á hringprjóna 8 með Melody. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.1 (= 3 lykkjur), prjónið A.2 yfir næstu 36-42-42-48-48-54 lykkjur (= 6-7-7-8-8-9 mynstureiningar með 6 lykkjum) og endið með A.1 (= 3 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar ermin mælist 2-2-2-7-7-7 cm frá þar sem lykkjur eru prjónaðar upp, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið. Prjónamerkin merkja hvar sauma á ermar við botn á handveg. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka eins og áður. Þegar ermin mælist 4 cm frá prjónamerki, fækkið um 1 lykkju í byrjun á umferð með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman. Þegar stykkið mælist 8 cm, fækkið um 1 lykkju í lok umferðar með því að prjóna 2 lykkjur snúnar slétt saman = 40-46-46-52-52-58 lykkjur. Endurtakið úrtöku í stærð L, XL og XXL í byrjun á umferð þegar ermin mælist 12 cm frá prjónamerki og í lok umferðar þegar ermin mælist 16 cm frá prjónamerki = 40-46-46-50-50-56 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en A.1 er nú einungis prjónað yfir ystu 2-2-2-1-1-1 lykkjurnar í hvorri hlið. Prjónið þar til ermin mælist ca 46-45-44-42-41-39 cm frá prjónamerki – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur þar til ermin mælist 48-47-46-44-43-41 cm frá prjónamerki, eða að óskaðri lengd. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR-2: Saumið ermar í við botn á handveg – prjónamerkin á ermum eiga að passa við hlið á framstykki/bakstykki. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt – byrjið neðst á ermi og saumið sauminn upp að handveg (saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur), haldið áfram með saum frá handveg og niður meðfram framstykki/bakstykki. Endurtakið í hinni hliðinni á stykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra öxlina og prjónið upp frá réttu ca 46 til 60 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur að þræði að framan) á stuttan hringprjón 7 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – munið eftir AFFELLING! |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cloudcoversweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 220-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.