GERUM Rita skrifaði:
J aiessaye , en vain, de crocheter la corbeille ci dessus, mais il doit y avoir ube erreur quelque part, car avec le diagramme ça ne colle pas, déjà les explications ne sont pas claires, "répéter de" 2 x au total, ça correspond pour les 2 fils rouges et nature ? Ensuite, à partir du 5e rang sur le diagramme plus possible, tant pis, j arrête, j en ferai un autre
27.11.2025 - 11:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gerum, je ne suis pas bien sûre de comprendre quelle partie vous ne comprenez pas. Au tour 5 des explications écrites de la corbeille, vous devez répéter la partie entre les étoiles/astérisques tout le tour = vous avez 30 ms; en même temps, vous crochetez les diagrammes A.1/A.2 tout comme vous faisiez aux tours précédents; pour la signification des symboles, peut-être que l'explication ci-dessous pourra vous aider? N'hésitez pas à nous en dire plus pour que nous puissions vous aider. Merci pour votre compréhension.
27.11.2025 - 16:37
GERUM Rita skrifaði:
Je suis entrain de crocheter la corbeille Extra 0-1508 , je ne comprends pas très bien les explications *2 fois au total, ça compte juste pour le fil rouge ou le fil blanc et est ce qu il faut répéter une 2eme fois ? Ainsi que pour ligne 6 du diagramme Répéter *3 fois au total, pour l ensemble ? Ce n est pas clair du tout
25.11.2025 - 11:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gerum, vous répétez la partie entre les petites étoiles, autrement dit, vous allez crocheter 1 maille serrée dans la couleur indiquée, sans faire le dernier jeté, puis crochetez 1 autre maille serrée dans la maille suivante, puis, au dernier jeté, vous écoulez toutes les boucles sur le crochet = vous avez diminué 1 maille. Retrouvez cette technique ici, en vidéo. Bon crochet!
26.11.2025 - 07:59
Heart Harvest#heartharvestbasket |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð karfa með hjörtum úr 2 þráðum DROPS Paris. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1508 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (á við um A.1/A.2). A.1 = lítil karfa. A.2 = stór karfa. Mynsturteikning sýnir liti í mynstri. 1 rúða = 1 fastalykkja. TVEIR ÞRÆÐIR: Notið þráðinn innan í og utan með dokkunni. Gott er að skipta ekki um báða þræðina í einu, annars verða samskeytin of þykk. LITAMYNSTUR: Þegar skipt er um lit í A.3 er heklað þannig: Heklið síðustu fastalykkju með fyrri litnum, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið þráðinn í gegn í lokin, heklið síðan næstu fastalykkju. Þegar heklað er með tveimur litum eru þræðirnir á þeim lit sem ekki á að hekla með lagðir yfir lykkjurnar frá fyrri umferð, heklað er utan um þræðina þannig að þeir eru faldir og fylgja með hringinn. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja sem kemur í stað fyrstu fastalykkju, þ.e.a.s. hoppið yfir 1. lykkju frá fyrri umferð. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KARFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Karfan er hekluð í hring með 2 þráðum af hvorum lit – sjá TVEIR ÞRÆÐIR. Það er hægt að hekla litla eða stóra körfu. KARFA: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 6 með 1 þræði í litnum rauður og 1 þræði í litnum natur (= 2 þræðir) og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Heklið síðan (MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan), hringinn eftir mynsturteikningu A.1/A.2 (veldu mynsturteikningu fyrir litla eða stóra körfu) – sjá LITAMYNSTUR. UMFERÐ 1: Sjá HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 6 fastalykkjur um hringinn (= 6 mynstureiningar með A.1/A.2). UMFERÐ 2: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 12 fastalykkjur. UMFERÐ 3: Heklið * 1 fastalykkju í fyrstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 18 fastalykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 4: Heklið * 1 fastalykkju í hvora af fyrstu/næstu 2 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 24 fastalykkjur. UMFERÐ 5: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af fyrstu/næstu 3 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 30 fastalykkjur. UMFERÐ 6: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af fyrstu/næstu 4 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 36 fastalykkjur. Haldið áfram með útaukningu og mynstur eins og áður, þ.e.a.s. fyrir hverja umferð er hekluð 1 fastalykkja fleiri á milli útaukninga þar til heklaðar hafa verið 12-14 umferðir. Þegar öll útaukning og A.1/A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 72-84 fastalykkjur í umferð, stykkið mælist ca 20-23 cm að þvermáli. Heklið nú áfram hringinn eftir mynsturteikningu A.3 þannig: Heklið A.3 alls 6-7 sinnum í umferð. Haldið áfram þar til A.3 hefur verið heklað til loka, klippið þræðina frá og festið. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #heartharvestbasket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1508
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.