Hvernig á að prjóna lausan kant framan á peysu

Tags: garðaprjón, jakkapeysur, kantur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum hluta af lausum kanti að framan aðskilinn frá stykki, til að sauma síðan niður á framstykki í lokin. Við höfum nú þegar prjónað kant í hálsi í stroffprjóni með hnappagötum og 5 kantlykkjum í hvorri hlið. Þessar kantlykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN og eru settar á lykkjuhaldara. Það er fitjuð upp ný lykkja í hvorri hlið, sem síðar er felld af = kantlykkja sem er prjónuð í garðaprjóni.
Berustykkið er prjónað í sléttprjóni og aukið er út samkvæmt mynstri. Eftir það eru prjónaðir lausir kantar að framan í rétt mál áður en þeir eru settir saman við berustykki, þá er kantlykkjan einnig felld af. Munið eftir að fella af fyrir hnappagötum. Saumið kanta að framan fallega innan við 1 kantlykkju á berustykki. Við notum garnið Snow í myndbandinu. Svona kantur að framan er í peysunni «Scent of pine Jacket» í DROPS 215-7, þú finnur mynstrið með því að smell á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (1)

Annette Perkins 19.09.2020 - 02:30:

I do not understand the Garter St. (Back and Forth on needle). I have watced the videos and read the instructions. But still don't know what it means. Please can you help?

DROPS Design 21.09.2020 - 15:57:

Dear Mrs Perkins, the video shows from 01:45 how we work the stitches in garter stitch (= back and forth), ie knit all stitches on every row. Happy knitting!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.