DROPS / 181 / 4

Wings of Love by DROPS Design

Prjónað sjal með gatamynstri með sléttprjóni og garðaprjóni. Stykkið er prjónað úr DROPS Lace.

Leitarorð: gatamynstur, sjal,

DROPS Design: Mynstur la-035
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Mál: ca 52 cm við miðju að aftan og ca 207 cm meðfram kanti efst eftir strekkingu.
Efni
DROPS LACE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100 g litur 0501, ljós grár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

PRJÓNFESTA:
Sjalið á að bleyta og strekkja í rétt mál í lokin, þannig að prjónfestan er ekki svo mikilvæg, en til að fá einhverja hugmynd um hvort prjónað sé of laust eða of fast er hægt að prjóna prufu á prjóna 3 og athuga hvort ca 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjón verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (47)

70% Alpakka, 30% Silki
frá 1364.00 kr /50g
DROPS Lace uni colour DROPS Lace uni colour 1364.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Lace mix DROPS Lace mix 1364.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2728kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.12. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. 1. umferð = rétta.

FORMUN:
Ef skipt er yfir í annað garn frá garnflokki A þarf ekki að strekkja sjalið í rétt mál, en bleytið sjalið og leggið það varlega í rétt form. Látið það þorna. Endurtakið þetta síðan í hvert skipti sem sjalið er þvegið.

AFFELLING:
Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum.
----------------------------------------------------------

SJAL:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Prjónið frá miðju á kanti uppi á sjali með sléttprjóni og gataumferð og endið neðst niðri með kant með gatamynstri með garðaprjóni.

Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 3 með Laca – lesið PRJÓNFESTA að ofan.
Prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (= 3 lykkjur) – lesið MYNSTUR að ofan. Í síðustu umferð eru sett 3 prjónamerki eins og sýnd eru í mynsturteikningu. Þegar öll mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 27 lykkjur í umferð.
PRJÓNIÐ EFTIR MYNSTURTEIKNINGU A.2 TIL A.6 FRÁ RÉTTU ÞANNIG:
Prjónið A.2 (= 4 lykkjur), A.3 (= 5 lykkjur – fyrsta prjónamerki er staðsett í miðju á A.3), A.4 (= 5 lykkjur – annað prjónamerki er staðsett í síðustu lykkju í A.4), A.5 (= 4 lykkjur), A.3 (= 5 lykkjur – þriðja prjónamerki er staðsett í miðju á A.3) og A.6 (= 4 lykkjur). Þegar öll mynsturteikning A.2 til A.6 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 51 lykkjur í umferð.
Endurtakið útaukningar eins og útskýrt er í A.x – aukið síðan út til skiptis 4 og 8 lykkjur í hverri umferð frá réttu (þ.e.a.s. 12 fleiri lykkjur í hverri endurtekningu af A.x á hæðina), útauknu lykkjurnar eru prjónaðar með sléttprjóni hvoru megin við A.3. Endurtakið eins og útskýrt er í A.x alls 24 sinnum á hæðina = 339 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 36 cm.
Í næstu umferð frá réttu er prjónað og aukið út um 4 lykkjur sem útskýrt er í fyrstu umferð í A.x = 343 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu (kantlykkja á hvorri hlið er prjónuð með GARÐAPRJÓN – sjá útskýring að ofan, í gegnum allt stykkið). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið og einungis er aukið út um 1 lykkju við miðju lykkju (= 3 lykkjur fleiri) = 346 lykkjur í umferð og prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Héðan eru 3 prjónamerkin ekki notuð.

PRJÓNIÐ EFTIR MYNSTURTEIKNINGU A.7 TIL A.9 FRÁ RÉTTU ÞANNIG:
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, A.7 yfir 4 lykkjur, endurtakið A.8 þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni (= 21 mynsturteikning 16 lykkjur), A.9 yfir 4 lykkjur og 1 kantlykkja með garðaprjóni. ATH! Í 11. umferð í mynsturteikningu er aukið út um 2 lykkjur í hverri mynsturteikningu af A.7, A.8 og A.9. Í 17. umferð er aukið út um 2 lykkjur í hverri mynstureiningu A.7 og A.9. Þegar öll mynsturteikning A.7 til A.9 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 430 lykkjur í umferð.

PRJÓNIÐ EFTIR MYNSTURTEIKNINGU A.10 TIL A.12 FRÁ RÉTTU ÞANNIG:
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, A.10 yfir 7 lykkjur, endurtakið A.11 þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni (= 23 mynstureiningar 18 lykkjur), A.12 yfir 7 lykkjur og 1 kantlykkja með garðaprjóni. ATH! Í 17. Umferð í mynsturteikningu er aukið út um 3 lykkjur í A.10, 1 lykkja í A.11 og 2 lykkjur í A.12. Í 21. umferð er aukið út um 2 lykkjur í A.10 og í A.12. Þegar öll mynstureining A.10 til A.12 hefur verið prjónuð til loka eru 496 lykkjur í umferð – fellið laust af í síðustu umferð frá röngu – lesið AFFELLING að ofan.

STREKKING:
Leggið sjalið í volgt vatn þar til það er orðið blautt í gegn. Pressið varlega vatnið úr sjalinu – ekki vinda, rúllið síðan sjalinu inn í handklæði og klemmið til þess að ná meira vatni úr sjalinu – sjalið á nú að vera aðeins rakt. Ef þið notið annað garn frá garnflokki A – lesið FORMUN að ofan. Leggið sjalið á mottu eða á dýnu – dragið það varlega út í rétt mál og notið nálar til að festa það með. Látið sjalið þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 01.06.2018
Mynsturteikning hefur verið uppfærð A.7,A.8,A.9,A.10,A.11 og A.12. Röng mynsturtákn voru í 11. og 17. umferð.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= slétt frá röngu
= setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju og látið prjónamerkið fylgja með áfram í stykkinu til að merkja miðju á A.3, lykkjur eru prjónaðar slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju og látið prjónamerkið fylgja áfram með í stykkinu (= miðju lykkja), prjónið slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= kantlykkja, prjónið slétt frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn (= gat)
= á milli 2 lykkja er slegið 2 sinnum uppá prjóninn, í næstu umferð er annar uppslátturinn prjónaður og hinn látinn falla niður af prjóni (= gat)
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn (= ekki gat)
= á milli 2 lykkja er slegið 3 sinnum uppá prjóninn, í næstu umferð er fyrsti uppslátturinn prjónaður brugðinn, annar uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn og þriðji uppslátturinn er látinn falla niður af prjóni (= gat)
= KÚLA: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt í sömu lykkju (= 5 lykkjur), snúið stykkinu. Prjónið 4 umferðir sléttprjón fram og til baka yfir þessar 5 lykkjur. Eftir þetta er önnur lykkjan á hægri prjóni steypt yfir fyrstu lykkju, steypið þriðju lykkju yfir fyrstu lykkju, steypið fjórðu lykkju yfir fyrstu lykkju og í lokin steypið fimmtu lykkju yfir fyrstu lykkju (= 1 lykkja eftir)
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= engin lykkja

Athugasemdir (47)

Skrifa athugasemd!

Jette 18.01.2019 - 01:55:

Årh for den da.... Havde jo lige glemt indtagningerne ! Så ja alt passer.

Jette 17.01.2019 - 21:29:

Når man skal i gang med AX står der, at der øges med skiftevis 4 og 8 ...... Jeg synes jo, der er 8 og 10 ekstra skiftevis i hver anden række. Altså 18 og ikke 12

DROPS Design 21.01.2019 kl. 11:19:

Hei Jette. Så bra at du fant ut av det. God fornøyelse videre

Linda J. Frederiksen 09.01.2019 - 18:21:

Kan jeg bruge 1-tråds moskusgarn til denne opskrift? Og hvad vil garnforbruget da være. Jeg kender desværre ikke løbelængden på moskusgarn.

Lynn 07.12.2018 - 11:17:

Jag har fastnat nu när jag har stickat A1-A6 Jag har 51 maskor på stickan och första raden på A.x är 39maskor bred vad ska jag göra med resterande 12? och vad ska jag göra med resterande 12 maskor som ökas varje gång när jag har stickat diagrammet A.x?

DROPS Design 07.12.2018 kl. 12:05:

Hei Lynn. Disse økte maskene strikkes i glattstrikk på hver side av A.3. Du begynner ikke på nytt igjen med A.X, men fortsetter å øke på samme måten som du har gjort i A.X. Altså du strikker annenhver pinne fra retten med øking, og annenhver pinne fra retten med øking og felling i endene av hvert diagram. Se for deg at diagrammet fortsetter på samme måte utover i en trekant, men for hver nye rapport i høyden er det 4 rettmasker fler enn på begynnelsen av forrige rapport. God fornøyelse

Katerina 30.10.2018 - 18:49:

Hi!! My mun asks if there is a video about diagram A1 or this spacific shawl maybe. Thank you.

DROPS Design 25.11.2018 kl. 11:07:

Dear Katerina, you can find the turorial videos related to this pattern at the left side of teh page, just below the modell's picture. Happy Knitting!

Christa Roggensack 13.08.2018 - 17:25:

Danke für das tolle Tuch und für die geduldigen Antworten auf meine Fragen. Ich orientiere mich jetzt am Diagramm A.3 , das für mich jetzt ein Fixpunkt im Muster ist. Die Maschen bei A.2 und A.4 stricke ich entsprechend der Anzahl wie sie dann auf meiner Nadel liegen. Die Anzahl der Maschen ist bei mir dieselbe wie im Diagramm auch wenn Sie anders verteilt ist. Darum bin ich zuversichtlich am Ende auch A.9 bis A.12 problemlos ansetzen zu können.

Christa Roggensack 13.08.2018 - 14:38:

In A.3 werden in der 3. Reihe 2 Maschen zugenommen. Damit werden aus 5 Maschen 7 Maschen, die entsprechend nach A.2 und A.4 übertragen werden. In A.2 sind in dieser Reihe 2 Zunahmen und in A.4 0 Zunahmen. Damit müsste A.2 in der 4. Reihe 3 Maschen mehr haben und A.4 nur eine Masche mehr. Im Diagramm sind aber bei A.2 und A.4 je 2 Maschen mehr. Gleiche Zunahmen in A.2 und A.4 stimmen auch nicht mit dem Foto überein. A.2 ist da deutlich breiter als A.4.

DROPS Design 13.08.2018 kl. 15:45:

Liebe Frau Roggensack, bei der letzte Reihe in A.2-A.4 haben Sie 10 M in A.2 und 11 M (= 10 + 1 mit Markierer) in A.4, im A.3 haben Sie immer nur 5 Maschen. Es werden abwechslungsweise 2 und 4 M zugenommen. Viel Spaß beim stricken!

Christa Roggensack 12.08.2018 - 12:10:

Diagramme A.2 bis A.4: In der 3. Reihe sind 3 Zunahmen rechts der Mittelmasche von A.3 und 1 Zunahme links der Mittelmasche. In Reihe 4 sind nur 2 Zunahmen in A.2 eingetragen und 2 Zunahmen in A.4 . Damit würde sich die Mittelmasche in A.3 in jeder 4. Reihe 1 nach rechts über die Mittelmaschen der Vorreihen verschieben. Dasselbe auf der anderen Seite bei A.5 bis A.6 nur nach links. Frage: Ist dieser Versatz tatsächlich Absicht oder ein Fehler im Diagramm?

DROPS Design 13.08.2018 kl. 10:01:

Liebe Frau Roggensack, Diagramme sind korrekt: die zugenommenen Maschen in A.3 werden glatt rechts gestrickt. A.3 muß Immer auf diesen Maschen gestrickt werden (= der Markierer muss immer in der Mitte in A.3 sein). Gleichzeitig nehmen sie in A.2/A.6 zu (1 M bei der 1. und 5. Reihe und 2 M bei der 2. und 7. Reihe) und in A.4/A.5 nehmen Sie 1 M oder (2 M re, 1 U). Viel Spaß beim stricken!

Decamps Marina 01.08.2018 - 15:46:

Et à quel moment je dois-je integré le diagramme A7 ? bien à vous

DROPS Design 01.08.2018 kl. 16:02:

Bonjour Mme Decamps, quand vous avez 346 m (après avoir répété A.2-A.6 et augmenté comme indiqué), vous tricotez A.7 à A.9 comme indiqué au paragraphe suivant: 1 m point mousse, A.7, on répète 21 fois A.8 , A.9, 1 m point mousse. Bon tricot!

Decamps Marina 01.08.2018 - 15:39:

MERCI POUR VOTRE RéPONSE ET VOTRE RAPIDIté

Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-4

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.