Anna R skrifaði:
Min fråga gäller Moonlit Tide Neck Warmer och det gäller inledningen på bakstycket där det står följande; EFTER VARV 3: Sticka 2 och VARV 3 totalt 6 gånger (= 12 varv stickad), efter sista ökningen är det = 50-52 maskor på pinnen Vad menas med sticka 2? Ska man sticka varv 2 och varv 3 6 gånger så stämmer inte maskantalet? behöver en förklaring och ett förtydligande.
20.11.2024 - 11:52DROPS Design svaraði:
Hej Anna. Ja du ska sticka varv 2 och varv 3 totalt 6 gånger (= 12 varv stickade). Du ökar 2 maskor på varje varv vilket innebär att när du stickat dessa 12 varv så har du ökat 24 maskor. I den minsta storleken blir det då 50 maskor efter ökningarna (26+24=50). Mvh DROPS Design
20.11.2024 - 13:43
Moonlit Tide Neck Warmer |
|
|
|
Prjónað hálsskjól úr 1 þræði DROPS Melody eða 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, sléttprjóni og rúllukanti.
DROPS 253-27 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu (og frá röngu þegar aukið er út fyrir garðaprjón): Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu (og frá röngu þegar aukið er út fyrir garðaprjón): Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. I-CORD: FYRSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. SÍÐUSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjölda lykkja í axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið sléttprjón jafnframt sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukning fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað til loka niður. Í lokin eru lykkjur prjónaðar í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 26-28 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Melody eða 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta). Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 2 lykkjur brugðið, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur brugðið. EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið umferð 2 og 3 alls 6 sinnum (= 12 prjónaðar umferðir), á eftir síðustu útaukningu eru = 50-52 lykkjur á prjóni. Nú eiga síðustu 4 útaukningar í hvorri hlið að vera auknar út í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. einungis er notað LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 bæði frá réttu og röngu. UMFERÐ 14 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 15 (= ranga): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur brugðið, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur brugðið. UMFERÐ 16 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 17 (= ranga): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur brugðið, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur brugðið. Á eftir síðustu útaukningu eru 58-60 lykkjur í umferð. Setjið 1 lykkju yst í hlið. Héðan er stykkið mælt! Prjónið síðan fram og til baka þannig: Prjónið 2 lykkjur I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón þar til 6 lykkjur eru eftir, endið með 4 lykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur i-cord. Athugið prjónfestuna. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjón með i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 5-6 cm frá merki yst í hliðinni. Nú er lykkjum fækkað í hvorri hlið innan við 6 lykkjur. Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, 4 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið sléttprjón þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni og endið með 2 lykkjur i-cord. Fækkið lykkjum svona í hverjum 5-5 cm alls 3-3 sinnum = 52-54 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 17-18 cm mælt frá merki yst meðfram hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) yfir næstu 48-50 lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju yfir þessar lykkjur, endið með 2 lykkjur i-cord = 51-53 lykkjur. Prjónið 3 umferðir sléttprjón með i-cord í hvorri hlið. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur, sláið 1 sinni uppá prjóninn eftir 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Nú er vinstra framstykkið prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur af þræði/hjálparprjón snúi að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að öxl þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverri prjónaðri umferð innan við ystu lykkju = 16-16 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Fyrsta umferðin er prjónuð frá röngu þannig: 2 lykkjur i-cord, 4 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón út umferðina. Frá réttu er prjónað þannig: Prjónið sléttprjón þar til 6 lykkjur eru eftir, endið með 4 lykkjur í garðaprjón og 2 lykkjur i-cord. Þegar stykkið mælist 8-8 cm mælt frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið út umferðina í sléttprjóni, garðaprjón og i-cord eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón í garðaprjóni og i-cord eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4-4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 20-20 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykkið prjónað meðfram hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp lykkjur inn við hálsmál þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju = 16-16 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið sléttprjón þar til 6 lykkjur eru eftir, endið með 4 lykkjur í garðaprjóni og 2 lykkjur i-cord. Frá réttu er prjónað þannig: 2 lykkjur i-cord, 4 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón út umferðina. Þegar stykkið mælist 8-8 cm mælt frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út lykkjur til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón, garðaprjón og i-cord eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4-4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 20-20 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Setjið síðan framstykkin saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 20-20 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 18-20 lykkjur fyrir hálsmál í lok þessarar umferðar, prjónið 20-20 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 58-60 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón í garðaprjóni og i-cord í hvorri hlið fram og til baka þar til stykkið mælist 17-18 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Nú er lykkjum fækkað í hvorri hlið innan við 6 lykkjur þannig: Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, 4 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið sléttprjón þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur í garðaprjóni og endið með 2 lykkjur í i-cord. Fækkið lykkjum svona í hverjum 5-5 cm þannig að fækkað sé alls 3-3 sinnum = 52-54 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 29-30 cm, mælt frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur í i-cord, prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) yfir næstu 48-50 lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju yfir þessar lykkjur, endið með 2 lykkjur i-cord = 51-53 lykkjur. Prjónið 3 umferðir sléttprjón með i-cord í hvorri hlið. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu, en til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 5. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 74-80 lykkjur innan við 1 lykkju – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið sléttprjón hringinn í 6-6 cm. Prjónið 2 umferðir stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið 4 umferðir sléttprjón (= rúllukantur). Fellið af með sléttum lykkjum, en til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). |
|
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.