Lorraine Schmaltz skrifaði:
I am also struggling with Row 1 of the Body - have tried over and over - not one to give up, I would love to figure out this row. Is there a video?
07.05.2024 - 01:08DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Schmaltz, knit the first 5 stitches, then fold the first arm and pick up 1 stitch in each of the 4 stitches cast on for the arm, then skip the next 4 sts on arm (they will be sewn later), knit the middle 6 sts between arms, pick up 1 stitch in each f the 4 sts of 2nd arm, skip the next 4 sts on 2nd arm and knit the 5 last stitches. There are now 2 small holes under arms, they will be closed afterward with a seam. Happy knitting!
07.05.2024 - 08:02
Mathilda Bergsmo skrifaði:
Jag skulle önska att dat fanns mer bilder på hur kaninen ser ut efter varje steg eller att det finns en video på hur man ska göra denna. Jag har lite problem med armarna. När det står ytterst på stickan är det där man har lagt upp 4 st nya maskor eller är det längst ut på arbetet?
17.03.2024 - 14:59
Astaara skrifaði:
It's ridiculous people are claiming that this is the same as the other pattern. Never mind the fact that a 2D Bunny design has been around for decades and there's only so much variation that can exist, the two patterns are very clearly different
05.03.2024 - 01:44
Charlie Knight skrifaði:
I love this rabbit, but what alarms me is the reason I love it so much. This rabbit is astonishingly like Cottontail Rabbit designed by Erika Knight in 2016 which I was so fond of. I sincerely hope DROPS isn’t claiming that pattern for their own credit. Shame
04.03.2024 - 13:54
Arabella Harris skrifaði:
This design bears more than a passing resemblance to the cottontail rabbit pattern by designer Erika Knight. It is deeply concerning to see DROPS misusing a free pattern by an independent designer and disappointing that your in house team would not uphold standards of design originality . I would be grateful for your response. Kind regards, Arabella
04.03.2024 - 11:39
Peter skrifaði:
Thank you so much so providing an answer on those front legs. I'm so happy this piece can be finished!!
03.03.2024 - 20:59
Peter skrifaði:
On the folded leg part- am I supposed to fold over the leg and knit the leg to those extra 4 casted on stitches? Or am I folding the leg to simply move it out of the way and just knit the row straight. Very confused here as to what's going on with the legs. Can anyone add clarity? Because what's written outright in the instructions is not a good explanation, sorry. Otherwise, the rest I understand fine.
01.03.2024 - 22:22DROPS Design svaraði:
Dear Peter, you should have the row as follow: 5 body stitches, 2nd front leg (4 cast on stitches + 4 stitches from body), 6 body stitches in between, 1st front leg (4 cast on stitches + 4 stitches from body), 5 body stitches. Work over the first 5 stitches, now fold the leg in length (so, instead of 7cm long, the leg should be 3.5cm long) and work over the first 4 stitches through both loops (so the folded leg is firmly joined to the body) skip the next 4 stitches, work over the 6 stitches in between the legs, fold the next leg as the previous one and work again over the first 4 stitches of this leg. Skip the next 4 stitches and work over the last 5 stitches. Happy knitting!
03.03.2024 - 19:34
Adèle skrifaði:
Bonjour ! Une question bête : peut on facilement laver le doudou en machine ou à la main et /ou faut il enlever le rembourrage avant ? Merci
15.02.2024 - 15:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Adèle, tout dépend du matériel utilisé, aussi bien de la laine choisie (lisez attentivement les consignes d'entretien de ces 2 laines par exemple) aussi bien que du rembourrage choisi. Bon tricot!
16.02.2024 - 07:21
Sandra skrifaði:
Bonjour, c est peut être une question bête ! Mais après avoir fait la première patte avant , j ai coupé le fil en gardant 25 cm , mais du coup pour continuer sur le corps puis la deuxième patte je n ai plus de fil ! 😅 comment fait on dans ces cas là ! Merci !! 🙏
28.01.2024 - 17:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandra, joignez le fil sur l'endroit et tricotez les 10 mailles centrales du corps et continuez comme indiqué pour la 2ème patte. Après la 2ème patte avant, vous coupez le fil, et joignez le fil à nouveau pour tricoter les 5 dernières mailles du corps. Bon tricot!
29.01.2024 - 12:21
Fleur skrifaði:
Kan ik ergens een uitleg met foto’s en/of video’s vinden? De uitleg van de voorste poten is niet heel duidelijk. Ik brei dus 9 steken naar binnen, richting lijf? En dan 4 steken erbij in het “midden” en dan het werk omdraaien? Klopt het dat er dan een gat zit? Lijkt me niet kloppen. Helemaal in de war met dit stuk. SOS
04.12.2023 - 11:39
The Bunny Bunch |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð leikfanga kanína fyrir börn úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað fram og til baka í garðaprjóni. Þema: Leikfang
DROPS Baby 46-18 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A og B. Mynsturteikning sýnir útskýringu á útsaum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KANÍNA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fyrst er hvort eyra prjónað hvort fyrir sig, síðan eru eyrun sett saman og prjónað er áfram niður yfir höfuð, búk, hendur og fætur. FYRRA EYRA: Fitjið upp 5 lykkjur á prjón 3,5 með 1 þræði í DROPS Alpaca og 1 þræði DROPS Kid-Silk (haldið saman) eða notið 1 þráð DROPS Brushed Alpaca Silk og prjónið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. Það eru 9 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. Það eru 13 lykkjur í umferð. UMFERÐ 5-22: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gat (stykkið mælist ca 5 cm). Klippið þráðinn, látið lykkjurnar sitja innst á prjóni á meðan hitt eyrað er prjónað. SEINNA EYRA: Fitjið upp jafnmargar lykkjur og fyrra eyra og prjónið alveg eins og fyrra eyra. Passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar umferðir í garðaprjóni á báðum eyrum, ekki klippa þráðinn frá. Fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! HÖFUÐ: Snúið stykkinu, prjónið lykkjur frá öðru eyranu, fitjið upp 2 nýjar lykkjur, prjónið lykkjur frá fyrra eyra, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar. Það eru 30 lykkjur í umferð. Prjónið 8 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. NEF: Nú er aukið út fyrir nef þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 13 lykkjur slétt. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Prjónið 13 lykkjur slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt (svo ekki myndist gat), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið uppsláttinn snúinn slétt (svo ekki myndist gat) og prjónið 13 lykkjur slétt. Það eru 34 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3-5: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gart. Nú er lykkjum fækkað neðanverðu á nefi þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 13 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 13 lykkjur slétt. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Prjónið 12 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 12 lykkjur slétt. Það eru 30 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Prjónið 11 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 11 lykkjur slétt. Það eru 28 lykkjur í umferð. UMFERÐ 4: Prjónið 10 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 10 lykkjur slétt. Það eru 26 lykkjur í umferð. UMFERÐ 5: Prjónið 9 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 9 lykkjur slétt. Það eru 24 lykkjur í umferð. UMFERÐ 6-10: Prjónið slétt. HENDUR: Í næstu umferð eru hendur prjónaðar inn þannig: Prjónið 9 lykkjur slétt (búkur), fitjið upp 4 nýjar lykkjur fyrir fyrri hendi, snúið stykkinu og prjónið garðaprjón fram og til baka yfir ystu 8 lykkjur á prjóni í ca 7 cm. Fellið síðan af þessar 8 lykkjur með sléttum lykkjum frá réttu, klippið þráðinn og skiljið eftir ca 25 cm langan enda (notað fyrir frágang). Nú er fyrri höndin tilbúin. Prjónið áfram á búk þar sem stykkið skiptist fyrir hendur þannig: Prjónið næstu 10 lykkjur slétt (búkur), fitjið upp 4 nýjar lykkjur fyrir seinni hendi, snúið stykkinu og prjónið garðaprjón fram og til baka yfir ystu 8 lykkjur á prjóni í ca 7 cm. Fellið síðan af þessar 8 lykkjur með sléttum lykkjum frá réttu, klippið þráðinn og skiljið eftir ca 25 cm langan enda (fyrir frágang). Nú er seinni höndin tilbúin. Prjónið áfram á búk frá þar sem stykkið skiptist fyrir hendur þannig: Prjónið síðustu 5 lykkjur slétt (búkur). Snúið stykkinu. BÚKUR: UMFERÐ 1 (frá röngu): Prjónið 5 lykkjur slétt (búkur), brjótið höndina saman tvöfalda þannig að hægt sé að prjóna upp 1 lykkju í hverja og eina af lykkjum sem fitjaðar voru upp fyrir hendi, hoppið yfir síðustu 4 lykkjur á hendi, prjónið 6 lykkjur slétt (búkur, á milli handa), brjótið næstu hönd þannig að hægt sé að prjóna upp 1 lykkju í hverja og eina af 4 lykkjum sem fitjaðar voru upp fyrir hendi, hoppið yfir síðustu 4 lykkjur á hendi, prjónið síðustu 5 lykkjur slétt (búkur). Það eru 24 lykkjur í umferð. Nú er aukið út fyrir maga þannig: UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir í umferð – aukið út með uppslætti sem er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3-7: Prjónið slétt. UMFERÐ 8: Prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð – aukið út með uppslætti sem er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. Það eru 38 lykkjur í umferð. UMFERÐ 9-14: Prjónið slétt. UMFERÐ 15: Prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð – aukið út með uppslætti sem er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. Það eru 44 lykkjur í umferð. UMFERÐ 16: Prjónið slétt. Prjónið garðaprjón þar til búkurinn mælist ca 7 cm (ca 30-32 umferðir garðaprjón), stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Nú er lykkjum fækkað undir maga þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 4 lykkjur slétt. Það eru 38 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2-4: Prjónið slétt. UMFERÐ 5: Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 3 lykkjur slétt. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 6-8: Prjónið slétt. UMFERÐ 9: Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 3 lykkjur slétt. Það eru 28 lykkjur í umferð. FÆTUR: Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið garðaprjón í 4 cm (ca 16-18 umferðir garðaprjón) og fellið laust af. ÚTSAUMUR: Notið afgang af litnum grár, brúnn eða svartur. Saumið 1 franskan hnút fyrir hvort auga ofan við nef – sjá mynsturteikningu A. Saumið nef út með 2 sporum flatsaum (ca 2 cm langt) þversum yfir nefsvæðið – sjá mynsturteikningu B, staðsetjið sporin þannig að þau fari í kross yfir hvort annað. Saumið 1 lítið spor flatsaum (ca ½ cm) sem krossar yfir miðju á 2 löngu sporunum með flatsaumi. FRÁGANGUR: Saumið saman hvort eyra – saumið í ystu lykkjubogana og fyllið með vatti jafnóðum. Saumið saman op á toppi á höfði, haldið áfram að sauma kanínuna saman mitt aftan á baki – saumið í ystu lykkjubogana og fyllið með vatti jafnóðum. Saumið saman affellingarkantinn neðst, saumið frá hlið að hlið og passið uppá að saumurinn mitt að aftan mætist fyrir miðju neðst. Saumið saum til að merkja fætur, byrjið neðst fyrir miðju á affellingarkanti og saumið upp í ca 4 cm í gegnum bæði lögin og vatt. Saumið saman hvora hendi í hlið – saumið í ystu lykkjubogana og fyllið með vatti jafnóðum. Þræðið þráði í gegnum lykkjurnar neðst á hendi, herðið á þræði og festið vel. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 46-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.