Tonia skrifaði:
Kann man diesen Pullover auch in Drops Lima oder Karisma stricken?
05.03.2021 - 13:38DROPS Design svaraði:
Liebe Tonia, Lima und Karisma gehören beide zur Garngruppe B, dieses Modell wird mit DROPS Alpaca = Garngruppe A gestrickt - benutzen Sie unseren Garnumrechner um die unterschiedlichen Möglichkeiten zu sehen. Viel Spaß beim stricken!
05.03.2021 - 14:50
Annet Van Santen skrifaði:
Ik mis een groot gedeelte van de teltekening, alleen de vlammen zijn beschikbaar
09.01.2021 - 09:05DROPS Design svaraði:
Dag Annet,
Als het goed is staan alle telpatronen erop: A.1, A.2 en A.3. (Misschien dat de site tijdelijk niet goed laadde bij jou?)
09.01.2021 - 09:15
María Dolores Porcel Bavarro skrifaði:
Quisiera saber cómo puedo comprar la lana de este jerseis y las ajugas corespondientes
29.11.2020 - 19:23DROPS Design svaraði:
Hola Maria. Las lanas y las agujas las puedes comprar en las tiendas especializadas de DROPS. Aquí tienes la lista completa: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=23&cid=23
30.11.2020 - 22:50
Lilly skrifaði:
This is a very hot jumper!
16.10.2020 - 23:35
Dragon's Play#dragonsplaysweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með drekum og eldtungum úr DROPS Alpaca. Stærð 3 – 12 ára.
DROPS Children 37-11 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 164 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 27,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 27. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er í þessu dæmi prjónuð til skiptis ca 26. og 27. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við 2 lykkjur (prjónamerki situr á milli þessa lykkja = mitt undir ermi). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna upp að handveg (skipti yfir á stuttan hringprjón eftir þörf). Síðan eru ermarnar settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki og berustykkið er prjónað í hring. Hálsmálið er prjónað í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 164-172-184-192-200 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum dökk grár DROPS Alpaca. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-3-0-4 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA í útskýringu að ofan = 170-176-187-192-204 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 85-88-93-96-102 lykkjur (prjónamerkin eru notuð þegar fækka á lykkjum fyrir handveg). Nú er prjónað áfram í sléttprjóni eftir mynsturteikningu A.1 eða A.2 í mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ: 3/4 – 7/8 – 11/12 ára: Prjónið eftir mynsturteikningu A.1 umferðina hringinn (= 10-11-12 mynstureiningar). Þegar mynstureining hefur verið prjónuð til loka, prjónið sléttprjón með litnum appelsínugulur. STÆRÐ: 5/6 – 9/10 ára: Prjónið mynsturteikningu A.2 umferðina hringinn (= 11-12 mynstureiningar). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka, prjónið sléttprjón með litnum appelsínugulur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið þar til stykkið mælist 25-29-32-35-39 cm (eða mátið flíkina og prjónið að óskaðri lengd). Í næstu umferð eru felldar af 6-6-8-8-8 lykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. fellið af 3-3-4-4-4 lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki). Nú eru 79-82-85-88-94 lykkjur á framstykki og 79-82-86-88-94 lykkjur á bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-48-52-56 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með litnum dökk grár. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið 1 umferð slétt þar sem mögulega er aukið út/lykkjum fækkað jafnt yfir í umferð til 48-48-51-51-51 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (notað þegar auka á út lykkjum). LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið sléttprjón eftir mynsturteikningu A.1 eða A.2, JAFNFRAMT á að auka út hvoru megin við prjónamerki (útauknar lykkjur eru prjónaðar í litnum appelsínugulur – þegar löng hopp eru í mynstri, er mikilvægt að passa uppá að þræðirnir verði ekki of stífir). STÆRÐ 3/4 – 5/6 ára: Prjónið mynsturteikningu A.2 (= 3-3 mynstureiningar). Þegar mynstureiningin hefur verið prjónuð til loka, prjónið með litnum appelsínugulur. STÆRÐ 7/8 – 9/10 – 11/12 ára. Prjónið mynsturteikningu A.1 (= 3-3-3- mynstureiningar). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka, prjónið með litnum appelsínugulur. ALLAR STÆRÐIR: Þegar ermin mælist 7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Endurtakið útaukningu með 4-4-5-5½-4½ cm millibili alls 5-6-6-6-8 sinnum = 58-60-63-63-67 lykkjur. Þegar ermin mælist alls 25-30-34-38-42 cm fellið af miðju 6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 3-3-4-4-4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 52-54-55-55-59 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermer á sama hringprjón og fram- og bakstykki – í hvorri hlið þar sem lykkjur voru felldar af á fram- og bakstykki = 262-272-281-286-306 lykkjur. Prjónið 1 umferð sléttprjón með litnum appelsínugulur og mögulega aukið út/fækkið lykkjum jafnt yfir í umferð, þannig að það verða 256-272-272-288-304 lykkjur í umferð. Prjónið 0-0-0-0-4 umferðir með sléttprjóni og litnum appelsínugulur. Nú er prjónað áfram hringinn í sléttprjóni eftir mynsturteikningu A.3, veldu mynsturteikningu eftir stærð (= 16-17-17-18-19 mynstureiningar). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka, eru 96-102-102-108-114 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 13-13-14-15-16 cm frá þar sem stykkið var sett saman. Prjónið 1 umferð sléttprjón með litnum gulur og fækkið um 8-10-6-12-14 lykkjur jafnt yfir í umferð = 88-92-96-96-100 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 2,5 og haldið áfram með litnum gulur. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Ef óskað er eftir er hægt að gera augu á drekana, notið litinn rauður og saumið lykkjuspor. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dragonsplaysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 37-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.