Amanda skrifaði:
In the area titled STEM it says: Use a needle and pull thread through the remaining stitch, tighten together and fasten I am double checking that I am pulling yarn through 4 stitches and not one... is this correct, or am I to only have one stitch left on my needle at that point?
07.09.2025 - 21:48DROPS Design svaraði:
Hi Amanda, You pull the strand through all 4 stitches, tighten and then cut the strand (leaving a strand-end for when assembling later). Regards, Drops Team.
08.09.2025 - 06:42
Deborah skrifaði:
Please send patterns written in American English language.
09.10.2021 - 19:14
Monique Gouleti skrifaði:
J’aimerais avoir ce patron en français’.
30.12.2020 - 05:23
Cinderella's Pumpkins#dropscinderellaspumpkins |
|
![]() |
![]() |
Prjónað grasker í stroffprjóni úr DROPS Snow. Þema: Halloween.
DROPS Extra 0-1501 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- GRASKER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að neðan og upp að stilk. GRASKER: Fitjið upp 30 lykkjur á prjón 6 með litnum karrí. Prjónið fram og til baka þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 1 lykkju brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið,1 lykkja slétt og 1 lykkja í garðaprjóni. Það eru 37 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, * 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið og 1 lykkja í garðaprjóni = 44 lykkjur. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, prjóni uppsláttinn snúinn slétt, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 2 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt og 1 lykkja í garðaprjóni = 51 lykkjur. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, 2 lykkjur brugðið, * 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 1 lykkju slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkju í garðaprjóni = 58 lykkjur. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, prjónið uppsláttinn snúinn slétt, 1 lykkja slétt, * 4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 18 cm – stillið af að næsta umferð sé frá réttu (umferð sem byrjar með 1 lykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt), og prjónið þannig: UMFERÐ 6 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, * prjónið 4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir. Prjónið 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja í garðaprjóni = 51 lykkjur. UMFERÐ 7 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, 2 lykkjur brugðið, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir. Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið og 1 lykkja í garðaprjóni = 44 lykkjur. UMFERÐ 8 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir. Prjónið 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt saman og 1 lykkja í garðaprjóni = 37 lykkjur. UMFERÐ 9 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, 1 lykkja brugðið, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir. Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja brugðið og 1 lykkja í garðaprjóni = 30 lykkjur. Nú er meginhlutinn á graskerinu tilbúinn, látið endann vera ca 50 cm langan áður en klippt er frá – það á að nota hann síðar í frágang. Skiptið um lit – stilkurinn er nú prjónaður héðan. STILKUR: Skiptið yfir í litinn kopar og prjónið þannig: UMFERÐ 10 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman út umferðina = 15 lykkjur. UMFERÐ 11 (= ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman út umferðina = 8 lykkjur. Prjónið í garðaprjóni þar til stilkurinn mælist ca 6 cm. Prjónið 2 lykkjur slétt saman út umferðina = 4 lykkjur. Klippið frá, en skiljið eftir ca 15 cm langan enda. Notið nál og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel – klippið ekki af endanum, hann er notaður í frágang. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið þannig að það liggi með rönguna út (= hlið með flestum brugðnum lykkjum). Byrjið á að sauma saman efri hluta með þráðar endanum í sama lit, saumið saman ytri hliðarnar innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, þannig að mynstrið verði fallegt frá réttu (4 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Snúið stykkinu þannig að réttan snúi út. Notið þráðinn frá endanum af stilknum til að sauma saman ytri hliðarnar á stilknum í ystu lykkjubogana í garðaprjóni. Festið endann að innanverðu á stykkinu. Fyllið graskerið með vatti. Notið nál og þræðið þráð í sama lit og graskerið til að draga opið saman með. Til að forma graskerið, þræðið þráð frá neðri hluta og upp í gegnum graskerið þar sem stilkurinn byrjar á toppnum. Þræðið síðan til baka þráðinn að neðri hlið. Herðið þráðinn til að graskerið fái fallegt form áður en þráðurinn er festur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropscinderellaspumpkins eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1501
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.