Eileen Patterson skrifaði:
I am trying to use yarn spun from dog fur worsted 4. I am not getting the gauge listed, no matter the size of hook. I tried 5 mm, 4 mm, and 3.5 mm. They are all wider and longer than 10x10 mm. I don't think I can crochet this yarn with a hook smaller than 3.5.mm. Is the recommended gauge really 8.5 rows for 10 mm? Any suggestions for using the desired yarn for this pattern? Or other cardigan patterns that could use this yarn. The yarn was a gift. Thank you.
14.02.2025 - 17:29DROPS Design svaraði:
Dear Eileen, DROPS Air is a specific type of thread; it's more lightweight than most group C yarns. You could try working this cardigan (194-33) or 151-26 , which use thicker yarns that may fit your yarn more. Happy crochetting!
16.02.2025 - 22:25
Carolina skrifaði:
Hello, the hole for the sleeve in the large size seems to be slightly smaller than the arm hole in the body.
23.01.2025 - 07:07DROPS Design svaraði:
Dear Carolina, could you specify your question? Is your armhole smaller than 22 cm (the number of cm stated in the size chart)? Or is your armhole smaller than the sleeve? Is there a particular sentence in the pattern that is confusing you?
25.01.2025 - 18:40
Cathrine skrifaði:
Kan du/I være sød at forklare hvad der menes ved “A.1 over de første 1-1-3-1-3-5” betyder?? For tæller jeg A.2 & A.3 sammen bliver der kun 3 masker tilovers til A.1
05.01.2025 - 20:53DROPS Design svaraði:
Hei Cathrine. A.1 består av 1 maske, hekler du str. XS, S eller L hekler du A.1 1 gang, hekler du str. M eller XL hekler du A.1 3 ganger, Hekler du str. XXL hekler du A.1 5 ganger. mvh DROPS Design
13.01.2025 - 09:06
Carolina Mesa skrifaði:
HI, after working a,3, and a.4 in height what stitch are we supposed to be following for the first five stitches?
26.12.2024 - 03:24DROPS Design svaraði:
Dear Carolina, you will work the chart you were working over these stitches before, so you work a part of A.4, which is continued in A.6 then. Happy crochetting!
29.12.2024 - 21:27
Carolina Mesa skrifaði:
Hi, after completing the next two rows of the chart of a.2, a.3, a.4, and a.5, what does it mean after it says repeat as before in the next 26 stitches? Do we begin the chart from the bottom back up?
25.12.2024 - 10:23DROPS Design svaraði:
Dear Carolina, you will continue over the 26 stitches on each shoulder with the corresponding charts as before, with the next row of the charts (so 3 rows after the row with the arrow), while working A.2 and A.5 over the neck stitches. Happy crochetting!
29.12.2024 - 20:34
Claudine skrifaði:
Bonjour, Je suis en train de faire ce modèle pour l’offrir à noël mais je ne parviens pas à trouver le diagramme À.7 dans le patron. Pourriez-vous préciser également à partir d’où se prennent les mesures : niveau épaule ou encolure ? Bonne journée !
04.12.2024 - 13:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Claudine, le diagramme A.7 se trouve à droite du schéma des mesures, sous la manche. Les mesures sont prises à partir de la chaînette de base de chaque épaule. Bon crochet!
04.12.2024 - 16:20
Nine skrifaði:
Hi, regarding the increases for the armholes (currently working the back panel), I have to increase both sides for three rows in total (size S). I think it matters whether I start doing this at the right side or wrong side, as the right side rows are much higher than the wrong side, resulting in larger armholes. Should I increase RS/WS/RS, or WS/RS/WS?
07.10.2024 - 16:00DROPS Design svaraði:
Dear Nine, you will start either from RS or from WS depending on your work/tension, most important is that you increase 2 sts on each side for the next 3 rows, then cast on the 4 chains at end of next 2 rows (= 4 chains on each side). Happy crocheting!
07.10.2024 - 16:11
Tawheda Schuitema skrifaði:
Afternoon. I'm struggling to understand the structure of the jacket. The charts are good but I can't get past the neck chain rows without reversing the order in which I use the diagrams. Please could you clarify the overall neck and shoulder structure for me? It's such a beautiful jacket!
28.04.2024 - 13:19DROPS Design svaraði:
Dear Tawheda, in the left shoulder you work A.1 - A.2 - A.3. In the right shoulder you work A.4 - A.5 - A.1. Since both are from the right side they should look like mirrors of each other, which is true; A.4 and A.3 are mirrored, A.2 and A.5 too and A.1 is left at the edge. The same for the front pieces: A.1 - A.2 - A.8 and A.9 - A.5 - A.1; A.8 and A.9 are mirrors of each other and A.2 and A.5 too. So you don't need to reverse the order of the charts. Happy crochetting!
29.04.2024 - 00:05
Heike Sabine Zeiß skrifaði:
Vielleicht habe ich meine Feage nicht richtig gestellt: wie setzen sich die 28 Maschen zusammen? Zuvor hebe ich A1 mit 3, dann A2 mit 4 und dann A3 mit 15 Maschen gehäkelt. Zusammen sind das aber nur 22. Und dann?
09.10.2023 - 05:56DROPS Design svaraði:
Liebe Heike, die Anleitung wurde etwas anders formuliert und ist nun hoffentlich besser verständlich: "Im Muster und mit Doppelstäbchen/festen Maschen wie zuvor über die ersten 22-22-24-26-28-30 Maschen"..., d.h. Sie häkeln A.1, A.2 und A.3 wie gehabt und die restlichen 6 Maschen als Doppelstäbchen bzw. feste Maschen. Gutes Gelingen nun!
09.10.2023 - 21:22
Heike Sabine Zeiß skrifaði:
Hallo, ich habe jetzt die 2 Reihen nach Luftmaschenanschlag für den Hals gehäkelt und die 2 Reihen danach. Nun verstehe ich, welches Muster ich über 28 Maschen häkeln soll.
03.10.2023 - 21:34DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Zeiß, die ersten und letzten 28 Maschen werden genauso wiezuvor gehäkelt, bis die Diagramme fertig in der Höhe sind. Viel Spaß beim häkeln!
04.10.2023 - 08:00
Enchanted Underwood Jacket#enchantedunderwoodjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Air. Stykkið er heklað ofan frá og niður með köðlum og stuðlakrókum. Stærð XS - XXL.
DROPS 218-31 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar 4 loftlykkjur, þessar 4 loftlykkjur koma ekki í stað 1. tvíbrugðna stuðul. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3, A.4, A.6, A.8 og A.9). ÚTAUKNING (á við um handveg): Aukið út um 2 lykkjur með því að hekla 3 lykkjur í ystu lykkjuna við handveg. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki með því að hekla 2 fyrstu lykkjurnar í umferð og 2 síðustu lykkjurnar í umferð saman þannig: Heklið 1 fastalykkju, en bíði með að síðasta uppsláttinn og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, en eftir síðasta uppsláttinn, dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður og heklað er fram og til baka í stykkjum sem eru hekluð eða saumuð saman í lokin. BAKSTYKKI: Vinstri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – sjá HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör) frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 1-1-3-1-3-5 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.3 yfir næstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur (finndu þína stærð í mynsturteikningu). Þegar umferð með ör hefur verið hekluð til loka, klippið frá og geymið stykkið. Heklið hægri öxl. Hægri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 og Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör) frá réttu þannig: Heklið A.4 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur (finndu þína stærð í mynsturteikningu), A.5 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur. Þegar umferð með ör hefur verið hekluð til loka, heklið næstu umferð í mynsturteikningu (= 1 lykkja fleiri við hálsmál), síðan eru heklaðar 20-20-20-24-24-24 lausar loftlykkjur (= hálsmál) og heklið síðan umferð eftir það með ör yfir vinstri öxl þannig: Heklið A.3 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur (= 1 lykkja fleiri við hálsmál), A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur = 52-52-56-60-64-68 lykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram með næstu 2 umferðir í mynstri og yfir nýjar loftlykkjur fyrir hálsmáli er heklaður 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja lykkju frá réttu og 1 fastalykkju í hverja lykkju frá röngu. Heklið nú mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 22-22-24-26-28-30 lykkjur, heklið A.2 yfir næstu 4 lykkjur og A.5 yfir næstu 4 lykkjur (stillið af að A.2 og A.5 byrji í sömu umferð eins og í mynsturteikningu í hvorri hlið á bakstykki), heklið mynstur eins og áður yfir síðustu 22-22-24-26-28-30 lykkjur. Þegar A.3 og A.4 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 5-5-7-5-7-9 lykkjur, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið A.2 og A.5 eins og áður, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið eins og áður yfir síðustu 5-5-7-5-7-9 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Mynsturteikningin er endurtekin frá umferð með ör. Þegar stykkið mælist 17-16-17-18-19-19 cm, aukið út 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki fyrir handveg – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 2-3-3-3-3-4 sinnum í hvorri hlið = 60-64-68-72-76-84 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 lausar loftlykkjur fyrir handveg í hvorri hlið = 66-72-78-84-90-98 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru heklaðar í mynstri A.1. Haldið áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm mælt frá öxl og niður – stillið af að endað sé eftir umferð með ör í A.6 eða eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1 lykkju í umferð með því að hekla 2 fastalykkjur í eina af lykkjum = 67-73-79-85-91-99 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkju í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Bakstykki mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör) frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 1-1-3-1-3-5 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.8 yfir næstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur (finndu þína stærð í mynsturteikningu). Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar 3. umferð hefur verið hekluð til loka á hæðina (byrjið að telja frá umferð með ör), klippið frá. Heklið 9-9-9-11-11-11 lausar loftlykkjur (= hálsmál), heklið 4. umferð í A.8 og A.2 frá röngu eins og áður og heklið A.1 út umferðina eins og áður = 27-27-29-31-33-35 lykkjur. Heklið nú mynstur eins og áður yfir fyrstu 5-5-7-5-7-9 lykkjurnar, haldið síðan áfram með A.8, heklið síðan 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af síðustu 9-9-9-11-11-11 lykkjur. Heklið 1 umferð til baka frá röngu með 1 fastalykkju í hverja lykkju. Haldið svona áfram fram og til baka, en þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð frá réttu er heklað A.2 (stillið af að byrjað sé í sömu umferð og A.2 í byrjun á umferð) og endið með A.1 yfir síðustu lykkju. Þegar A.8 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 5-5-7-5-7-9 lykkjur, heklið A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur og heklið út umferð eins og áður. Þegar stykkið mælist 17-16-17-18-19-19 cm frá öxl – stillið af að næsta umferð sé hekluð frá réttu, aukið út um 2 lykkjur í hlið fyrir handveg – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 2-3-3-3-3-4 sinnum = 31-33-35-37-39-43 lykkjur. Í lok næstu umferðar frá röngu eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 lausar loftlykkjur fyrir handveg = 34-37-40-43-46-50 lykkjur. Heklið síðan til skiptis tvíbrugðna stuðla frá réttu og fastalykkjur frá röngu yfir nýjar lykkjur og mynstur er heklað eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist alls 47-49-51-53-55-57 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með ör í A.6 eða á eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1-0-1-0-1-1 lykkju í umferð með því að hekla 2 fastalykkjur í eina af lykkjum = 35-37-41-43-47-51 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðirnar í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Hægra framstykki mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör) frá réttu þannig: Heklið A.9 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur, A.5 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur.Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar 4. umferð hefur verið hekluð til loka (byrjið að telja frá umferð með ör), heklið 9-9-9-11-11-11 lausar loftlykkjur í lok umferðar (= hálsmál) = 27-27-29-31-33-35 lykkjur. Snúið og heklið fram og til baka eins og áður, en yfir nýjar lykkjur fyrir hálsmáli er heklaður 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja loftlykkju. Heklið 1 umferð til baka frá röngu með 1 fastalykkju í hverja lykkju. Heklið nú mynstur þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu lykkju, A.5 yfir næstu 4 lykkjur, heklið mynstur eins og áður út umferðina. Þegar A.9 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið mynstur þannig: Heklið nú mynstur eins og áður yfir fyrstu 5 lykkjurnar, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið mynstur eins og áður yfir síðustu 5-5-7-5-7-9 lykkjur. Þegar stykkið mælist 17-16-17-18-19-19 cm frá öxl – stillið af að næsta umferð sé hekluð frá réttu, aukið út um 2 lykkjur í hlið fyrir handveg – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 2-3-3-3-3-4 sinnum = 31-33-35-37-39-43 lykkjur. Í lok næstu umferðar frá réttu eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 lausar loftlykkjur fyrir handveg = 34-37-40-43-46-50 lykkjur. Heklið síðan til skiptis tvíbrugðna stuðla frá réttu og fastalykkjur frá röngu yfir nýjar lykkjur og mynstur er heklað eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist alls 47-49-51-53-55-57 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með ör í A.6 eða á eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1-0-1-0-1-1 lykkju í umferð með því að hekla 2 fastalykkjur í eina af lykkjum = 35-37-41-43-47-51 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Hægra framstykki mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma í lykkjurnar eina og eina, en passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Heklið hliðarsaumana saman í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í hlið undir ermi, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 cm, 1 fastalykkju *, heklið frá *-* meðfram öllum hliðarsaumnum, endið með 1 fastalykkju. Endurtakið í hinni hliðinni. ERMI: Ermar eru heklaðar fram og til baka, ofan frá og niður. Heklið 24-24-24-25-25-27 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið frá umferð með ör í A.1 – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, JAFNFRAMT er aukið út fyrir ermakúpu í hvorri hlið á ermi þannig: Aukið út 2 lykkjur 3-1-2-1-0-0 sinnum og 1 lykkju 3-7-6-8-10-11 sinnum = 42-42-44-45-45-49 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 nýjar loftlykkjur fyrir handveg = 48-50-54-57-59-63 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru heklaðar í mynstri A.1. Setjið 1 prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka með A.1. Þegar stykkið mælist 2 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum, fækkið lykkjum í hvorri hlið á stykki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð með fastalykkjum alls 6-6-8-8-9-10 sinnum = 36-38-38-41-41-43 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist 39-38-38-37-35-34 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1-1-1-0-0-0 lykkjur í umferð = 37-39-39-41-41-43 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðirnar í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum- þríbrugðnum stuðlum. Heklið nú ermasauma undir ermi í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: * Heklið 1 fastalykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* upp þar sem lykkjur voru fitjaðar upp 3-4-5-6-7-7 loftlykkjur undir ermi í hvorri hlið, endið með 1 fastalykkju. Heklið hina ermina alveg eins. Saumið ermar í við fram- og bakstykki. KANTUR AÐ FRAMAN: Hægri kantur að framan: UMFERÐ 1: Byrjið efst í hálsmáli og heklið frá röngu með heklunál 5 og Air þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í næstu fastalykkju, 3 fastalykkjur um næsta tvíbrugðna stuðul, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju, 3 fastalykkjur um næsta tvíbrugðna stuðul, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* meðfram allri hliðinni við miðju að framan = ca 64 til 78 lykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 umferð með 1 stuðli í hverja lykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR. UMFERÐ 3: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul. Klippið frá og festið enda. Vinstri kantur að framan: Heklið alveg eins og hægri kantur að framan, en byrjið frá röngu neðst í vinstra framstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: UMFERÐ 1: Byrjið í ystu lykkju í vinstri kanti að framan í hálsi og heklið frá röngu þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1½ cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* í kringum allan kant í hálsi = ca 35 til 39 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 2 stuðla um hvern loftlykkjuboga, endið með 1 stuðli í síðustu fastalykkju í umferð. UMFERÐ 3: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kanti að framan. Saumið fyrstu tölu í skiptinguna á milli kant í hálsmáli og kant að framan, síðan eru næstu 5-5-5-6-6-6 tölur saumaðar í með ca 8½-9-9-8-8-8½ cm millibili. Tölur eru hnepptar á milli 2 stuðla í hægri kanti að framan. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #enchantedunderwoodjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.