Cathmounette skrifaði:
J'ai hâte que les explications soient publiées l'assemblage des couleurs est vraiment réussi
28.01.2020 - 14:40
Mary Ann Jansen skrifaði:
Prachtige kleuren
24.01.2020 - 11:00
Gudrun Seebacher skrifaði:
Macht Lust auf Sommer und zum Nacharbeiten!
22.01.2020 - 06:27
Fruit Cocktail skrifaði:
Beautiful colors!
17.01.2020 - 13:08
Brigitte skrifaði:
Habe etwas Ähnliches schon gemacht. Interessant mit den Zacken. Gut um Reste zu verarbeiten. Würde ich arbeiten.
16.01.2020 - 21:44
Marit Louise Jordhøy skrifaði:
Meadows
11.12.2019 - 01:05
Catch the Rainbow#catchtherainbowblanket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Heklað teppi með öldumynstri og röndum úr DROPS Paris.
DROPS 209-2 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Ef þú vilt hafa teppið breiðara, er hægt að bæta við auka einingum með öldumynstri. En mynstureiningin mælist ca 11 cm á breiddina. Bætið við 28 loftlykkjum í loftlykkjuröð fyrir hverja auka einingu sem bætt er við. Ein auka eining = 18 stuðlar fleiri þegar 1. umferð hefur verið hekluð til loka. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. RENDUR: Heklið 2 umferðir með hverjum lit. Heklið rendur þannig: 2 umferðir með litur 64, ametist 2 umferðir með litur 66, plóma 2 umferðir með litur 62, salvíugrænn 2 umferðir með litur 25, mosagrænn 2 umferðir með litur 61, lime 2 umferðir með litur 17, natur 2 umferðir með litur 41, sinnep 2 umferðir með litur 65, ryð 2 umferðir með litur 63, eyðimerkurrós 2 umferðir með litur 61, lime 2 umferðir með litur 66, plóma 2 umferðir með litur 17, natur 2 umferðir með litur 63, eyðimerkurrós 2 umferðir með litur 62, salvíugrænn 2 umferðir með litur 41, sinnep 2 umferðir með litur 64, ametist 2 umferðir með litur 25, mosagrænn 2 umferðir með litur 63, eyðimerkurrós 2 umferðir með litur 65, ryð 2 umferðir með litur 66, plóma 2 umferðir með litur 41, sinnep 2 umferðir með litur 17, natur 2 umferðir með litur 64, ametist 2 umferðir með litur 61, lime 2 umferðir með litur 62, salvíugrænn 2 umferðir með litur 25, mosagrænn 2 umferðir með litur 65, ryð ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. Mynstur og rendur er heklað samtímis. TEPPI: Hekli 194 LAUSAR loftlykkjur með heklunál 4,5 með litnum ametist – SJÁ HEKLLEIÐBEININGAR. Sjá útskýringu á RENDUR að ofan. Heklið síðan eftir mynsturteikningu A.1 þar sem 1. umferðin er hekluð þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, 1 stuðull í hvora af 2 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 5 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3 loftlykkjum *, endurtekið frá *-* 5 sinnum til viðbótar, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum = 127 stuðlar. Það eru 7 sikk sakk bogar á breiddina. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2 Í MYNSTURTEIKNINGU: 3 loftlykkjur (þessar 3 lykkjur koma í stað fyrsta stuðuls), * 1 stuðull í hvern af næstu 8 stuðlum, 1 stuðull um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 1 stuðull um sama boga, 1 stuðull í hvern af næstu 8 stuðlum, hoppið yfir 2 stuðla *, endurtakið frá *-* 6 sinnum til viðbótar. Snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (skiptið yfir í plóma): Sjá mynsturteikningu A.1. Heklið B 1 sinni, endurtakið C 6 sinnum. Endið umferð með að hekla D 1 sinni. UMFERÐ 4: Sjá mynsturteikningu A.1. Heklið D 1 sinni, endurtakið C 6 sinnum og endið umferð með að hekla B 1 sinni. Endurtakið síðan umferð 3 og 4, jafnframt er skipt um lit eins og stendur í útskýringu á RENDUR að ofan. Þegar allar rendur hafa verið heklaðar 1 sinni, endurtakið rendur frá byrjun. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 125 cm, eða að óskaðri lengd. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #catchtherainbowblanket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 209-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.