Heidi Lindstad skrifaði:
De 5m som skal strikkes i rillestrikk. De vil jo ikke bli riller når man strikker 2 p fra retten og så 2 p fra vrangen?
12.12.2024 - 19:00DROPS Design svaraði:
Hei Heidi. Husk det er en egen forklaring til RILLESTOLPENE, se øverst i oppskriften. 1.PINNE (= fra retten): Strikk rett. 2.PINNE (= fra retten): Strikk vrang. 3.PINNE (= fra vrangen): Strikk vrang. 4.PINNE (= fra vrangen): Strikk rett. mvh DROPS Design
16.12.2024 - 09:21
Elisabeth Sandberg skrifaði:
Jeg prøver å strikke Egyptian Feathers jacket. Legger opp 155 masker. Når jeg begynner på mønster stemmer ikke det. Hva er det som er feil
05.04.2024 - 09:43DROPS Design svaraði:
Hej Elisabeth, 5 ret, A.1B=12x12=144, A.2B=1,5ret=155 m :)
09.04.2024 - 09:53
Barbara skrifaði:
Endlich, nach fast einem Jahr mit einigen Unterbrechungen, habe ich die Jacke fertig gestrickt. Allerdings war mir der Ausschnitt zu weit und zu dehnbar geworden. Um dies auszugleichen, habe ich den Rand mit zwei Runden feste Maschen umhäkelt. Nun gefällt sie mir gut, auch wenn ein paar Fehler vorhanden sind.
29.08.2023 - 13:02
Carina Richard skrifaði:
Hej ! Jag har kommit till första ökningen i diagram A1.B varv 7. har då ökat 6m hur stickar jag dom på nästa varv ? mvh Carina
28.05.2023 - 19:24DROPS Design svaraði:
Hei Carina Du følger bare forklaringen til diagrammet / diagramikonene. I 7.rad i diagram A.1B felles og økes det like mange masker, slik at maskeantallet blir det sammen. Når du kommer til 11. rad økes det med 4 masker hver gang diagrammet strikkes, og så her vil du se hvordan det strikkes på rad 12 ved å følge forklaringen til diagrammet / diagramikonene. mvh DROPS Design
30.05.2023 - 10:14
Barbara skrifaði:
Hallo, ich bin gerade beim stricken der Ärmel angekommen. Ich verstehe hier etwas nicht. In der Anleitung steht: je 1 Masche aus den 8 unter dem Arm angeschlagenen Maschen auffassen . Wann werden die restlichen 6 Maschen dazu genommen? Oder nimmt man gleich am Anfang jeweils 4 Maschen dazu? ( und nicht eine, wie in der Anleitung) Ansonsten ist die Jacke bis jetzt schön geworden.
08.11.2022 - 19:00DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, bei der Verteilung haben Sie 8 Maschen angeschlagen, wo die Maschen der Ärmel stillgelegt waren, bei den Ärmeln fassen Sie jetzt 1 Masche in jeder diese 8 Maschen auf - diese Lektion zeigt ab Bild 18b) wie man die Ärmel auffasst und weiterstrickt. Viel Spaß beim stricken!
09.11.2022 - 08:20
Barbara skrifaði:
Hallo, ich habe gerade bei der Passe A.1B fertig gestrickt und möchte nun mit A.1C beginnen. Mir fällt allerdings auf, dass bisher nur die Farben natur und flieder verstrickt wurden. Auf der Abbildung ist aber doch auch graublau mit dabei. Wann kommt graublau zum Einsatz? Auch in der Strickschrift A.1C wird nur natur und flieder angegeben.\r\nMit vielen Grüßen, Barbara.
21.07.2022 - 15:34DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, schauen Sie mal bei "Hinweise zur Anleitung" unter "Streifen" - dort ist beschrieben, welche Farben Sie wann benutzen - auch graublau wird dort genannt. Viel Spaß beim Stricken!
28.07.2022 - 08:16
Lark Dearing Randall skrifaði:
Pattern says to work A.1A and A.2A for neck but I don’t see a chart A.1A or A.2A
02.11.2021 - 04:21DROPS Design svaraði:
Hi, they are next to the schematic drawing (on the right), at the bottom. Happy knitting!
02.11.2021 - 08:20
Lise Gunn skrifaði:
Nå er jeg en dreven strikker og har strikket A.1B i størrelse L. Når jeg går videre til A.C1 skjer det noe etter 9 omgang. Da passer ikke mønsteret lenger i slutten (eller det blir starten når skal videre i mønsteret. Har rekket opp hele A.1 C hele 7 ganger og kjenner tålmodigheten tar snart slutt. Hva skjer?
02.07.2021 - 12:02
Anita Bjørke skrifaði:
Hei! Jeg sliter med å skjønne diagram forklaringene. Jeg driver med M. A.1B den sorte ruten og de skrå (fellingene?). Kan noen forklare det litt bedre, eller eventuelt henvise til hvilken video som passer best? jeg klarer ikke å finne en som matcher... Skal jeg virkelig lese fra høyre på noen omganger og fra venstre på andre? Da bør jo dette stå opplyst ett sted i oppskriften. Har rekket opp flere ganger, og råd ført meg med min mor som har strikket i 40 år...
04.05.2021 - 13:53DROPS Design svaraði:
Hei Anita. Du kan sjekke denne videoen for å se hvordan den sorte ruten strikkes (men bare lag 1 kast), Hvordan øke 4 masker strikket med 2 farger i helpatent i 1 maske og kast Foreløpig har vi ingen video som viser de skrå fellingene (men det kommer). Når man strikker etter diagram, strikker man 1. pinne fra høyre til venstre og 2. pinne fra venstre til høyre, dersom det ikke står annet forklart i oppskriften. I denne oppskriften står det forklart med diagramikoner til høyre på diagrammene (opp ned trekant, stjerne, sirkel og sort stjerne). mvh DROPS design
10.05.2021 - 09:01
Yvonne skrifaði:
Har stickat rätt många år, men klarar inte o förstå mönstret. Läst på det i två dagar nu.
30.03.2021 - 15:47
Egyptian Feathers Jacket#egyptianfeathersjacket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tveggja lita klukkuprjóni og röndum í sikk-sakk mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-29 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN Í GARÐAPRJÓNI (prjónað fram og til baka vegna mynsturs með klukkuprjóni þannig): UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið brugðið. UMFERÐ 3 (= frá röngu): Prjónið brugðið. UMFERÐ 4 (= frá röngu): Prjónið slétt. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Fyrst er prjónað mynstur A.1A/A.2A (= stroff í kanti í hálsmáli). Þegar A.1A hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.1B/A.2B yfir A.A. Þegar A.B hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.1C/A.2C yfir A.B. RENDUR: Þegar klukkuprjón er prjónað með tveimur litum, prjónið fram og til baka á hringprjón þannig: Prjónið 1. Umferð frá réttu með litur-2, færið allar lykkjur til baka í hinn endann á hringprjóninum þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu, nema með litur-1. Snúið síðan stykkinu, prjónið 1. umferð frá röngu með litur-2, færið allar lykkjur til baka á hinn endann hringprjóninum og prjónið næstu umferð einnig frá röngu, nema með litur-1. Það eru prjónaðar 2 umferðir frá réttu með sitt hvorum litnum og 2 umferðir frá röngu með sitt hvorum litnum. Það eru einnig prjónaðar rendur í klukkuprjóni, þ.e.a.s. litur-1 = slétta lykkjan frá réttu er prjónuð og litur-2 = prjónað er í brugðnu lykkjuna frá réttu. Stillið af að hver rönd endar eftir 2 umferðir frá röngu. RÖND 1: Litur-1 = fjólublár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 5 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 2: Litur-1 = gráblár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 9 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 3: Litur-1 = natur, litur-2 = fjólublár. Prjónið þar til A.1c og A.2c hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Síðasta umferðin í mynsturteikningu er prjónuð með litnum fjólublár frá réttu. Prjónið síðan rendur á berustykki og fram- og bakstykki þannig (kantar að framan í garðaprjóni eru prjónaðir eins og áður): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið brugðið með litnum natur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt með litnum fjólublár. Færið allar lykkjur til baka á hinn endann á hringprjóni þannig að hægt sé að prjóna næstu umferð frá röngu. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið slétt með litnum natur. UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið slétt með litnum fjólublár. Færið allar lykkjur til baka á hinn endann á hringprjóninum þannig að hægt sé að prjóna næstu umferð frá réttu. Endurtakið umferð 1 til 4. LEIÐBEININGAR-1: Ef þú ert ekki viss um hvaða lit þú átt að prjóna með næst, þá getur þú alltaf séð hvaða litur var prjónaður í fyrri umferð á kantlykkjum að framan. LEIÐBEININGAR-2: Allur lykkjufjöldi sem er gefinn upp þegar prjónað er klukkuprjón er án uppsláttar, þar sem uppslátturinn tilheyrir sléttu lykkjunni og er talið saman sem 1 lykkja (ef annað er ekki tekið fram). ÚRTAKA (á við um miðju undi ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 331 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim fjölda lykkja sem eftir er 321 lykkjur með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 80,25. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 80. hverja lykkju (ekki er aukið út yfir kanta að framan). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Allar útaukningar eru gerðar frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur brugðið (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðið frá réttu og slétt frá röngu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur saman og prjónið síðustu lykkjuna. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður venjulega svo það myndist gat (þ.e.a.s. uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn). Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu með ca 9-9-8-8-8½-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykki er prjónað í tveggja lita klukkuprjóni með sikk-sakk mynstri, síðan er stykkið prjónað í sléttprjóni með rönguna út og rendur með 1 umferð af hverjum lit. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 131-143-143-155-155-167 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið frá röngu þannig: 5 sléttar kantlykkjur að framan, prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir og endið með 5 sléttar kantlykkjur að framan. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= alls 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum), prjónið A.2A (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.1A og A.2A hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið síðan mynstur þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu með litnum natur): Prjónið 5 lykkjur KANTUR AÐ FRAMAN Í GARÐAPRJÓNI – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1B þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= alls 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum), prjónið A.2B (= 1 lykkja) og endið með 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan. Færið allar lykkjur til baka á hinn endann á hringprjóninum þannig að næsta umferð sé prjónuð með litur-1 frá réttu. Lesið RENDUR, LEIÐBEININGAR-1 og LEIÐBEININGAR-2 og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1B og A.2B hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 251-275-319-347-395-427 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 9-9-9-9-11-11 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Prjónið nú A.1C yfir A.1B og A.2C yfir A.2B. Þegar A.1C og A.2C hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 331-363-407-443-467-505 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 17-17-19-19-21-21 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Haldið áfram með sléttar lykkjur frá röngu og brugðnar lykkjur frá réttu, 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan í hvorri hlið og rendur eins og áður. Þegar stykkið mælist 19-19-21-21-21-21 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út jafnt yfir þannig: Aukið út um 4-4-4-4-8-8 lykkjur með 2 cm millibili alls 1-2-1-1-2-2 sinnum = 335-371-411-447-483-521 lykkjur – sjá ÚTAUKNING-1. Þegar stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti (mælt meðfram kanti að framan) skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan eins og áður, prjónið eins og áður yfir næstu 49-53-58-66-72-78 lykkjur (= kantur að framan), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 99-107-117-129-145-159 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 49-53-58-66-72-78 lykkjur og endið með 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan eins og áður. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 223-239-259-287-315-341 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Haldið áfram fram og til baka eins og áður með sléttum lykkjum frá röngu og brugðnum lykkjum frá réttu, 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan í hvorri hlið við miðju að framan og rendur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½-2½-2½-3-3-2½ cm millibili alls 10-10-10-9-9-11 sinnum = 263-279-299-323-351-385 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-28-29-29-29-29 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantur að framan er prjónaður eins og áður), þar sem aukið er út um 18-20-18-18-17-19 lykkjur jafnt yfir (ekki auka út yfir kanta að framan) = 281-299-317-341-368-404 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið síðan stroff með litnum natur þannig (fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2 cm. Fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-74-84-88-92-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-82-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið brugðið hringinn í röndum með til skiptis 1 umferð með litnum natur og 1 umferð með litnum fjólublár. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-13-17-18-19-21 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 41-40-39-38-36-34 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir 2 cm að loka máli. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-1-2-0-1-2 lykkjur jafnt yfir = 54-57-60-60-63-66 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #egyptianfeathersjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.