Chiara Cazzaniga skrifaði:
Lo schema del motivo centrale (26 maglie), una volta eseguito non rispecchia quello del modello. Volevo capire se lo schema va eseguito da sinistra a destra su tutti i ferri. Grazie.
21.10.2018 - 06:30Chiara Fabbri skrifaði:
Dear Drops Design Team, I would like to know if the knitting tension of 17 stitches in width and 22 rows in height with stocking stitch = 10 x 10 cm is meant to be achieved with the larger or the smaller needle requested. That is to say...if my gauge is 10x10 with 4mm needles, do I have to switch to a smaller size for the ribbing or to increase of a size in the whole piece? Thank you very much for your kind attention Regards Chiara
23.08.2018 - 15:18DROPS Design svaraði:
Dear Chiara, the gauge indicated is to be reached with larger needles. If you get that gauge, you have to swtich to smaller needles for the rib. Happy knitting!
23.08.2018 - 15:52
Wintry Set#wintryset |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð húfa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað með köðlum og áferðamynstri. Prjónað hálsskjól úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað með áferðamynstri.
DROPS 192-5 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.12. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.12). Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.13 til A.16. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (jafnt yfir – á við um hálsskjól): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 43 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 5,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 107-113 lykkjur á hringprjón 4 með Nepal. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið stroff þannig: A.1 (= 13 lykkjur), A.2 (= 26 lykkjur), A.3 (= 14 lykkjur), A.4 yfir síðustu 54-60 lykkjurnar (= 18-20 mynstureiningar með 3 lykkjum). Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið A.5 (= 13 lykkjur) yfir A.1, A.6 (= 26 lykkjur) yfir A.2 – byrjið A.6 í umferð merktri fyrir þína stærð, A.7 (= 14 lykkjur) yfir A.3 og A.8 yfir A.4 (= 18-20 mynstureiningar með 3 lykkjum). Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina er allt mynstur A.6 endurtekið 1 sinni til viðbótar á hæðina í báðum stærðum, þær lykkjur sem eftir eru halda áfram eins og áður. Haldið áfram þar til A.6 er lokið á hæðina. Stykkið mælist ca 21-22 cm. Fækkið nú lykkjum í mynstri, þ.e.a.s. prjónið áfram þannig: Prjónið A.9 (= 13 lykkjur) yfir A.5, A.10 (= 26 lykkjur) yfir A.6, A.11 (= 14 lykkjur) yfir A.7 og A.12 (= 6-5 mynstureiningar með 9-12 lykkjum) yfir A.8. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar mynsturteikning A.9 til A.12 hefur verið prjónað til loka eru 27-30 lykkjur í síðustu umferð. Næsta umferð er prjónuð 1-0 lykkja slétt, síðan eru lykkjurnar prjónaðar slétt saman 2 og 2 =14-15 lykkjur. Prjónið 0-1 lykkju slétt, síðan eru lykkjurnar prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 7-8 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 27-28 cm á hæðina. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í 2 stykkjum, neðan frá og upp að klauf. Síðan eru stykkin sett saman og prjónað er áfram í hring á hringprjóna. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 43-48 lykkjur á hringprjón 4 með Nepal. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-9 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 51-57 lykkjur. Prjónið síðan þannig – frá réttu: A.13 (= 6 lykkjur), endurtakið A.14 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 13-15 mynstureiningar með 3 lykkjum) og A.15 (= 6 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 15-17 cm. Nú er klaufin tilbúin. Geymið stykkið og prjónið annað stykki á sama hátt – passið uppá að endað sé í sömu umferð á mynstri. Setjið bæði stykkin á sama hringprjón = 102-114 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið síðan í hring, prjónið A.14 yfir allar lykkjur (= 34-38 mynstureiningar með 3 lykkjum) – haldið áfram í réttri umferð í mynsturteikningu. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist ca 23-27 cm – stillið af eftir umferð prjónaðri í sléttprjóni. Prjónið síðan A.16 yfir allar lykkjur (= 34-38 mynstureiningar með 3 lykkjum). Haldið áfram með þetta mynstur í 3 cm, fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintryset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.