Ulrike skrifaði:
Wo finde ich die Maßskizze?
02.11.2022 - 20:51DROPS Design svaraði:
Liebe Ulrike, die Maßskizze finden Sie ganz unten, nach der schriftlichen Anleitung. Viel Spaß beim stricken!
03.11.2022 - 09:56
Lotta Larsson Vestlund skrifaði:
Garnåtgång med drops air står det 650g i storlek L. Då man ska använda dubbelt garn är det inräknat i dom 650g eller ska det dubblas till 1300g?
26.05.2022 - 14:55DROPS Design svaraði:
Hej Lotta. Det är inräknat i de 650 g i storlek L, så det är garnåtgång med dubbelt garn med Air. Mvh DROPS Design
27.05.2022 - 09:52
Helga Kommer skrifaði:
Patroon voor witte wol
07.10.2018 - 20:22
Vaudeleau skrifaði:
Bonjour, Je ne trouve pas de correspondance entre le diagramme et les explications au niveau des dimensions. Y'a-t-il une erreur ou bien c'est moi qui me trompe ? et si oui, faut-il suivre les nombres du diagramme ou ceux des explications ? Merci d'avance pour votre aide
14.02.2018 - 20:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vaudeleau, le schéma du bas de page donne les mesures prises à plat pour chaque taille, ainsi, avec un échantillon de 11 m = 10 cm, vous obtiendrez les mesures indiquées dans le schéma. Bon tricot!
15.02.2018 - 09:53
Miren skrifaði:
Me gustaría saber cómo adaptar o leer el patrón para hacerlo en dos agujas en vez de en circulares. muchas gracias!
25.08.2016 - 07:58DROPS Design svaraði:
Hola Miren. En este modelo las agujas circulares se usan para tener el suficiente espacio para todos los pts. Se pueden usar las explicaciones del patrón sin cambios para trabajar con agujas rectas.
25.08.2016 - 16:01
Kari Foss skrifaði:
Går det an å strikke denne kraven større slik at det kan bli en hette??
12.10.2015 - 21:50DROPS Design svaraði:
Hej Kari. Det er da sikkert muligt. Pröv dig lidt frem og hent eventuel inspiration i andre af vores mönstre med hette.
13.10.2015 - 14:45
Lazy Days Jacket |
|
|
|
Prjónuð peysa í garðaprjóni, kraga og klauf úr 1 þræði DROPS Cloud eða 2 þráðum DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS Extra 0-1138 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: (Umferð 1 = rétta): Prjónið * 1 umf sl, 1 umf br, 2 umf sl *, endurtakið frá *-* upp úr MÆLING: Öll mál eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægra framstykki. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 32, 40 og 48 cm. STÆRÐ M: 33, 41 og 49 cm. STÆRÐ L: 35, 42 og 50 cm. STÆRÐ XL: 35, 43 og 51 cm. STÆRÐ XXL: 34, 43 og 52 cm. STÆRÐ XXXL: 35, 44 og 53 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 56-60-64-70-76-82 l á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið GARÐAPRJÓN- sjá utskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20 cm eru sett prjónamerki í hvora hlið á stykki fyrir klauf – LESIÐ MÆLING. Þegar stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm fellið af 1-1-2-4-5-5 l fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 54-58-60-62-66-72 l. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm fellið af miðju 20-22-22-22-24-24 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umf frá hálsmáli er felld af 1 l = 16-17-18-19-20-23 l eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 32-34-36-39-42-45 l (meðtaldar 4 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 8 með Cloud. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 20 cm er sett eitt prjónamerki í lok umf frá réttu fyrir klauf. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm, fellið af 1-1-2-4-5-5 l fyrir handveg í byrjun á umf frá röngu = 31-33-34-35-37-40 l. Þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm setjið fyrstu 10-11-11-11-12-12 l frá réttu á þráð fyrir hálsmáli. Eftir það eru l felldar af við háls í hverri umf þannig: 2 l 1 sinni og 1 l 3 sinnum = 16-17-18-19-20-23 l. Fellið af þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. setjið eitt prjónamerki fyrir klauf í byrjun á umf frá réttu. Fellið af fyrir handveg í byrjun á umf frá réttu og fellið af fyrir hálsmáli frá röngu. Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstra framstykki. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 24-24-26-26-28-28 l á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Prjónið síðan MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 l á hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 7-6-6-5-5-4 cm millibili til viðbótar 5-6-6-7-7-8 sinnum = 36-38-40-42-44-46 l. Fellið af þegar stykkið mælist 48-48-48-48-47-46 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. KRAGI: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Byrjið frá réttu á hægra framstykki og takið upp ca 54-59 l (meðtaldar l af þræði að framan). Prjónið garðaprjón í 12 cm, fellið af með 2 þráðum frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í – saumið í ysta lykkjubogann á ystu l svo að saumurinn verði flatur. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt niður að prjónamerki fyrir klauf – saumið í ysta lykkjubogann í ystu l. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1138
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.