Lizette Raun Andersen skrifaði:
Den er flot. Skal helt sikkert strikkes.
26.07.2015 - 12:18Aurora Fernandez skrifaði:
Hermoso. Tambien si hay opción para dos agujas sería bueno para mi, me custa tejer en aguja circular. Gracias
10.07.2015 - 05:10
Annette Scharff skrifaði:
Rigtig flot jakke, den skal jeg strikke.
26.06.2015 - 06:25
Jeanette Rehder skrifaði:
Super flot jakke, den skal jeg helt sikkert strikke
21.06.2015 - 11:25
Karin Witte skrifaði:
Mir gefällt die Jacke warte auf die Anleitung . Sieht schon auf dem Bild klasse aus
19.06.2015 - 16:24
Agnes skrifaði:
Dit model spreekt me geweldig aan
15.06.2015 - 14:07
Maria skrifaði:
Ojalá no hubiese que utilizar agujas circulares. Original y precioso. Por favor si hay varias opciones de trabajo para un modelo dadnos las opciones que podamos elegir la herramienta que mejor se adapte a nuestros conocimientos. Yo lo de las agujas circulares lo llevo muy mal.Gracias.
14.06.2015 - 20:57
Adele skrifaði:
Ob ich mich da rantraue? Da brauchts wirklich eine gute anleitung. Sehr verlockend.
14.06.2015 - 05:58
Eva Theising skrifaði:
Habe die Jacke schon 2 mal nach Eigenkreation gestrickt ist immer ein echter Hingucker!!!
11.06.2015 - 19:28
Gaby skrifaði:
Ich werde sie wieder stricken. Diese Jacke war vor ein paar Jahren schon einmal in kraus rechts aus Fabel in einem Heft. Ich habe sie gestrickt und liebe sie - ein echtes Designerstück.
09.06.2015 - 14:11
Dinner Date#dinnerdatecardigan |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima með stuttum umferðum, sjalkraga og gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 165-24 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR: Prjónaðer eru stuttar umferðir til að ná fram bogalaga formi á stykkinu. Stuttar umferðir eru prjónaðar þannig: UMFERÐ 1-2: Prjónið 45-50-55-60-65-70 l, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 3-4: Prjónið 42-47-52-57-62-67 l, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 5-6: Prjónið 40-45-50-55-60-65 l, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 7-8: Prjónið 37-42-47-52-57-62 l, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 9-10: Prjónið 35-40-45-50-55-60 l, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram með að prjóna til skiptis 2 og 3 l færri í hverjum snúning til: STÆRÐ S: Umferð 35/36: Prjónið 2 l, snúið við og prjónið til baka. Umferð 37/38: prjónið yfir allar 47 l, snúið við og prjónið til baka. Endurtakið frá umf 1. STÆRÐ M: Umferð 39/40: Prjónið 2 l, snúið við og prjónið til baka. Umferð 41/42: Prjónið yfir allar 52 l, snúið við og prjónið til baka. Endurtakið frá umf 1. STÆRÐ L: Umferð 43/44: Prjónið 2 l, snúið við og prjónið til baka. Umferð 45/46: Prjónið yfir allar 57 l, snúið við og prjónið til baka. Endurtakið frá umf 1. STÆRÐ XL: Umferð 47/48: Prjónið 2 l, snúið við og prjónið til baka. Umferð 49/50: Prjónið yfir allar 62 l, snúið við og prjónið til baka. Endurtakið frá umf 1. STÆRÐ XXL: Umferð 51/52: Prjónið2 l, snúið við og prjónið til baka. Umferð 53/54: Prjónið yfir allar 67 l, snúið við og prjónið til baka. Endurtakið frá umf 1. STÆRÐ XXXL: Umferð 55/56: Prjónið2 l, snúið við og prjónið til baka. Umferð 57/58: Prjónið yfir allar 72l, snúið við og prjónið til baka. Endurtakið frá umf 1. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist 1 og 5 cm í öllum stærðum (eftir að stuttar umferðrnar hafa verið prjónaðar). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð í stykkjum og saumuð saman í lokin. BAKSTYKKI: Bakstykkið er prjónað í 2 stykkjum. NEÐRA STYKKI: Fitjið upp 47-52-57-62-67-72 l á hringprjóna nr 4 með Lima. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – fram og til baka yfir allar l þar til stykkið mælist 40-44-48-53-58-65 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fellið af. EFRA STYKKI: Prjónið upp 1 l í hverja rönd í garðaprjóni meðfram annarri langhliðinni á neðra stykki. Í næstu umf (prjónið sl frá röngu) er lykkjufjöldinn jafnaður út til 86-93-100-114-121-135 l. Prjónið síðan þannig (frá réttu): 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 84-91-98-112-119-133 l, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist alls 39-40-41-42-43-44 cm (mælt frá hlið neðst á peysu). Nú er fellt af í hvorri hlið fyrir handveg. Fellið af í byrjun á hverri umf: 3 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 0-1-2-3-4-6 sinnum og 1 l 1-1-2-3-3-5 sinnum = 78-81-82-84-87-89 l. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af miðju 18-19-20-20-21-23 l af fyrir hálsmáli. Í næstu umf er felld af 1 l við hálsmál = 29-30-30-31-32-32 l eftir á hvorri öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Allt stykkið er prjónað fram og til baka í garðaprjóni, þ.e.a.s. prjónað er sl í hverri umf. Fitjið upp 47-52-57-62-67-72 l á hringprjóna nr 4 með Lima. Prjónið STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta). Prjónið stuttar umferðir (1.-38.-42.-50.-54.-58. umf) alls 5 sinnum, boginn mælist nú ca 45-50-55-60-64-69 cm lengst út. Prjónið síðan fram og til baka yfir allar l. Fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm (mælt frá hlið neðst á peysu). Í næstu umf frá röngu byrjar úrtaka fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 43-46-48-47-50-49 l. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Fellið nú af síðustu 29-30-30-31-32-32 l í hlið fyrir öxl = 14-16-18-16-18-17 l eftir í umf fyrir kraga. Prjónið síðan út umf. Prjónið stuttar umferðir þannig (1. umf = rétta): * prjónið fram og til baka yfir allar l, fram og til baka yfir 7-8-9-8-9-8 l við miðju að framan *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 7-7-7-8-8-9 cm (mælt frá stystu hliðinni) frá þeim stað þar sem fellt var af fyrir öxl. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 47-52-57-62-67-72 l á hringprjóna nr 4 með Lima. Prjónið 1 umf slétt frá réttu. Prjónið síðan á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt (1. umf í stuttum umferðum er prjónuð frá röngu). ERMI: Ermin er prjónið fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 44-44-51-51-58-58 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4 með Lima. Prjónið 4 umf garðaprjón, prjónið síðan þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 42-42-49-49-56-56 l, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið A.1 3 sinnum á hæðina, prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið, endurtakið útaukningu með 3-2½-2½-2-2-1½ cm millibili 11-14-13-16-16-19 sinnum til viðbótar = 68-74-79-85-92-98 l. Þegar stykkið mælist 48-47-47-46-46-44 cm (ATH! Styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af í hvorri hlið fyrir ermakúpu. Fellið af í byrjun á hverri umf þannig: 3 l 1 sinni og 2 l 4-4-5-5-6-6 sinnum og 1 l 0-1-1-1-1-3 sinnum. Fellið síðan af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 54-54-55-55-56-56 cm, fellið af 3 l í hvorri hlið 1 sinni. Fellið af þær l sem eftir eru, stykkið mælist ca 55-55-56-56-57-57 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermi í. Saumið erma- og hliðasauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið saman kraga við miðju að aftan og saumið við affellingu á hálsmáli á bakstykki. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dinnerdatecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 165-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.