Doucet skrifaði:
Bonjour, je tricote les augmentations du raglan suivant explications T S mais celles-ci semblent n'être que d'un côté du marqueur...je ne comprends pas comment augmenter de chaque côté du marqueur. Avant marqueurs 2 et 4 il reste 0 mailles, il n'y a donc pas d'augmentation avant le marqueur? Merci d'avance pour votre aide
16.03.2015 - 23:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Doucet, le raglan et l'empiècement ont été reformulés, il est recommandé d'imprimer à nouveau les explications. Bon tricot!
01.06.2015 - 16:02
Jeanette skrifaði:
Hei, Etter å ha kjempet meg gjennom feilen som står i heftet ang mønsteret bak har jeg oppdaget enda ett problem, jeg får ikke antallet masker etter økningen på str L til å stemme med det som skal være før man tar av maskene til ermet. Etter å ha regnet på økningene kommer jeg fremdeles fram til at man skal stå igjen med 348 masker på pinnen og ikke 338 som det står i oppskriften, hvordan løser jeg dette?
16.03.2015 - 22:12DROPS Design svaraði:
Hej Jeanette, Jo men opskriften stemmer. Du har 154 m, tager 16 m ud 2 gange, og så tager du 8 m ud totalt 19 gange = 338 m. God fornøjelse!
21.05.2015 - 09:40
Happy Knitter skrifaði:
Kære drops, Jeg er godt i gang med at strikke denne superb kjole, men ifølge tegningen er rygstykket 6 cm højere end forstykket. Jeg kan ikke se hvor i opskriften det er beskrevet. Kan i hjælpe mig ? mvh Happy knitter
16.03.2015 - 18:27DROPS Design svaraði:
Hej Happy Knitter, de 6 cm er målet fra starten af raglanovergangen og op til skulderen og det er ens både foran og bagpå, så dem får du automatisk når du følger opskriften. God fornøjesel!
18.05.2015 - 12:28
Elizabeth Knudsen skrifaði:
Jeg synes det blir for mye mønster med det store hullmønstret bak på ryggen i tillegg til den store hullmønsterborden nede på skjørtet. Enten eller, etter min smak. Men jeg skulle gjerne strikket kjolen og kun ha det lille hullmønstret som er oppe på forstykket, både foran og bak.
16.03.2015 - 11:44
Hina skrifaði:
Ser at Nina har skrevet at det er str for lite i avsnittet om bærestykke. Jeg får samme problem, mønstret mitt kommer ikke på midten bak. Strikker i str xl, og lurer nå på hvor mange masker jeg må strikke rett etter 3.merke slik at mønstret bak på ryggen havner midten??
12.03.2015 - 20:35DROPS Design svaraði:
Hej Hina, opskriften er rettet, skriv gerne en ny ud med rettelserne. God fornøjelse!
21.05.2015 - 14:02
Aurora skrifaði:
Buongiorno a tutti, vi ringrazio molto per i consigli e l'attenzione,provo cosi' poi vi faro' sapere. Cordiali saluti. Aurora.
11.03.2015 - 08:21
Aurora skrifaði:
Buongiorno a tutti, volevo gentilmente sapere se questo modello lo posso eseguire anche dal basso verso l'alto,( perche' mi piace molto ma proprio non riesco a lavorare top down),e se si, potreste darmi qualche indicazione? In attesa di un riscontro porgo cordiali saluti. Aurora.
10.03.2015 - 11:05DROPS Design svaraði:
Buonasera Aurora. In base alla sua esperienza, potrebbe provare a modificare le istruzioni partendo dalla fine e procedendo passo passo verso l’inizio, con le opportune modifiche (p.es diminuzioni al posto di aumenti). Purtroppo non ci è possibile fornirle le spiegazioni dettagliate per la lavorazione dal basso verso l’alto. Buon lavoro!
10.03.2015 - 22:50
Maren Hasenkopf skrifaði:
Please explain when to slip the marker at raglan increases. Do I slip the marker on the first and third marker before or after the yarn over?
08.03.2015 - 16:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hasenkopf, raglan and yoke have been rephrased - it may be better to print pattern once again with corrections. Happy knitting!
01.06.2015 - 16:02
Elin skrifaði:
Jeg tror jeg har funnet ut av det, Nina. Hvis du lar det første kastet på den første raglanøkningen være på forstykkesiden av merketråden din vil maskeantallet på forstykket øke. Når du kommer til det andre merket blir det omvendt, da blir det kastet ETTER de tre raglanmaskene som blir økningen på bakstykket. Så gjentar du når du kommer til det andre ermet. Oppskriften er litt kronglete skrevet, men hvis du gjør det sånn blir det riktig! :)
07.03.2015 - 21:24
Nina Skaug skrifaði:
Strikker står S og det blir kun øking på ermene mellom ermemarkørene og ikke noe økning på for og bakstykket. Dette bli feil!!!!!
07.03.2015 - 13:45
Summer Feeling#summerfeelingdress |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll úr DROPS Muskat eða DROPS Belle með gatamynstri. Prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL
DROPS 160-1 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.6. ÚRTAKA: Fækkið um 1 l á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 1 l á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. LASKALÍNA: Aukið út mismunandi fyrir laskalínu eftir stærðum: STÆRÐ S-M: Aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki (= alls 8 l fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l snúin sl, 1 l sl (= l með prjónamerki), 1 l snúin sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umf, það eiga að myndast göt. Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf 17-19 sinnum til viðbótar. ATH: Útaukning við 1. prjónamerki er gerð þannig: Í byrjun á umferð: 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í lok umferðar: Sláið 1 sinni uppá prjoninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki). STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Aukið út í annarri hverri umf þannig: Aukið út um 2 l hvoru megin við hvert prjónamerki (= alls 16 l fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l snúin sl, 1 l sl (= l með prjónamerki), 1 l snúin sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn (fyrsti og síðast uppslátturinn er prjónaður snúinn sl í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt, en í 2 miðju uppsláttunum eiga að myndast göt. ATH: Útaukning við 1. prjónamerki er gerð þannig: Í byrjun á umferð: 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í lok umferðar: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki). Endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð 1-1-1-3 sinnum til viðbótar. Aukið síðan út þannig: Aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki (= alls 8 l fleiri) þannig: sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l snúin sl, 1 l sl (= l með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umf, það eiga að myndast göt. Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf alls 19-20-22-21 sinnum. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndast göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 134-134-140-144-144-148 l á hringprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið A.1 (= 2 l) yfir allar l. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt og aukið út um 16-20-14-22-42-46 l jafnt yfir = 150-154-154-166-186-194 l. Í næstu umf eru sett 4 prjónamerki í stykkið, 1 prjónamerki í miðju l í laskalínu þannig: Setjið 1. prjónamerki í síðustu l frá fyrri umf, prjónið 45-47-49-55-65-71 l sl (= framstykki), prjónið 1 l og setjið 2. prjónamerki í þessa l, prjónið 28-28-26-26-26-254 l sl (= ermi), prjónið 1 l sl og setjið 3. prjónamerki í þessa l, prjónið 45-47-49-55-65-71 l sl (= bakstykki), prjónið 1 l og setjið 4. prjónamerki í þessa l, prjónið 28-28-26-26-26-24 l sl (= ermi). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú þannig – JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan: Prjónið hálfa útaukningu fyrir laskalínu að 1. prjónamerki (sjá útskýringu að ofan), prjónið 13-14-14-17-22-25 lykkjur slétt, A.2 (= 17 l), prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 2. prjónamerki, prjónið LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 3. prjónamerki, prjónið laskalínu, 0-1-1-4-9-12 lykkjur slétt, A.3 (= 43 l), prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 4. prjónamerki, prjónið laskalínu, prjónið sl þar til eftir eru 1-1-2-2-2-2 l á undan 1. prjónamerki, prjónið laskalínu. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni þar þær prjónast inn í mynstur eins og útskýrt er í A.3. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón yfir þessar l. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.4 (= 57 l) yfir A.3. Eftir alla útaukningu eru 294-314-338-358-394-426 l á prjóni. Stykkið mælist ca 14-15-16-17-18-19 cm. Haldið áfram með mynstur og sléttprjón eins og áður JAFNFRAMT er prjónað þannig: Prjónið fyrstu 81-87-95-103-117-129 l (= framstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 l undir ermi (setjið prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja), prjónið næstu 81-87-95-103-117-129 l (= bakstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 l undir ermi (setjið prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja) = 174-186-202-222-250-274 l eftir á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram að prjóna A.4 og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki á hliðum (= 4 l færri) – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 2½-4-4-4-4-4 cm millibili 5-3-3-3-3-3 sinnum til viðbótar = 150-170-186-206-234-258 l. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón yfir allar l. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm setjið 4 ný prjónamerki þannig: Prjónið 15-17-19-21-25-27 l, setjið 1. prjónamerki, prjónið 45-51-55-61-67-75 l, setjið 2. prjónamerki, prjónið 30-34-38-42-50-54 l, setjið 3. prjónamerki, prjónið 45-51-55-61-67-75 l, setjið 4. prjónamerki, prjónið þær l sem eftir eru 15-17-19-21-25-27 l. prjónamerki 1. og 2. eru á framstykki og prjónamerki 3. og 4. eru á bakstykki. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Í næstu umf er aukið út um 1 l á undan 1. og 3. prjónamerki og 1. l á eftir 2. og 4. prjónamerki (= 4 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. ATH: Lykkjufjöldi við miðju að framan og við miðju að aftan verður sá sami, aukið út í hliðar-l. Endurtakið útaukningu í 6. hverri umf 1 sinni til viðbótar, síðan í 4. hverri umf alls 6-5-6-5-6-10 sinnum, síðan í annarri hverri umf alls 22-18-22-18-18-8 sinnum = 270-270-306-306-338-338 l. Í næstu umf er aukið út um 2-2-0-0-2-2 l jafnt yfir = 272-272-306-306-340-340 l. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 45-46-47-48-49-50 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 25 cm). Prjónið nú A.6 (= 34 l) alls 8-8-9-9-10-10 sinnum á breiddina. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið A.5 yfir allar l. Fellið af. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Setjið til baka l af þræði á sokkaprjóna nr 4 og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 l undir ermi = 72-76-80-84-88-92 l. Prjónið sléttprjón í 2 cm, í næstu umf er fækkað um 8 l jafnt yfir = 64-68-72-76-80-84 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið A.5 yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið op undir ermi. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summerfeelingdress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 160-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.