BalCat skrifaði:
Le béret est splendide, j'aime beaucoup le capelet assorti. L'enesmble est très féminin. CAT =^..^=
17.06.2012 - 11:46
Hanne skrifaði:
Virkeig sød hat
13.06.2012 - 11:24
Garnteufelchen skrifaði:
Das Set ist echt hübsch...
10.06.2012 - 21:21
THERESE skrifaði:
Vraiment un beau travail de crochet!
07.06.2012 - 11:10
Corry skrifaði:
Altijd is Kortjakje ziek ... Hoeft niet van mij.
06.06.2012 - 03:42
Jeanette skrifaði:
Schick! :-))))
03.06.2012 - 22:38
MoaOline skrifaði:
En riktig pionknopp! Ett engelskt namn kunde vara: Peony bud beret.
03.06.2012 - 18:42
Tina skrifaði:
Lovely hat for the days in fall when it's not really super cold yet. Love the color! Name suggestion: Parisian Flower Basque
03.06.2012 - 11:22
Elke skrifaði:
Die Mütze hat was.....
31.05.2012 - 18:49
Blissfull Blossom#dropsblissfullblossomset |
|
![]() |
![]() |
Hekluð basker / alpahúfa úr DROPS Karisma og DROPS Kid-Silk.
DROPS 140-18 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta fl í umf með fl er skipt út fyrir 1 ll og umf endar með 1 kl í ll í byrjun umf. Fyrsti hst í umf með hst er skipt út fyrir 2 ll og umf endar með 1 kl í 2. ll í byrjun umf. Fyrsti st í umf með st er skipt út fyrir 3 ll og umf endar með 1 kl í 3. ll í byrjun umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BASKER / ALPAHÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. BASKER / ALPAHÚFA: Heklið 4 ll með heklunál nr 5 með 1 þræði af Karisma + 1 þræði af Kid-Silk (= 2 þræðir) og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 2 ll (= 1 hst), heklið 11 hst um ll- hringinn og endið með 1 kl í 2. ll í byrjun umf = 12 hst. UMFERÐ 2: Heklið 4 ll (= 1 st + 1 ll), * 1 st í næsta hst, 1 ll *, endurtakið frá *-* út umf og endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 12 st með 1 ll á milli hverra. UMFERÐ 3: Heklið 1 kl um fyrstu ll, * 3 ll, 1 fl um næstu ll *, endurtakið frá *-* út umf og endið með 3 ll og 1 kl í kl í byrjun umf = 12 ll-bogar. UMFERÐ 4: Snúðu ll-bogunum að þér og heklið 1 ll, 1 fl um ll frá umf 2 (þ.e.a.s. heklað er á bakhlið fyrri umf með ll-bogum), * 3 ll, 1 fl um næstu ll frá umf 2 *, endurtakið frá *-* út umf og endið með 3 ll og 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf = 12 ll-bogar. UMFERÐ 5: Heklið kl að miðju fyrsta ll-boga frá umf 4, 1 fl, * 4 ll, 1 fl um næsta ll-boga (frá umf 4) *, endurtakið frá *-* út umf og endið með 4 ll og 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf = 12 ll-bogar. UMFERÐ 6: Heklið 1 ll, 1 fl um fyrsta ll-boga, 4 ll, 1 st í 1. ll sem var hekluð, 1 fl um sama ll-boga, * 1 fl í næsta ll-boga, 4 ll, 1 st í 1. ll sem var hekluð, 1 fl í sama ll-boga *, endurtakið frá *-* út umf og endið með 1 kl í ll í byrjun umf = 12 fylltir bogar UMFERÐ 7: Heklið kl fram að toppi á fyrsta fyllta boga, 1 fl efst á bogann, * 5 ll, 1 fl efst á næsta fyllta boga *, endurtakið frá *-* út umf og endið með 5 ll og 1 kl í fl á toppi á fyrsta boganum = 12 ll-bogar. UMFERÐ 8: Heklið 1 kl um fyrsta ll-boga, 3 ll (= 1 st), 6 st um sama ll-boga. Heklið nú 7 st um hvern ll-boga, endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 84 st. UMFERÐ 9: Heklið 1 ll (= 1 fl), heklið nú 1 fl í hvern st, endið með 1 kl í ll í byrjun umf = 84 fl. UMFERÐ 10: Heklið 5 ll (= 1 st + 2 ll), * hoppið yfir 1 fl, 1 st í næstu fl, 2 ll *, endurtakið frá *-* út umf og endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 42 st með 2 ll á milli hverra. UMFERÐ 11: Heklið 1 kl um fyrsta ll-boga, 2 ll (= 1 hst), 1 hst um sama ll-boga, heklið nú 2 hst um hvern ll-boga út umf, endið með 1 kl í ll í byrjun umf = 84 hst. UMFERÐ 12: Heklið 2 ll (= 1 hst), 1 hst í næstu l, * 2 hst í næstu l, 1 hst í hverja og eina af 5 næstu l*, endurtakið frá *-* alls 13 sinnum og endið með 2 hst í næstu l, 1 hst í hverja og eina af 3 síðustu l og 1 kl í 2. ll í byrjun umf = 98 hst í umf. Útaukning í stærð S/M endar hér (stykkið mælist ca 25 cm að þvermáli. UMFERÐ 13 (á einungis við í stærð L/XL): Heklið 2 ll (= 1 hst), 1 hst í hverja og eina af 2 næstu l, * 2 hst í næstu l, 1 hst í hverja og eina af 6 næstu l *, endurtakið frá *-* alls 13 sinnum og endið með 2 hst í næstu l, 1 hst í hverja og eina af 3 síðustu l og 1 kl í 2. ll í byrjun umf = 112 hst í umf. Útaukning í stærð L/XL endar hér (stykkið mælist ca 27 cm að þvermáli). Nú byrjar úrtaka og heklað er í báðum stærðum - sjá HEKLLEIÐBEININGAR þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 st í hvern hst = 98-112 st. UMFERÐ 2: Heklið 1 st í hvern st, en heklið hvern 6. og 7. st saman = 84-96 st UMFERÐ 3: Heklið 1 st í hvern st, en heklið hvern 5. og 6 st saman = 70-80 st. UMFERÐ 4: Heklið 1 st í hvern st, en heklið hvern 9. og 10. st saman = 63-72 st. UMFERÐ 5- 7: Heklið 1 hst í hvern st = 63-72 hst. KANTUR: Heklið nú að lokum kant neðst niðri hringinn í kringum húfuna þannig: Heklið 1 fl í fyrstu l, * 3 ll, 1 st í 1. ll sem hekluð var, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* út umf, en endið á síðustu endurtekningu með 1 kl í fl í byrjun umf (í stað 1 fl í næstu l). Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropsblissfullblossomset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 3 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 140-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.