Carol skrifaði:
Extra 0-724 candy cane socks: I believe there's an error at the dec for heel; each short row should end with k2tog instead of the increase mentioned.?
18.02.2013 - 04:12DROPS Design svaraði:
Dear Carol, you are right, pattern has been edited, thank you. Happy knitting!
18.02.2013 - 20:44
Santa Stripes#santastripesslippers |
|
|
|
|
Prjónaðar og þæfðar tátiljur fyrir dömur, herra og börn úr DROPS Snow. Stærð 35-44. Þema: Jól
DROPS Extra 0-724 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UPPHÆKKUN Á ÖKKLA: * Prjónið 6-6-7-7 lykkjur, snúið stykkinu og prjónið 6-6-7-7 lykkjur til baka – lesið LEIÐBEININGAR að neðan! Prjónið 10-10-12-12 lykkjur, snúið stykkinu og prjónið 10-10-12-12 lykkjur til baka. Prjónið 6-6-7-7 lykkjur, snúið stykkinu og prjónið 6-6-7-7 lykkjur til baka *. Prjónið 1 umferð sléttprjón yfir allar lykkjur. Endurtakið frá *-* í gagnstæðri hlið. Prjónið síðan 1 umferð sléttprjón til baka frá röngu yfir allar lykkjur. LEIÐBEININGAR: Í hvert skipti sem stykkinu hefur verið snúið fyrir miðju í umferð, lyftið 1. lykkju af prjóni, herðið á þræði og prjónið síðan eins og áður - það kemur til með að myndast gat í stykkið, en það hverfur eftir þæfingu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í sléttprjóni. Byrjað er efst á fæti og endað með tá. TÁTILJA – LEGGUR/STROFF: Fitjið upp 36-36-40-44 lykkjur á prjón 9 með litnum jólarauður DROPS Snow. Prjónið 1 umferð (= frá réttu) í sléttprjóni samtímis sem lykkjum er fækkað/aukið út til 34-38-40-40 lykkjur jafnt yfir í umferð. Prjónið síðan 1 umferð brugðið. Prjónið UPPHÆKKUN Á ÖKKLA yfir ystu lykkju í hvorri hlið – lesið útskýringu að ofan! Skiptið yfir í litinn natur og prjónið 4 umferðir sléttprjón yfir allar lykkjur, JAFNFRAMT í 3. umferð er fækkað um 4-4-4-2 lykkjur jafnt yfir með því að prjóna 2 og 2 lykkjur slétt saman = 30-34-36-38 lykkjur. Skiptið yfir í litinn jólarauður og prjónið 2 umferðir sléttprjón yfir allar lykkjur. NÚ ER GERÐ ÚTAUKNING ÚT FYRIR HÆL ÞANNIG: Frá réttu (haldið áfram með litinn jólarauður): * Prjónið 10-10-11-12 lykkjur sléttprjón, snúið stykkinu, prjónið 9-9-10-11 lykkjur sléttprjón til baka, aukið út 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur í síðustu lykkju á prjóni. Prjónið 6-6-7-7 lykkjur sléttprjón, snúið stykkinu og prjónið 5-5-6-6 lykkjur sléttprjón til baka, aukið út 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur í síðustu lykkju á prjóni. Prjónið 1 umferð sléttprjón yfir allar lykkjur = 32-36-38-40 lykkjur *. Endurtakið frá *-* í gagnstæðri hlið, með byrjun frá röngu = 34-38-40-42 lykkjur. Skiptið yfir í litinn natur og endurtakið frá *-* 1 sinni í hvorri hlið = 38-42-44-46 lykkjur. Skiptið yfir í litinn jólarauður og endurtakið frá *-* 1 sinni í hvorri hlið = 42-46-48-50 lykkjur. Munið að fylgja prjónfestunni! NÚ ER GERÐ ÚRTAKA FYRIR HÆL ÞANNIG: Skiptið yfir í litinn natur og prjónið næstu umferð þannig: * Prjónið 10-10-11-12 lykkjur sléttprjón, snúið stykkinu og prjónið 8-8-9-10 lykkjur sléttprjón til baka, fækkið um 1 lykkju með því að prjóna síðustu 2 lykkjur saman. Prjónið 6-6-7-7 lykkjur sléttprjón, snúið stykkinu og prjónið 4-4-5-5 lykkjur sléttprjón til baka, fækkið um 1 lykkju með því að prjóna síðustu 2 lykkjur saman = 40-44-46-48 lykkjur. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur *. Endurtakið frá *-* í gagnstæðri hlið, með byrjun frá röngu = 38-42-44-46 lykkjur. Skiptið yfir í litinn jólarauður og endurtakið frá *-* 1 sinni í hvorri hlið = 34-38-40-42 lykkjur. Skiptið yfir í litinn natur og endurtakið frá *-* 1 sinni í hvorri hlið = 30-34-36-38 lykkjur. NÚ ER FÓTURINN PRJÓNAÐUR ÞANNIG: Setjið 1 merkiþráð í ystu lykkju í annarri hliðinni, stykkið er nú mælt héðan. Skiptið yfir í litinn jólarauður og haldið áfram í sléttprjóni og rendur með 4 umferðir í hvorum lit, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað frá réttu ofan á fæti þannig: Prjónið 8-8-9-10 lykkjur sléttprjón, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 10-14-14-14 lykkjur sléttprjón, 2 lykkjur slétt saman, prjónið 8-8-9-10 lykkjur = 28-32-34-36 lykkjur. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur. Haldið síðan áfram með randarmynstur án úrtöku þar til stykkið mælist ca 15-18-22-26 cm, mælt frá merkiþræði (endið eftir heila rönd). Skiptið yfir í lit fyrir tá – það er prjónað með þessum lit að loka máli. NÚ ER GERÐ ÚRTAKA FYRIR TÁ ÞANNIG: = 28-32-34-36 lykkjur á prjóni. UMFERÐ 1: Fækkið um 3-4-4-4 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman. UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur. Endurtakið 1. og 2. UMFERÐ alls 5-5-5-5 sinnum = 12-12-14-16 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð frá réttu eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 6-6-6-7 lykkjur. Þræðið þráðinn í þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Saumið tátiljuna saman fyrir miðju undir fæti og upp að uppfitjunarkanti, saumið kant í kant í ystu lykkjubogana, svo saumurinn verði ekki of þykkur. Ójafn saumur sléttast út eftir þæfingu. ÞÆFING: Verkið má þæfa í þvottavél eða þurrkara – lesið útskýringarnar hér að neðan. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík Í ÞVOTTAVÉL: Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt GERIÐ ÞANNIG: Settu stykkið í þvottavélina, notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi). Þvoðu við 40°C án forþvottar - sápa er valfrjáls. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt. Í ÞURRKARA: Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt. GERIÐ ÞANNIG: Leggið stykkið allt í bleyti í vatn. Setjið stykkið síðan í þurrkara og byrjið að þurrka. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #santastripesslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-724
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.