Lucie skrifaði:
Un super joli modèle de jaquette très élaboré, que je suis en train de tricoter actuellement. Le début avec ce nombre important de mailles a été difficile, mais j'en suis à 18 cm après 8 jours de tricot, j'espère finir dans 2 mois. Je n'ose imaginer les calculs mathématiques que la créatrice à dû faire. Bravo ! Le tricot c'est aussi des maths !
05.09.2014 - 23:30Gloria Doren skrifaði:
Comence el saco con 699 puntos,tejí los 6 de orilla, 3derechos 3 revés, y finalmente no termino con 3 derechos, que hago mal? Me gusta mucho su revista muchas gracias.
18.08.2014 - 00:36DROPS Design svaraði:
Hola Gloria. Se trabaja como sigue: 6 pts de la cenefa (de orilla), *3 d., 3 r.* (repetir 114 vcs) y terminar con 3 d. y 6 pt de la cenefa (de orilla).
18.08.2014 - 16:52Megan skrifaði:
Many thanks for your answer. I had originally read M1 as "make 1" rather as a pattern reference - it all makes sense now!!
02.07.2014 - 02:48Megan skrifaði:
Hi I'm loving the pattern but I've run into trouble beginning the sleeve. It starts with 91 stitches, then the first increase row only seems to add up to 76? (17+21+21+17=76) what am I not understanding? Thanks for your help
15.06.2014 - 07:59DROPS Design svaraði:
Dear Megan, you start sleeve with 91 sts and work as follows after 2 cm ribbing:17 stocking sts, rib as before on the next 21 sts, M.1 (= 15 sts), rib as before on the next 21 sts and 17stocking sts, so that 17+21+15+21+17=91 sts. Happy knitting!
16.06.2014 - 08:54
Heidi Mahlamäki skrifaði:
Hei! Onko aloitussilmukkamäärä varmasti oikea? on todella hurja määrä.
17.05.2014 - 17:25DROPS Design svaraði:
Luomisreunan silmukkamäärä on oikea. Työn alaosasta tulee hyvin joustava ja silmukoita kavennetaan pois työn aikana.
21.05.2014 - 15:40Oceane skrifaði:
Hi, at the beginning I can see 6band sts, 3K,3P .....6sts. but after at the next row so from WS, do I have to do the same or the opposite (6band sts, 3P,3K.... 6band sts)thanks.
21.03.2014 - 06:06
Anna Sundman skrifaði:
Hej! Undrar över hur det kan vara rundsticka 40cm lång till armarna, blir de inte väldigt vida och uttöjda längst ner? eller ska det vara 30cm ist?
04.02.2014 - 20:09DROPS Design svaraði:
Hej Anna Om du inte vill töja i garnet så kan du använda strumpst. Har du en kortare rundst så går ju det också bra :)
05.02.2014 - 22:30
Monique skrifaði:
Je viens de le finir en Baby Merino Bruyère. Il n'est pas beau : il est magnifique !!!
20.01.2014 - 20:49
Sabrina skrifaði:
Kann man diese Jacke auch unten verlängern, sodass es eine Art Strickkleidjacke werden würde?
20.12.2013 - 23:05DROPS Design svaraði:
Liebe Sabrina, dieses Modell haben wir nur in dieser Länge entworfen und ducht das Muster ist sie auch schwierig umzurechnen.
26.12.2013 - 10:59
Caroline skrifaði:
Really pleased with how this is comming along now, thank you for the reasurance about the number of stiches, it looks a lot better now with most of the decreasing done.
06.12.2013 - 10:11
Niagara Falls |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónuð peysa með mynstri úr DROPS Alpaca. Stærð S - XXXL.
DROPS 123-1 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá teikningu M.1. Mynsturteikningin sýnir mynstur séð frá réttu. ÚRTAKA: Fellið af á eftir kanti að framan + 3 l sl + 3 l br þannig: Takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fellið af á undan 3 l br + 3 l sl + kanti að framan þannig: Prjónið 2 l slétt saman. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri lista að framan. 1 hnappagat = fellið af þriðja og fjórðu l frá miðju að framan. Í næstu umf eru fitaðar upp tvær nýjar l yfir þær l sem felldar voru af. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S/M: 8, 14, 20, 26, 32, 38 og 44 cm. STÆRÐ L/XL: 10, 16, 22, 28, 34, 40 og 46 cm. STÆRÐ XXL/XXXL: 8, 15, 22, 29, 36, 43 og 50 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað á hringprjóna fram og til baka frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 699-915-1131 l (meðtaldar 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með Alpaca. Kantur að framan er prjónaður í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – til loka, þ.e.a.s. 6 kantlykkjur að framan eru prjónaðar í garðaprjóni í hverri umf. Prjónið 1 umf br frá röngu með 6 kantlykkjum í hvorri hlið. Prjónið síðan stroff frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, * 3 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* og endið á 3 l sl og 6 kantlykkjum að framan. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 2-3-4 cm. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, 12 l stroffprjón eins og áður, * M.1, 39 l stroffprjón eins og áður *, endurtakið frá *-* og endið á M.1, 12 l stroffprjón eins og áður og 6 kantlykkjur að framan. Þegar M.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 543-711-879 l á prjóni. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til stykkið mælist 7-8-9 cm. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, 6 l stroffprjón eins og áður, * M.1, 27 l stroffprjón eins og áður *, endurtakið frá *-* og endið á M.1, 6 l stroffprjón eins og áður og 6 kantlykkjur að framan. ATH! Munið eftir að fella af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar M.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 387-507-627 l á prjóni. Haldið nú áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til stykkið mælist 12-13-14 cm. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur, * M.1, 15 l stroffprjón eins og áður *, endurtakið frá *-* og endið á M.1 og 6 kantlykkjum að framan. Þegar M.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 231-303-375 l á prjóni. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til stykkið mælist ca 17-18-19 cm. Í næstu umf frá réttu er aukið út um 1 l í hverri br einingu með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir 3 l br = 267-351-435 l. Í næstu umf frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir gat. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til stykkið mælist 24-26-28 cm. Í næstu umf frá réttu er fellt af 1 l í hverri br einingu með því að 2 síðustu br l eru prjónaðar br saman = 231-303-375 l. Prjónið 1 umf frá röngu með sl yfir sl og br yfir br. Setjið nú eitt prjónamerki í 62. – 80. – 98. l frá hvorri hlið (bakstykki = 107-143-179 l). Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, 3 l sl, 3 l br, sléttprjón yfir næstu 39-57-75 l JAFNFRAMT er fækkað um 4-8-13 l jafnt yfir, 3 l br, 3 l sl, 3 l br, 3 l sl (prjónamerki er staðsett fyrir miðju í þessum l), 3 l br, 3 l sl, 3 l br, sléttprjón yfir næstu 87-123-159 l JAFNFRAMT er fækkað um 6-15-25 l jafnt yfir, 3 l br, 3 l sl, 3 l br, 3 l sl (prjónamerki er staðsett fyrir miðju í þessum l), 3 l br, 3 l sl, 3 l br, sléttprjón yfir næstu 39-57-75 l JAFNFRAMT er fækkað um 4-8-13 l jafnt yfir, 3 l br, 3 l sl og 6 kantlykkjur að framan. Nú eru 217-272-324 l á prjóni. Haldið áfram með sl yfir sl, br yfir br og sléttprjón yfir sléttprjón, kantlykkjur að framan eru prjónaðar eins og áður. Þegar stykkið mælist 27-29-31 cm er aukið út um 1 l á undan og á eftir stroff-mynstri (= 21 l) í hvorri hlið (= 4 útaukningar). Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn og síðan er hann prjónaður inn í sléttprjón. Endurtakið útaukningu með 6 cm millibili alls 3 sinnum = 229-284-336 l. Haldið áfram eins og áður þar til stykkið mælist 44-47-50 cm. Fellið nú af 9 l í hvorri hlið (þ.e.a.s. lykkja með prjónamerki + 4 l hvoru megin við prjónamerki) fyrir handveg og hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 99-126-152 l. Prjónið áfram fram og til baka með sl yfir sl, br yfir br og sléttprjón yfir sléttprjón. JAFNFRAMT er haldið áfram að fella af fyrir handveg í byrjun hverrar umf á hvorri hlið. Fellið af 2 l 2-4-8 sinnum og 1 l 2-9-11 sinnum í hvorri hlið = 87-92-98 l. Haldið áfram að prjóna fram og til baka með sléttprjón yfir allar l. Þegar stykkið mælist 62-67-72 cm fellið af miðju 19-24-30 l fyrir hálsmáli og hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjóni og úrtöku fyrir hálsmáli í hverri umf frá hálsmáli: Fellið af 1 l 2 sinnum = 32 l eftir á öxl. Stykkið mælist nú ca 64-69-74 cm. Fellið nú af þær l sem eftir eru. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 56-70-83 l. Haldið áfram að prjóna fram og til baka með sl yfir sl, br yfir br og sléttprjón yfir sléttprjón. Fellið JAFNFRAMT af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 46-48-52 cm eru prjónaðar 2 umf fram og til baka yfir einungis 6 kantlykkjur að framan. Fellið síðan af fyrir hálsmáli og aukið út fyrir kraga þannig: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 6 kantlykkjur að framan, nýjar lykkjur eru prjónaðar snúnar slétt í næstu umf (til að koma í veg fyrir göt) og síðan eru þær prjónaðar inn í garðaprjón á við kantlykkjur að framan. Fellið af 1 l innan við kantlykkjur að framan + 3 l sl + 3 l br – lesið ÚRTAKA! Aukið út um 1 l og fellið af 1 l með ca eins cm millibili alls 12-15-18 sinnum = 18-21-24 kantlykkjur að framan. Þegar stykkið mælist 64-69-74 cm er fellt af síðustu 32 l fyrir öxl. Haldið eftir 18-21-24 kantlykkjum að framan á prjóni, prjónið út umf og prjónið kraga (umf 1 = frá réttu) þannig: * Prjónið fram og til baka yfir síðustu 8-10-12 l, prjónið fram og til baka yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 6-7-8 cm (mælt þar sem er styst frá öxl). Fellið nú af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama háttog hægra framstykki, nema gagnstætt. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á hringprjóna. Fitjið upp 91-103-103 l á hringprjóna nr 3 með Alpaca. Prjónið 1 umf slétt. Setjið prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Prjónið nú þannig: Prjónið 2 l br * 3 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* og endið á 3 l sl og 2 l br. Haldið áfram þar til stykkið mælist 2-3-4 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið 17-23-23 l sléttprjón, stroffprjón eins og áður yfir næstu 21 l, M.1, stroff eins og áður yfir næstu 21 l og 17-23-23 l sléttprjón. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 3 cm er aukið út 2 l við miðju undir ermi (þ.e.a.s 1 l hvoru megin við prjónamerki). Endurtakið útaukningu með 2½-2-1½ cm millibili alls 18-19-25 sinnum (útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í sléttprjón). Þegar M.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með sl yfir sl, br yfir br og sléttprjón yfir sléttprjón þar til stykkið mælist 7-8-9 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið sléttprjón fram að stroffi, 15 l stroffprjón eins og áður, M.1, 15 l stroffprjón eins og áður og sléttprjón út umf. Þegar M.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með sl yfir sl, br yfir br og sléttprjón yfir sléttprjón þar til stykkið mælist 12-13-14 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið sléttprjón fram að stroffprjóni, 9 l stroffprjón, M.1, 9 l stroffprjón og sléttprjón út umf. Þegar M.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram í sléttprjóni í hvorri hlið og 21 l stroffprjón við miðju á ermi. Þegar öll útaukning og úrtaka hefur verið gerð til loka eru 91-105-117 l á prjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist 48-46-44 cm (ATH! Styttri mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla). Fellið nú af 8 l við miðju undir ermi (þ.e.a.s. 4 l hvoru megin við prjónamerki). Prjónið nú fram og til baka JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: Prjónið 2 l 4-5-5 sinnum og 1 l 4-8-13 sinnum. Fellið af 2 l í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þar til ermin mælist 56-57-58 cm. Á eftir því er fellt af 4 l í byrjun næstu tveggja umf. Stykkið mælist nú ca 57-58-59 cm. Fellið af þær l sem eftir eru. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. Saumið ermar í. Saumið saman kraga við miðju að aftan og saumið í hálsmál á bakstykki. Saumið tölur í. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 123-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.