Elisabeth skrifaði:
J'ai tricoté ce modèle avec grand plaisir et sans problème pour ma petite fille de 5ans . Le succes est tel que mes deux belles filles aimeraient que je puisse leur tricoter la même. Pourriez vous indiquer les mesures et la quantité de laine pour une taille adulte? merci d'avance coridalement Elisabeth
21.10.2025 - 15:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Elisabeth, nous n'avons pas exactement le même modèle pour femme, mais vous retrouverez toutes les jupes, toute tension confondue ici, l'une d'elle pourra peut-être vous aider/vous inspirer. Bon tricot!
28.10.2025 - 18:52
Lisbeth skrifaði:
Jeg forstår ikke det mønster. I anden række med slå om er der 2 masker imellem omslag. Kan ikke få det til at passe
02.10.2025 - 14:00DROPS Design svaraði:
Hej Lisbeth. Det är kun 1 maske imellem omslag. Mvh DROPS Design
03.10.2025 - 10:00
Bonnie skrifaði:
The picture shows 3 ridge lines & 3 hole lines at the bottom of the skirt. This matches the A.1 chart. However, the pattern text states to work A.1 fourteen times which would give me 42 ridge lines and 42 hole lines. Please explain what I am missing. Thank-you
17.09.2025 - 15:11DROPS Design svaraði:
Hi Bonnie, you have to repeat A.1 14 times in one round (14 times x 17 sts in A.1=238 sts) , not in hight. Happy knitting!
22.10.2025 - 15:09
Elisabeth skrifaði:
Hallo, der untere Rand mit dem Muster A1 kräuselt sich nach dem Abketten stark nach außen. Was kann ich machen? Fester oder lockerer stricken? Ein dickeres oder dünneres Garn benutzen?Viele Grüße von Elisabeth
08.07.2025 - 14:25
Elisabeth skrifaði:
Hallo, der untere Rand mit dem Muster A1 kräuselt sich nach dem Abketten stark nach außen. Was kann ich machen? Fester oder lockerer stricken? Ein dickeres oder dünneres Garn benutzen?Viele Grüße von Elisabeth
08.07.2025 - 12:26DROPS Design svaraði:
Liebe Elisabeth, Sie können auch den Rock einfach am Ende spannen. Den Rock mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen.
23.07.2025 - 12:35
Strawberry Swirl#strawberryswirlskirt |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað hnésítt pils fyrir börn úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með öldumynstri. Stærð 2-14 ára.
DROPS Children 49-20 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Prjónið fram að lykkju með merki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 1 lykkju slétt (merkið situr í þessari lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Endurtakið við öll 6 merkin (= 12 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN LYKKJU MEÐ MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á EFTIR LYKKJU MEÐ MERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Síðasta umferð í mynsturteikningu sýnir hvernig fellt er af. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Fyrst er prjónaður uppábrots kantur sem síðar við frágang er sett teygja að innanverðu, síðan er pilsið prjónað í hring jafnframt því sem aukið er út. UPPÁBROTS KANTUR: Fitjið upp 102-106-112-120-128-138-148 lykkjur með DROPS Cotton Merino á hringprjón 3. Prjónið 2 cm sléttprjón, prjónið 1 umferð brugðið (= uppábrots kantur), prjónið 2 cm sléttprjón. Setjið eitt merki hér, héðan er nú stykkið mælt frá. PILS: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð sléttprjón JAFNFRAMT sem fækkað er um 6-4-4-6-8-12-10 lykkjur jafnt yfir = 96-102-108-114-120-126-138 lykkjur. Setjið 6 merki í stykkið án þess að prjóna – setjið merkin í lykkju þannig að það eru 15-16-17-18-19-20-22 lykkjur á milli hverra merkja. Prjónið sléttprjón þar til pilsið mælist 1 cm frá merki. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt sem í næstu umferð er aukið út hvoru megin við hvert merki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið svona út í ca hverjum 2-2-2-2-2-2½-2½ cm alls 9-10-11-12-13-14-14 sinnum = 204-222-240-258-276-294-306 lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 19-21-24-28-31-35-40 cm frá merki JAFNFRAMT sem í síðustu umferð er fækkað um 0-1-2-3-4-5-0 lykkjur jafnt yfir = 204-221-238-255-272-289-306 lykkjur. Prjónið A.1 alls 12-13-14-15-16-17-18 sinnum hringinn á pilsinu. Þegar öll útaukning á A.1 hefur verið gerð til loka, eru 228-247-266-285-304-323-342 lykkjur í umferð. Síðasta umferð í A.1 sýnir hvernig fellt er af með uppslætti. Pilsið mælist ca 25-27-30-34-37-41-46 cm frá merki. FRÁGANGUR: Uppábrots kanturinn er brotinn í umferð sem er prjónuð brugðið, leggið teygjuna sem er bundin saman í þeirri lengd sem passar í uppábrots kantinn og saumið uppábrots kantinn að innanverðu á pilsi – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Pilsið mælist alls ca 27-29-32-36-39-43-48 cm. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #strawberryswirlskirt eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 49-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.