Martyna skrifaði:
I wanted to ask regarding the buttons. I don’t see the instruction on where to make the hole for them. Is it a miss or the pictures are not adequate to the pattern and there is no buttons planned for this one? Unless it is up to the crocheter to add the holes for buttons.
27.04.2025 - 18:13DROPS Design svaraði:
Hi Martyna, The buttons are buttoned between 2 treble crochets on the right band (see Assembly 2 at the bottom of the pattern). Happy crocheting!
28.04.2025 - 07:35
Rebecca Furlong skrifaði:
Hi, I am confused about the sleeves - do I crochet them in the round directly onto the armhole?
05.03.2025 - 13:26DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Furlong, sleeves are worked along the armhole: you start with a row chain-spaces (= 2 chain stitches, 1 double crochet (UK-terminology) around = 27-34 chain spaces; then crochet on next row 2 treble crochets around each chain space to get 54-68 treble crochets. Happy crocheting!
05.03.2025 - 13:57
Lena Elfvingsson skrifaði:
Hej! Jag undrar vilken storlek modellen har i denna vrikade kofta? Mvh Lena
24.02.2025 - 14:22DROPS Design svaraði:
Hei Lena. Det er str. S eller M. mvh DROPS Design
03.03.2025 - 11:56
Shani skrifaði:
Hej! I bakstycket efter att jag har virkat ihop vänster och höger axel så står det att arbetet ska virkas med stolpar fram och tillbaka tills det mäter 23 cm (storlek M). Menar ni från axeln eller mitt bak (då arbetet är olika långt från axeln/mitt bak)?
16.02.2025 - 22:24DROPS Design svaraði:
Hej Shani, det ser ud til at der står 21 cm i din størrelse og det er fra skulderen :)
18.02.2025 - 12:18
Silver Moon Cardigan#silvermooncardigan |
|
![]() |
![]() |
Hekluð stór / oversize peysa úr DROPS Air. Stykkið er heklað ofan frá og niður með stuðlum, v-hálsmáli og vösum. Stærð XS-XXL.
DROPS 252-19 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í hverri umferð með stuðlum, heklið 3 loftlykkjur í byrjun umferðar. Þessar 3 loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðuls, heldur eru sem viðbót. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 lykkjur saman í 1 lykkju þannig: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum fyrstu 2 lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. Framstykkin og bakstykkið er heklað hvert fyrir sig. Heklað er ofan frá og niður og stykkin eru saumuð saman. Lykkjur eru heklaðar upp fyrir ermar. Í lokin er saumað saman mitt undir ermum og niður meðfram fram- og bakstykki og listi í kanti að framan frá hvoru framstykki er saumað saman, saumur = mitt að aftan og listinn er saumaður við lykkjur í kringum hálsmál. HÆGRI ÖXL: Heklið 19-22-23-25-26-27 loftlykkjur – lesið LOFTLYKKJA að ofan, með heklunál 5 með DROPS Air. UMFERÐ 1 (= rétta): Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 3 loftlykkjur (koma ekki í stað fyrsta stuðul), heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju = 19-22-23-25-26-27 stuðlar. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið 1 stuðul í hvern stuðul = 19-22-23-25-26-27 stuðlar. UMFERÐ 3 (= rétta): Heklið 1 stuðul í hvern stuðul = 19-22-23-25-26-27 stuðlar. UMFERÐ 4 (= ranga): Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 18-21-22-24-25-26 stuðla, heklið 2 stuðla í næsta stuðul = 20-23-24-26-27-28 stuðlar. Geymið stykkið og heklið vinstri öxl. VINSTRI ÖXL: Heklið 19-22-23-25-26-27 loftlykkjur. UMFERÐ 1 (= rétta): Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 3 loftlykkjur (koma ekki í stað fyrsta stuðul), heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju = 19-22-23-25-26-27 stuðlar. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið 1 stuðul í hvern stuðul = 19-22-23-25-26-27 stuðlar. UMFERÐ 3 (= rétta): Heklið 1 stuðul í hvern stuðul = 19-22-23-25-26-27 stuðlar. UMFERÐ 4 (= ranga). Heklið 2 stuðla í fyrsta stuðul, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 18-21-22-24-25-26 stuðla = 20-23-24-26-27-28 stuðlar. Í næstu umferð eru báðar axlirnar heklaðar saman fyrir bakstykki. BAKSTYKKI: Haldið áfram með þráðinn frá vinstri öxl og heklið yfir vinstri öxl frá réttu með 1 stuðul í hvern stuðul (= 20-23-24-26-27-28 stuðlar), heklið 26-26-28-28-30-32 loftlykkjur, heklið yfir hægri öxl frá réttu með 1 stuðul í hvern stuðul (= 20-23-24-26-27-28 stuðlar). Í næstu umferð er heklaður 1 stuðull í hvern stuðul / loftlykkju = 66-72-76-80-84-88 stuðlar. Heklið fram og til baka með stuðlum þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm. Klippið þráðinn. Heklið 2-2-3-4-5-7 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af 66-72-76-80-84-88 stuðla frá bakstykki (passið uppá að bakstykkið sé heklað í aðra hverja umferð frá réttu og röngu), endið á að hekla 2-2-3-4-5-7 loftlykkjur. Snúið og heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju / stuðul = 70-76-82-88-94-102 stuðlar. Heklið fram og til baka þar til stykkið mælist 61-64-66-68-70-72 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Byrjið á að heklað lista í kanti að framan þannig: Heklið 7 loftlykkjur. UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju = 7 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum stuðli = 7 stuðlar. Endurtakið umferð 2 þar til stykkið mælist ca 9-9-10-10-11-11 cm og næsta umferð er hekluð frá réttu. Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum af 7 stuðlum, heklið 19-22-23-25-26-27 loftlykkjur = 26-29-30-32-33-34 lykkjur. Snúið og heklið 1 stuðul í hverja af loftlykkjum (= 19-22-23-25-26-27 stuðlar), endið með 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum af síðustu 7 stuðlum (= kantur að framan) = 26-29-30-32-33-34 stuðlar. Setjið 1 merki í lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir öxl, síðan er stykkið nú mælt héðan. Nú er heklað fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul yfir allar lykkjur, en í kanti að framan (= 7 stuðlar) er alltaf heklað í aftari lykkjubogann eins og áður. Heklið fram og til baka þar til stykkið mælist 11-12-12-13-13-13 cm frá merki, nú er aukið út fyrir v-hálsmáli í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og röngu) með því að hekla 2 stuðla í fyrsta stuðul innan við kant að framan. Aukið svona út fyrir v-hálsmáli í hverri umferð alls 14-14-15-15-16-17 sinnum, jafnframt þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm frá merki, aukið út fyrir handveg þannig: Heklið frá réttu eins og áður út umferðina, endið umferð með að hekla 2-2-3-4-5-7 loftlykkjur. Heklið síðan 1 stuðul í hverja af nýjum loftlykkjum. Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka, mælist stykkið ca 27-28-30-31-32-33 cm frá merki og það eru 42-45-48-51-54-58 stuðlar á framstykki. Heklið fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul eins og áður þar til stykkið mælist 61-64-66-68-70-72 cm frá merki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Byrjið á að heklað lista í kanti að framan þannig: Heklið 7 loftlykkjur. UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju = 7 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum stuðli = 7 stuðlar. Endurtakið umferð 2 þar til stykkið mælist ca 9-9-10-10-11-11 cm og næsta umferð er hekluð frá réttu. Klippið þráðinn. Heklið 19-22-23-25-26-27 loftlykkjur, heklið yfir kant að framan frá réttu með 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum af 7 stuðlum = 26-29-30-32-33-34 lykkjur. Snúið og heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum af fyrstu 7 stuðlum (= kantur að framan), endið með að hekla 1 stuðul í hverja loftlykkju (= 19-22-23-25-26-27 stuðlar) = 26-29-30-32-33-34 stuðlar. Setjið 1 merki í lykkjurnar sem fitjaðar voru upp fyrir öxl, héðan er nú stykkið mælt. Nú er heklað fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul yfir allar lykkjur, en í kanti að framan (= 7 stuðlar) er alltaf heklað í aftari lykkjubogann eins og áður. Heklið fram og til baka þar til stykkið mælist 11-12-12-13-13-13 cm frá merki, nú er aukið út fyrir v-hálsmáli í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og röngu) með því að hekla 2 stuðla í fyrsta stuðul innan við kant að framan. Aukið svona út fyrir v-hálsmáli í hverri umferð alls 14-14-15-15-16-17 sinnum, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm frá merki, aukið út fyrir handveg þannig: Næsta umferð er hekluð frá réttu. Klippið þráðinn og heklið 2-2-3-4-5-7 loftlykkjur, heklið yfir framstykkið eins og áður frá réttu út umferðina. Heklið síðan 1 stuðul í hverja af nýjum loftlykkjum. Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka mælist stykkið ca 27-28-30-31-32-33 cm frá merki og það eru 42-45-48-51-54-58 stuðlar á framstykki. Heklið fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul eins og áður þar til stykkið mælist 61-64-66-68-70-72 cm frá merki – passið uppá að enda hægra framstykki á sama hátt og vinstra framstykki (þ.e.a.s. frá réttu eða frá röngu). FRÁGANGUR-1: Saumið axlirnar saman. ERMAR: Nú eru heklaðir upp loftlykkjubogar fyrir ermi. Byrjið á að hekla 1 fastalykkju um ysta stuðul þar sem er hak inn fyrir handveg, heklið meðfram handveg þannig: * Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um ysta stuðul ca 1½ cm frá fyrri fastalykkju *, heklið frá *-* 27-28-29-31-32-34 sinnum jafnt yfir = 27-28-29-31-32-34 loftlykkjubogar. Snúið og heklið 2 stuðla í hvern loftlykkjuboga = 54-56-58-62-64-68 stuðlar. Heklið síðan fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR. Þegar ermin mælist 4 cm er fækkað um 1 stuðul í hvorri hlið þannig: Heklið 1 stuðul, heklið 2 stuðla saman – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, heklið þar til 3 stuðlar eru eftir, heklið 2 stuðla saman, endið með 1 stuðul. Fækkið lykkjum svona í hverjum 4-4-4-3-3-3 cm alls 9-9-9-11-11-13 sinnum = 36-38-40-40-42-42 stuðlar. Heklið þar til ermin mælist ca 49-49-48-48-47-47 cm frá öxl. VASAR: Heklið 21 loftlykkju. Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, snúið og heklið 1 stuðul í hvern stuðul = 21 stuðlar. Heklið stuðla fram og til baka þar til vasinn mælist 12 cm – síðasta umferð er hekluð frá réttu. Heklið 3 síðustu umferðirnar þannig: Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum stuðli. Vasinn mælist 15 cm á breidd og ca 15 cm á hæð. FRÁGANGUR-2: Saumið saman ysta stuðul við miðju undi ermum og niður meðfram fram- og bakstykki. Saumið saman lista í kanti að framan (= mitt að aftan) og saumið síðan við hálsmál aftan í hnakka. Saumið 1 vasa á hvort framstykki ca 6-6-6-7-7-7 cm frá neðri kanti. Saumið tölur í, efsta talan á að vera ca 1 cm neðan við v-hálsmálið, þær tölur sem eru eftir er skipt upp jafnt yfir niður á við í kanti að framan. Tölum er hneppt á milli 2 stuðla. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #silvermooncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.