Karina skrifaði:
Hello! I want to knit this for my grandma with a tighter neckline (the rib part) snd add pockets. How to adjust the pattern in this case? Thank you!
25.03.2025 - 17:59
BRIGITTE skrifaði:
Bonjour, sur le modèle SILVER SKYLINE, vous indiquez "quand les côtes sont terminées.... AUGMENTATIONS (pour la taille L) 87 mailles." Ensuite, vous écrivez "... répéter jusqu'à ce qu'il reste 6 mailles (= 15 motifs de 5 mailles". Puis "Quand A.1 est terminé, on a 117 mailles". Or, 87 + 15 ne fait pas 117 mailles mais bien 102. La différence de 15 mailles est importante, où est l'erreur ?? Merci.
29.06.2024 - 16:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Brigitte, au 1er rang de A.1 vous augmentez 2 mailles dans chaque A.1, vous répétez 15 fois A.1 en taille L soit 15 x 2 augmentations = 30 mailles seront augmentées au 1er rang de A.1, vous aurez ainsi 87+30=117 mailles. Bon tricot!
01.07.2024 - 08:39
Silver Skyline skrifaði:
Ökningen till oket är mycket otydligt. Jag stickar st L alltså ökning diagram A3. Hur många gånger ett varv ökar jag? 20 rapporter är det ökningen totalt? Alltså 191 maskor. Hur många cm ska det vara mellan ökningarna. Tacksam för ett tydligt svar
04.06.2024 - 15:26DROPS Design svaraði:
Hej, Du har 87 m, ökar enligt A.1 (=15x2=30) = 117 m. När arb mäter 10 cm från markören, stickar du ökning enligt A.2 (17x2=34) = 151m, När arb mäter 17 cm från markören ökar du enligt A.3 (=20x2=40) = 191 m osv
05.06.2024 - 11:14
Catherine skrifaði:
SVP, Pourquoi il y a une tel différence de besoin en laine entre la Drop Snow et la Drop Andes; soit 166% de plus alors que le nombre de mailles et de rangs est le même pour les deux échantillons et qu'il n'y a qu'une différence de 5 mètres de moins pour 50 mètres pour la Drop Andes ?
22.11.2023 - 06:37
Dominique skrifaði:
Habe die Jacke in XXXL mit Andes gestrickt. 1300 g sehr großzügig bemessen. Obwohl ich die Ärmel 4 cm länger und das Rumpfteil ca. 10 cm länger gestrickt habe, habe ich nur ca. 1150 g verbraucht. (Dabei hatte ich extra mehr bestellt, weil ich sie länger haben wollte.)
07.02.2023 - 20:52
Vasiliki Orphanou skrifaði:
Dear all, is it possible to use PUNA for the pattern 228-34 which is knitted with WISH??? If yes, how much yarn will be required??? Many thanks for the beautiful models and patterns!!!
08.07.2022 - 15:40DROPS Design svaraði:
Dear Vasiliki Orphanou! Please lookyarn alternative lesson here. Try knitting a swatch with 2 yarns of Puna and see if you get similar knitting tension. Happy knitting!
08.07.2022 - 21:27
Els Voets skrifaði:
Is een mooi patroon en verstaanbare uitleg
27.04.2022 - 08:44
Laila Björkstam skrifaði:
Silver Skyline-koftan. Förstår inte följande direktiv: "När resåren mäter 4 cm, minskas det 1 maska i varje avigt parti = 66-70-74-74-78-82 maskor." Vad menas med varje avigt parti? I resårstickningen för halsen räknar jag till 23 ggr aviga maskor. Förstår inte hur jag ska minska 16 m, och varför jag efter att halsen är färdigstickad ska öka endast 13 m? Jag stickar således L d.v.s. 90 m till att börja med som sedan ska minskas till 74. Och slutligen ökas med endast 13 m.
22.11.2021 - 09:31DROPS Design svaraði:
Hej Laila. Du har ska ha 16 partier med aviga maskor om du stickar storlek L. 90m - (4 m x 2) framkantsmaskor - 2 rm = 80m som ska stickas resår. 80m/5m= 16 partier. Du ökar och minskar på detta sätt för att resåren ska blir fin/passa när den sedan viks. Mvh DROPS Design
22.11.2021 - 09:50
Catalina skrifaði:
Hola. Podría utilizar drops snow para este modelo? Gracias.
29.09.2021 - 12:27DROPS Design svaraði:
Hola Catalina, si claro. Buen trabajo!
29.09.2021 - 14:29
Gabi skrifaði:
Danke für die zauberhaften neuen Modelle. Viele Grüße
06.08.2021 - 19:38
Silver Skyline#silverskylinejacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða DROPS Andes. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 228-34 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3 í stærð L, XL, XXL og XXXL). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 66 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 8 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 11) = 5,3. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir í umferð: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð á eftir stroffi í hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 9½-10-9-9-9½-9½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-85-90-90-95-100 (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 6 með DROPS Wish DROPS Andes. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu = 66-70-74-74-78-82 lykkjur. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 16 cm. Síðar er kanturinn í hálsmáli brotinn niður tvöfaldur og við frágang þá mælist hann ca 8 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 11-12-13-18-24-25 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 77-82-87-92-102-107 lykkjur. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið og kantar að framan eru prjónaðir eins og áður). Skiptið yfir á hringprjón 8. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4 cm frá prjónamerki er aukið út þannig: FYRSTA ÚTAUKNING: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 lykkjur sléttprjón, A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 13-14-15-16-18-19 mynstureiningar með 5 lykkjum), 2 lykkjur sléttprjón, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 103-110-117-124-138-145 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 9-10-10-11-12-13 cm frá prjónamerki. ÖNNUR ÚTAUKNING: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3-3-4-4-5-3 lykkjur sléttprjón, A.2 þar til 6-7-7-8-9-6 lykkjur eru eftir (= 15-16-17-18-20-22 mynstureiningar með 6 lykkjum), 2-3-3-4-5-2 lykkjur sléttprjón, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 133-142-151-160-178-189 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 14-16-17-19-20-22 cm frá prjónamerki. Prjónið nú áfram í mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S og M: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3-4 lykkjur sléttprjón, A.2 þar til 6-8 lykkjur eru eftir (= 20-21 mynstureiningar með 6-6 lykkjum á breidd), 2-4 lykkjur sléttprjón, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka eru 173-184 lykkjur í umferð. STÆRÐ L, XL,XXL og XXXL: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2-3-5-3 lykkjur sléttprjón, A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, þar til 5-6-9-6 lykkjur eru eftir (= 20-21-20-22 mynstureiningar með 7-7-8-8 lykkjum á breidd), 1-2-5-2 lykkjur sléttprjón, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 191-202-218-233 lykkjur í umferð. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram í sléttprjóni og 4 kantlykkjum að framan í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 28-29-31-32-36-39 lykkjur eins og áður (= hægra framstykki), setjið næstu 35-37-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 47-52-53-58-66-71 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 35-37-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 28-29-31-32-36-39 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 111-122-131-138-157-169 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30 cm frá skiptingu. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd - nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 23-24-27-28-32-33 lykkjur jafnt yfir = 134-146-158-166-190-202 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 35-37-38-40-40-42 lykkjur frá þræði í annarri hliðinni á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 8 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 4-6-8-8-10-10 nýju lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 39-43-46-48-50-52 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6-5-3½-3-3-2 cm millibili alls 6-7-8-9-9-10 sinnum = 27-29-30-30-32-32 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-35-34-32-30-28 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd – nú eru ca 8 cm að loka máli. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 5-7-6-10-8-8 lykkjur jafnt yfir = 32-36-36-40-40-40 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 45-43-42-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op við miðju að framan á kanti að framan með smáu spori. Saumið tölur í hægri vinstri að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #silverskylinejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.