Inger-Lise Watsend skrifaði:
Jeg har kommet til riktig antall masker og jeg skal fortsatte mønster uten økning. Skal det fortsatt være glattstrikk på maskene mellom merkene og skal det bli hullmønster som tidligere eller er det kun strikking etter a1-a3? Det vil si at hullmønsteret til ragelandsfelling ikke fortsetter i ca 10-12cm.
28.05.2021 - 22:55DROPS Design svaraði:
Hei Inger-Lise, Du fortsetter med glattstrikk mellom merkene og hullmønster som tidligere. God fornøyelse!
31.05.2021 - 07:35
Martine skrifaði:
Je remarque sur une des photos que le dos est ajouré comme les manches. J’adore! Est-ce que, je dois faire comme les manches, pour obtenir ainsi pour le dos? A2, se répète combien de fois, alors? Merci!
18.02.2021 - 04:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine et merci pour votre retour, les explications du gilet ont été ajustées correctement. Bon tricot!
23.02.2021 - 10:57
Nynne Havn skrifaði:
Hej Kan denne model strikkes i Drops brushed alpaca silk i en tråd?
16.02.2021 - 10:30DROPS Design svaraði:
Hej Nynne, Ja det kan den, brug garnomregneren. vælg DROPS Kid-Silk, vælg garnforbruget til din størrelse x 2 og vælg 2 tråde. Du kan dobbelt-tjekke ved at gøre det samme med 2x Alpaca :)
16.02.2021 - 12:30
Jnafou skrifaði:
J'adore
05.02.2021 - 12:30
Anita skrifaði:
Bening
15.01.2021 - 05:12
Charlotte skrifaði:
Snow cloud
07.01.2021 - 18:38
Helena skrifaði:
Cloudy dreams
07.01.2021 - 15:53
Galatea Cardigan#galateacardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Kid-Silk og 1 þræði DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri á ermum og bakstykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 220-4 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út til skiptist 1 eða 2 lykkjur við prjónamerki (= til skiptis alls 8 og 16 lykkjur fleiri í umferð). Útaukningar á ermum og bakstykki eru teiknaðar inn í A.1 og A.3. Á framstykki er aukið út við ermar þannig: Á UNDAN FYRSTA PRJÓNAMERKI: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Uppslátturinn er prjónaður brugðið, það eiga að myndast göt. UMFERÐ 3: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. UMFERÐ 4: Prjónið að prjónamerki, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, það eiga að myndast göt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn snúinn brugðið, það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR FJÓRÐA PRJÓNAMERKI: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið fram að prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Uppslátturinn er prjónaður brugðið, það eiga að myndast göt. UMFERÐ 3: Prjónið fram að prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. UMFERÐ 4: Prjónið uppsláttinn snúinn brugðið, það eiga ekki að myndast göt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, það eiga að myndast göt, prjónið 1 lykkju brugðið. ÚRTAKA-1 (á við ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 3 lykkjur slétt (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 47 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukningu/úrtöku sem á að gera (t.d. 7) = 6,7. Í þessu dæmi eru prjónaðar til skiptis ca 5. og 6. hver lykkja og 6. og 7. hver lykkja slétt saman. HNAPPAGAT (ofan frá og niður): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): 1 hnappagat = prjónið frá réttu eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu strax eftir stroffi í hálsmáli, síðan er fellt af fyrir 5-5-6-6-7-7 næstu hnappagötum eins og útskýrt er að ofan með ca 9-9-8½-8½-7½-7½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Stykkið er prjónað með 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 83-95-95-107-107-119 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 4 með 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan, í byrjun á umferð mitt að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 16-19-19--22-22-25 lykkjur (= vinstra framstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (= ermi), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 21-27-27-33-33-39 lykkjur (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (= ermi), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 16-19-19-22-22-25 lykkjur á hægra framstykki á eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umferð byrjar mynstur eins og útskýrt er að neðan – prjónið þannig – frá réttu: Prjónið 5 kantlykkjur að framan eins og áður, 10-13-13-16-16-19 lykkjur sléttprjón, aukið út um 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerkið situr á milli þessa lykkja), prjónið A.1 (= 4 lykkjur), A.2 (= 6 lykkjur), A.3 (= 3 lykkjur) (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerkið situr á milli þessa lykkja), prjónið A.1, A.2 yfir næstu 12-18-18-24-24-30 lykkjur (= 2-3-3-4-4-5 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.3, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið A.1, A.2, A.3 (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr ámilli þessa lykkja), aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 10-13-13-16-16-19 lykkjur sléttprjón og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, JAFNFRAMT er fellt af fyrir fyrsta HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með þetta mynstur. Á ermum og bakstykki er aukið út í hvorri hlið eins og útskýrt er í A.1 og A.3. Í hvert skipti sem A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri af A.2 á milli A.1 og A.3. Á framstykki er aukið út fyrir LASKALÍNA í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu), aukið er út til skiptis alls 8 til 16 lykkjur í umferð – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu alls 16-16-18-20-22-24 sinnum = 275-287-311-347-371-407 lykkjur. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og garðaprjón eins og áður, en prjónið nú án útaukningar í hlið á A.1 og A.3, þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hlið eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 21-23-26-28-32-35 cm frá prjónamerki í hálsmáli. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig (haldið áfram með mynstur eins og áður á ermum og á bakstykki): Prjónið 41-44-47-53-56-62 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 61-61-67-73-79-85 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 71-77-83-95-101-113 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 61-61-67-73-79-85 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-44-47-53-56-62 lykkjur sem eftir eru (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 165-177-189-217-229-253 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og garðaprjón eins og áður yfir lykkjur á framstykki og A.1 til A.3 yfir lykkjur á bakstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25-25-24-24-22-21 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 6 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan eins og áður, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 61-61-67-73-79-85 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum undir ermi = 67-67-73-81-87-93 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-8-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur hringinn eftir A.2, passið uppá að mynstrið passi við mynstur frá berustykki, þær lykkjur undir ermi sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 3-3-3-3-2-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkju mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 3½-3½-2½-1½-1½-1 cm millibili alls 10-9-11-14-16-18 sinnum = 47-49-51-53-55-57 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 36-34-32-29-26-22 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 7 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Ermin mælist ca 41-39-37-34-31-27 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #galateacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 220-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.