Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna stuttar umferðir með uppslætti frá réttu. Stundum innihalda mynstrin styttri umferðir til þess að móta flíkina. Þegar stuttar umferðir eru prjónaðar er hægt að ná fram mjúkum línum eða aðlaga flíkina betur að líkamanum.
Stuttar umferðir eru umferðir sem ekki eru prjónaðar út alla umferðina. Þegar snúið er við og slegið er uppá prjóninn þá er komið í veg fyrir að það myndist gat.
Frá réttu: Prjónið þann fjölda lykkja samkvæmt mynstri, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, leggið þráðinn framan við stykkið, setjið lyftu lykkjuna aftur yfir á vinstri prjón, snúið við og prjónið til baka. Í næstu umferð þegar komið er að lyftu lykkjunni, prjónið lykkjuna og þráðinn sem liggur í utan um hana (uppsláttinn) saman eins og eina lykkju og prjónið síðan út umferðina.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Merci beaucoup pour cette vidéo des rangs raccourcis avec wrap. Elle est très claire.
11.08.2010 - 15:02