Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að prjóna garðaprjón í hring á hringprjóna og snúið er við eftir hverja umferð þannig að prjónað er til skiptis frá réttu og frá röngu. Aðferðin sem er sýnd er UK / US aðferð. Áferðin kallast garður / garðaprjón / sléttprjón og þetta er ein af mörgum útfærslum á garðaprjóni. Þessi útfærsla er einungis prjónuð með sléttum lykkjum.
ÁÐUR EN MYNDBANDIÐ HEFST:
Þessi útgáfa af garðaprjóni er prjónuð með sléttum lykkjum í öllum umferðum og stykkinu er snúið eftir hverja umferð. Hafið alltaf merkiþráð / merki í skiptingunni á milli umferða til að koma í veg fyrir að byrjun/endi umferðar færist til. Við höfum nú þegar prjónað nokkra cm af garðaprjóni.
MYNDBANDIÐ SÝNIR:
1. UMFERÐ:
Prjónið alla umferðina slétt. Notið merkiþráð / merki í skiptinguna til aðstoðar.
2. UMFERÐ:
Færið merkið þannig að það fylgi með í stykkinu.
Eftir síðustu lykkjuna frá fyrri umferð, snúið stykkinu við og prjónið nú í gagnstæða átt, - en til að forðast að það komin gat í skiptingunni þegar snúið er við verður að „læsa“ umferðirnar saman. Það er gert þannig:
Setjið þráðinn sem prjónað er með aftan við stykkið, lyftið fyrstu lykkjunni á hægri prjóni yfir á vinstri prjóninn án þess að snúa lykkjunni, færið þráðinn sem prjónað er með fram á milli prjónanna fyrir framan stykkið, lyftið ystu lykkjunni á vinstri prjóni til baka yfir á hægri prjóninn. Nú eru umferðirnar „læstar“ saman, setjið þráðinn sem prjónað er með aftan við stykkið og haldið áfram.
Endurtakið UMFERÐ 1 – 2.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Skrifaðu athugasemdir eða spurningar fyrir þetta myndband
Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.