Hvernig á að sauma saman affellingarkant sem er prjónaður í garðaprjóni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við 2 aðferðir við að sauma saman stykki sem er prjónað í garðaprjóni.
Brjótið stykkið að réttu á móti réttu og saumið affellingarkantinn í ysta lykkjubogann þannig að saumurinn verði ekki þykkur.
1. Stingdu nálinni inn að þér í ysta liðinn á fyrstu lykkjunni næst þér, stingdu síðan nálinni inn frá þér í ysta liðinni á næstu lykkju næst þér og í ysta liðinn á næsta spori lengst frá þér. Stingdu síðan nálinni að þér í ysta liðinn á næstu lykkju lengst frá þér og í ysta liðinn á næstu lykkju næst þér og endurtaktu þetta.
Við sýnum einnig hvernig þessi aðferð lítur út með öðrum lit.
2. Stingdu nálinni inn að þér í ysta liðinn á fyrstu lykkju næst þér, færðu síðan nálina inn að þér í ysta liðinn á næstu lykkju lengst frá þér og í ysta liðinn á næstu lykkju næst þér og endurtaktu þetta.
Við sýnum einnig hvernig þessi aðferð lítur út með öðrum lit.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Génial, très bonnes explications mercii
28.12.2020 - 17:36