Hvernig á að gera vinaarmband

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera einfalt vinaarmband. Þú þarft að nota smá bút af kartonpappír og 7 þræði sem eru ca 70 cm langir. Gerðu gat í miðjuna og klipptu 8 sinnum/hök upp í kartonhringinn. Gerðu hnút á þræðina og dragðu þá í gegnum gatið. Festu endana í hvert og eitt hak í kartonhringinn. Eitt hak hefur engan þráð, láttu það snúa að þér. Nú byrjar fléttan. * Teldu frá hakinu sem ekki hefur þráð og upp til vinstri, hoppaðu yfir 2 þræði, taktu út 3. þráðinn úr hakinu og settu þráðinn í hakið sem er laust/ sem snýr að þér. Snúðu kartonhringnum þannig að hakið án þráðar snúi aftur að þér.* Endurtaktu frá *-* þar til fléttan nær óskaðri lengd. Ekki draga of fast í fléttuna sem kemur út úr gatinu, heldur láttu það vaxa að sjálfu sér. Nú þegar óskaðri lengd er náð, taktu þræðina úr hakinu, klipptu frá og dragðu endann sem þú velur sjálf, sem hnút, tvöfaldan hnút eða jafnvel með perlu. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Eskimo, en vinaarmbandið er gert úr DROPS Cotton Merino.

Tags: snúra,

Available in:

Athugasemdir (1)

Dulce 04.05.2019 - 22:49:

Amei o vídeo

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.