Lynn Martin skrifaði:
Hello. I am getting ready to knit the sleeves and am confused about the A2 pattern in the round. How do I do that? Does it work the same way as when it is back and forth stockinette?
16.03.2025 - 21:36DROPS Design svaraði:
Dear Lynn, since you are working in the round, all rounds of the chart are worked as seen from the right side. So it should be: Knit 1 round, work 1 round in rib (knit 1, purl1). Alternate between the knit round and round in rib. Happy knitting!
16.03.2025 - 22:35
Lynn Martin skrifaði:
I am just beginning this sweater and am asking if A1 is on the left side of the sweater and A3 on the right side?
06.03.2025 - 00:50DROPS Design svaraði:
Hi Lynn, Yes, A.1 is on the left front piece and A.3 on the right front piece as well as both diagrams being worked on the back piece. Happy knitting!
06.03.2025 - 06:14
Zanne skrifaði:
De omslag man laver på ærmet til udtagning,- skal de på den efterfølgende pind, strikkes alm vrang så der kommer hul, eller drejet vrang så der ikke kommer hul??
02.02.2025 - 23:34DROPS Design svaraði:
Hei Zanne. Man øker ikke når ermene strikkes, men det felles masker i størrelse L, XL, XXL og XXXL. mvh DROPS Design
10.02.2025 - 14:25
Elena skrifaði:
Buon giorno ,per una taglia M nella manica non servono diminuzioni?
21.01.2025 - 13:33DROPS Design svaraði:
Buonasera Elena, per la taglia M può procedere come indicato. Buon lavoro!
21.01.2025 - 22:55
Vicky skrifaði:
Hallo. Es ist von Strukturmuster die Rede, doch wo ist die Anleitung dazu? Es gibt viele Strukturmuster. Können Sie mir sagen, wie das Muster der Ärmel zu stricken ist? Es geht nicht um die Jacke, sondern das Muster. Leider gibt es auch kein großes Bild, um das Muster besser zu erkennen. Danke.
20.11.2024 - 21:44DROPS Design svaraði:
Liebe Vicky, die Ärmel werden im Struckturmuster gestrickt, wie beim Diagram A.2 gezeigt, dh ein Rippenmuster (1 Masche glatt rechts, 1 Masche Krausrechts). Viel Spaß beim Stricken!
21.11.2024 - 08:41
Vicky skrifaði:
Ist die Strickjacke auf dem Bild mit DROPS PUNA , Farbe 02, beige gestrickt oder mit DROPS Soft Tweed Farbe 02, marzipan? Ich suche ein Bild von einem gestrickten Drops Puna beige.
29.10.2024 - 23:14DROPS Design svaraði:
Liebe Vicky, die Jacke auf dem Foto wurde mit Puna Farbe 02 gestrickt. Viel Spaß beim Stricken!
30.10.2024 - 08:34
Kimmie Sangill skrifaði:
"Når A.1 og A.3 er strikket færdig i højden, gentages rapporten mod raglanlinjen totalt 8 gange derefter strikkes de første 3 pinde i diagrammerne." vil det sige at diagrammerne skal gentages fra bund til top 8 gange i alt? I så fald slutter man diagrammet med 5 masker, vil det så sige man bare strikker glatstrik indtil der er 1 maske tilbage inden mærketråd og så strikker første linje af A1?
20.10.2024 - 15:26DROPS Design svaraði:
Hej Kimmie, ja alle de nye masker strikkes i glatstrik, så du tager ud ifølge de yderste omslag i diagram A.1 og A.3
23.10.2024 - 14:52
Ulrika skrifaði:
Jag undrar om garnet Belle passar till den här modellen?
14.06.2024 - 15:36DROPS Design svaraði:
Hej Ulrika. Ja du kan använda DROPS Belle till detta mönster. Se bara till att du får den stickfasthet som uppges i mönstret och beräkna riktig garnåtgång. Mvh DROPS Design
20.06.2024 - 13:22
Suzy Lunders skrifaði:
Hallo, ik heb nog een vraagje voor model 206-47! Het telpatroon A.1 en A.3 als die zijn afgewerkt, moet ik dan voor de raglan te herhalen gewoon vanonder met het telpatroon terug beginnen: 1 maal meerderen volgende naald niets, dan 2 omslagen maken, volgende naald niets, volgende naald 1 omslag maken?Mvg Suzy
12.09.2023 - 14:39DROPS Design svaraði:
Dag Suzy,
Ja, je begint dan inderdaad opnieuw met A.1 en A.3 van onder naar boven.
13.09.2023 - 20:39
Suzy Lunders skrifaði:
Hallo, ik ben met model 206-47 begonnen! graag wat meer uitleg over het telpatroon: A2 daar zie ik 2 blanco vakjes, is dit 1 rij alles rechts en 1 rij alles averechts voor 1 blanco vakje of is dit 1 vakje per rij? dan 1 bolletje en 1 blanco, is dit 1 averechts en 1rechts volgende rij terug alles rechts voor 1 vakje? Dus is 1 vakje 1rij of 1rij heen en rij terug? Mvg Suzy
12.09.2023 - 14:31DROPS Design svaraði:
Dag Suzy,
In de telpatronen zijn alle naalden weergegeven. De eerste rij van A.2 is dus recht aan de goede kant. Als je die naald aan de verkeerde kant breit, brei je hem averecht, maar het is 1 naald en geen 2 naalden. De volgende rij is 1 recht, 1 averecht.
13.09.2023 - 20:29
Winter Wheat Jacket#winterwheatjacket |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Puna eða DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með áferðamynstri á ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-47 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja sem auka á út yfir (t.d. 3 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 3) = 1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING ERMI: Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið fram að miðju lykkju á ermi (= lykkja með prjónamerki í), prjónið * 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið *-* alls 2 sinnum í sömu lykkju, prjónið 1 lykkju slétt í sömu lykkju (= 4 lykkjur fleiri í sömu lykkju). Endurtakið á hinni erminni. Nýjar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur A.2. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið lykkjum í mismunandi stærðum þannig: Stærð L og XXXL: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja brugðið (prjónamerkið situr í þessari lykkju), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). Stærð XL og XXL: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið næstu 3 lykkjur (prjónamerkið situr í miðju á þessum 3 lykkjum), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 8½-9-9-9½-10-10 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. Prjónið sléttprjón á fram- og bakstykki og áferð á ermum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 109-117-117-125-125-133 lykkjur á hringprjón 3 með Puna eða Soft Tweed. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, (= 1 lykkja slétt,1 lykkja brugðið) þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka. Munið eftir HNAPPAGT á hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 3 cm – stillið af þannig að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, er stroffið tilbúið. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið slétt yfir næstu 3-5-5-7-7-9 lykkjur og aukið jafnframt út 3-1-3-1-4-3 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING (jafnt yfir), prjónið A.1 yfir næstu lykkju, setjið eitt prjónamerki hér, (= skipting á milli vinstra framstykkis og vinstri ermi), prjónið A.2 yfir næstu 40 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.2, setjið eitt prjóna merki hér (= skipting á milli vinstri ermi og bakstykkis), A.3 yfir næstu lykkju, slétt yfir næstu 7-11-11-15-15-19 lykkjur og aukið jafnframt út 7-4-7-3-9-7 lykkjur jafnt yfir, A.1 yfir næstu lykkju, setjið eitt prjónamerki hér (= skipting á milli bakstykkis og hægri ermi), prjónið A.2 yfir næstu 40 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.2, setjið eitt prjónamerki hér (= skipting á milli hægri ermi og hægra framstykkis), prjónið A.3 yfir næstu lykju, slétt yfir næstu 3-5-5-7-7-9 lykkjur og aukið jafnframt út 3-1-3-1-4-3 lykkjur jafnt yfir, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 126-127-134-134-146-150 lykkjur í umferð. Nú er 1 prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki í stykki). Setjið eitt prjónamerki í miðju lykkju á hvorri ermi (= slétt lykkja). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram fram og til baka með mynstur A.2 á milli prjónamerkja á ermum, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan, A.1/A.3 + sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru á framstykki/bakstykki – JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu (3. umferð í A.1/A.3) byrjar ÚTAUKNING ERMI – sjá útskýringu að ofan (= 4 lykkjur fleiri á hvorri ermi). Aukið svona út í 8.-8.-6.-6.-4.-4. hverri umferð alls 6-7-10-11-13-14 sinnum. Þegar A.1 og A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, endurtakið mynstureiningu að laskalínu 7-8-9-10-11-12 sinnum til viðbótar (alls 8-9-10-11-12-13 sinnum), síðan eru fyrstu 3-3-1-1-0-0 umferðirnar prjónaðar í mynsturteikningu. Þegar öll útaukning á ermum, framstykki og bakstykki hafa verið gerðar eru 310-335-374-398-438-466 lykkjur í umferð (nú hafa verið auknar út 24-28-40-44-52-56 lykkjur á hvorri ermi og það hafa verið auknar út 35-39-41-45-48-52 lykkjur í hvorri hlið á bakstykki og í hlið á framstykki). Stykkin mælast nú ca 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki sem sett var í eftir kant í hálsmáli. Ef stykkið er styttra en þetta er prjónað áfram með áferðamynstri á ermum og sléttprjóni og kantlykkjum að framan í garðaprjóni að réttu máli. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 47-51-55-59-65-70 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 65-69-81-85-93-97 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-9-11-11-13 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 86-95-102-110-122-132 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 65-69-81-85-93-97 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-9-11-11-13 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 47-51-55-59-65-70 lykkjur sem eftir eru (= vinstra framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 198-215-230-250-274-298 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 21 cm er aukið út um 1-0-1-1-1-1 lykkju = 199-215-231-251-275-299 lykkjur. Prjónið kant þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.2, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka þar til kanturinn mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 65-69-81-85-93-97 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4,5. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 9-9-9-11-11-13 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 74-78-90-96-104-110 lykkjur. Prjónið mynstur A.2 hringinn eins og áður. Mynstrið á að ganga jafnt upp alla leiðina hringinn í umferð. Prjónið mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S, M: Prjónið áferðamynstur hringinn þar til ermin mælist 41-39 cm frá skiptingu. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stærð L, XL, XXL og XXXL: Prjónið áferðamynstur hringinn þar til ermin mælist 4 cm frá skiptingu. Setjið eitt prjónamerki í miðju lykkju undir ermi. Í næstu umferð byrjar úrtaka undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-4-4-4 sinnum = 82-88-96-102 lykkjur. Haldið áfram með áferðamynstur þar til ermin mælist 38-37-36-34 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterwheatjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-47
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.