-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
HEKLLEIÐBEININGAR:
Vegna mismunandi litunar á garninu verða ferningarnir ekki alveg eins. Þetta gefur teppinu einstakt útlit og ekkert teppi verður alveg eins.
TEPPI:
Ein dokka af Delight gefur ca 10 heklaða ferninga.
Heklið alls 77 ferninga með Delight.
Teppið á ljósmynd er heklað með 10 ferningum í litum nr 08, 09 og 11 og 47 ferninga með lit nr 10.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í ferningum sem síðar eru heklaðir saman. Í lokin er heklaður kantur í kringum allt teppið.
HEKLAÐUR FERNINGUR:
Heklið 6 loftlykkjur með heklunál nr 5 með Delight og tengið í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 15 stuðla um hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar = 16 stuðlar.
UMFERÐ 2: Heklið 5 loftlykkjur (= 1 stuðull + 2 loftlykkjur), * 1 stuðull í næsta stuðul, 2 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar = 16 stuðlar með 2 loftlykkjum á milli hverra.
UMFERÐ 3: Heklið 1 keðjulykkju um fyrsta loftlykkju bogann, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 2 stuðlar um sama loftlykkju boga, * 1 loftlykkjur, 3 stuðular um næsta loftlykkju boga *, endurtakið frá *-* umferðir hringinn og endið á 1 loftlykkju og 1 keðjulykkja í 3. loftlykkju í byrjun umferðar.
UMFERÐ 4: Heklið 1 keðjulykkju í hvern og einn af 2 fyrstu stuðlum, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju (frá fyrri umferð), * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, en endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferð (í stað um næstu loftlykkju).
UMFERÐ 5: Heklið 1 keðjulykkju um fyrstu 3 loftlykkju boga, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 2 stuðlar um sama loftlykkju boga, heklið nú 5 stuðla + 2 loftlykkjur + 5 stuðlar um hvern 6 loftlykkju boga (= horn) og 3 stuðlar um hvern 3 loftlykkju boga umferðina hringinn, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda.
FRÁGANGUR:
LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Staðsetjið ferninga með 7 ferninga á breidd og 11 ferninga á hæð. Heklið ferningana saman með Fabel – ferningarnir eru fyrst heklaðir saman á hæðina síðan á breiddina þannig:
Leggið 2 ferninga saman með röngu á móti röngu og heklið þá saman frá réttu þannig:
Heklið 1 fastalykkju um hornið á fyrsta ferningi, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja um hornið á seinni ferningi, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á fyrsta ferning, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á seinni ferningi, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á fyrsta ferning, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á seinni ferning o.s.frv. Endið þegar búið er að hekla 1 fastalykkju í síðasta hornið á báðum ferningunum, klippið frá og festið enda. ATH! Passið uppá að skiptingarnar verði fallegar á milli ferninga þegar þeir eru heklaðir saman á hæðina.
HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant í kringum allt teppið með heklunál nr 5 með Fabel – byrjið í einu horni og heklið frá réttu þannig:
UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkja, heklið nú 1 fastalykkju í hverja lykkju umferðina hringinn (þ.e.a.s. 1 fastalykkja í hvern stuðul, 1 fastalykkja í hvert horn á sjálfum ferningnum, 2 fastalykkjur í hverja skiptingu á milli ferninga og 2 fastalykkjur í hvert horn á sjálfu teppinu), endið á 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun umferðar.
UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, (= 1 stuðull), heklið nú 1 stuðul í hverja fastalykkju umferðina hringinn, en heklið 2 stuðla í hverja og eina af 2 fastalykkjum í hverju horni á teppinu = 4 stuðlar í hornum. Endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar.
UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið nú 1 stuðul í hvern stuðul, en heklið 2 stuðla í hvern og einn af 4 stuðlum í hvert horn á teppinu = 8 stuðlar í hvert horn. Endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar.
UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, * hoppið yfir 3 stuðla, 1 fastalykkja í næsta stuðul, hoppið yfir 3 stuðla, 10 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umf hringinn – passið uppá að það verði bogi í hverju horni.
Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. Smelltu hér til að sjá leiðréttinguna/arnar..
Yfirfarið á vefsvæði: 20.03.2017
UMFERÐ 4: Heklið 1 kl í hvern og einn af 2 fyrstu st, 1 ll, 1 fl um fyrstu ll (frá fyrri umf), * 3 ll, 1 fl um næstu ll, 6 ll, 1 fl um næstu ll, 3 ll, 1 fl um næstu ll, 3 ll, 1 fl um næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, en endið á 1 kl í fl í byrjun umf (í stað um næstu ll).
Jag försöker beställa drops delight 08, 09, 10 och 11 som föreslås i detta mönster. Jag kan dock inte hitta alla att köpa på nätet, har några av färgerna utgått?
24.07.2023 - 19:24DROPS Design answered:
Hei Isabelle. Ja, dessverre dette garnet er på vei å utgå og vi har kun 4 farger igjen, 05, 06, 18 og 01. Men godt mulig at farge 05 og 18 allerede er tom i butikkene. mvh DROPS Design
25.07.2023 kl. 09:34Hi, I have a question I'd like to ask privately. Is there someone who could email me please?
26.05.2023 - 12:51DROPS Design answered:
Dear Mrs George, please feel free to contact directly your DROPS store - either per mail or telephone. Happy crocheting!
26.05.2023 kl. 13:06J;aimerais savoir dans quel ordre assembler les grannys des modeles W-412 et 124-1 Merci bonnes salutations
24.01.2023 - 21:34DROPS Design answered:
Bonjour Mme Rossetti, disposez les carrés comme vous le souhaitez, il n'y a pas d'ordre précis de proposé. Bon crochet!
25.01.2023 kl. 11:48Ihan surkee ohje
23.05.2022 - 11:38Is there a video to show how to join the squares together?
04.04.2022 - 21:40DROPS Design answered:
Dear Mrs Mcloughlin, this video shows how to crochet granny squares together - remember to crochet the number of chains as explained in the pattern and not as worked in the video. Happy crocheting!
05.04.2022 kl. 09:38Bonsoir, est il possible d'avoir le diagramme du modèle bonne soirée et merci il est merveilleux
17.01.2022 - 19:06DROPS Design answered:
Bonjour Mme Moreau et merci. Il n'y a pas de diagramme pour ce modèle, uniquement des explications écrites et une vidéo montrant comment crocheter le carré. Bon crochet!
18.01.2022 kl. 08:54Hej, har köpt Drops delight till fina filten Bohemian Oasis. Ska det verkligen vara virknål nr 5 till detta ganska tunna garn? Jättesvårt att virka med så grov nål i detta garn. Man får inte med sig det riktigt.?
10.11.2021 - 16:02Jeg fikk bare litt over 8 lapper av et nøste. Har lest at mange andre ikke har fått flere enn det heller
29.10.2021 - 19:31Vielen dank, daß hilft mir auf jeden Fall weiter.
17.05.2021 - 10:00Hallo, ich bin ehrlich gesagt mit der Häkelkante nicht ganz im reinen. Könnte mir das jemand erklären?
12.05.2021 - 16:18DROPS Design answered:
Liebe Frau Schniederjann, bei der Häkelkante häkeln Sie zuerst 1 Runde mit fM (und Zunahmmen in jeder Ecke), dann 2 Runde mit Stäbchen (und Zunahmen in jeder Ecke) dann Fächer (3 Stb überspringen, 1 fM in das nächste Stb, 3 Stb überspringen, 10 Stb in das nächste Stb). Kann das Ihnen weiterhelfen? Viel Spaß beim häkeln!
17.05.2021 kl. 07:42