Jackie skrifaði:
I’m slightly confused, do I do all the increases for the raglan first then start the increase for the v neck. Or do I work two increases for the raglan then also do the increases for the v neck at the same time?
30.11.2024 - 13:16DROPS Design svaraði:
Hi Jackie, You increase for raglan and the neck at the same time. Happy knitting!
03.12.2024 - 07:04Patrizia skrifaði:
Buongiorno, c'è un video che mostra questo passaggio? Grazie mille SUGGERIMENTO PER LE MANICHE: Quando si riprendono le maglie al centro sotto la manica, ci sarà un piccolo buco nel punto di passaggio tra le maglie del corpo e delle maniche. Questo buco può essere chiuso prendendo il filo tra 2 maglie e lavorandolo insieme a ritorto con la 1° maglia tra il corpo e la manica.
18.11.2024 - 09:12DROPS Design svaraði:
Buongiorno Patrizia, al momento non è presente un video per questo modello, in quel punto deve sollevare il filo tra due maglie e lavorarlo come indicato. Buon lavoro!
20.11.2024 - 08:03Day skrifaði:
If I knit size xxl, how do I put the markers? because they are not the same.. do I need to cast on 94 only? because I counted after placing the marker I got 94..
18.11.2024 - 00:08DROPS Design svaraði:
Hi Day, In your size, you cast on 100 stitches (always use the last number in each series for your size). The markers are inserted in stitch 3, stitch 28, stitch 73 and stitch 98 (with 2 stitches left after the last marker). Happy knitting!
18.11.2024 - 06:48Faren skrifaði:
Is there possibly an error in the setup row stitch count for the XXL size? In the cast-on and first step of placing four markers, the directions are to cast on 98, then place markers to mark the sections for the front, sleeve, back, sleeve, and other front of 2, 24, 42, 24, 2. However, 2 + 24 + 42 + 24 + 2 = 94.
04.11.2024 - 17:43DROPS Design svaraði:
Dear Faren, note that the markers should be inserted each in one stitch (and not between stitches), so that you will have: 2+1+24+1+42+1+24+1+2=98 stitches. Happy knitting!
05.11.2024 - 09:19Vivianne Driscoll skrifaði:
Hi#id love to try this cardigan for my husband. I knit well but need to follow a pattern. Do you have a mans version please? I'd be willing to pay for it. Many thanks
27.10.2024 - 15:12DROPS Design svaraði:
Dear Vivianne, here you have another cardigan pattern, but for men: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=11479&cid=19. Happy knitting!
27.10.2024 - 15:22Angelika Nitsche skrifaði:
Ich möchte gerne wissen, welche Größe 44 bei ihren Strickanleitungen entspricht. Ich trage meistens 44 selten 46 bei Pullover und Hosen.
12.10.2024 - 17:09DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Nitsche, messen Sie eine ähnliche Jacke die Sie gerne haben, und vergleichen Sie die Maßen mit den in der Skizze, so finden Sie die passende Größe - hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim Stricken!
14.10.2024 - 08:07Janny Van Duijvenvoorde skrifaði:
Welke maten horen er bij het aantal steken? Vriendelijke groet Janny van Duijvenvoorde
11.10.2024 - 14:51DROPS Design svaraði:
Dag Janny,
Als er een reeks getallen staan in het patroon dan geldt het eerste getal voor maat S, het tweede getal voor maat M, enzovoort.
12.10.2024 - 09:01
Deep River Cardigan |
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Daisy eða DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og v-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-11 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan. Á UNDAN MERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í mynstur. Á EFTIR MERKI: Lyftið uppslættinum frá vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í mynstur. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar lykkjur eru prjónaðar upp mitt undir ermi, getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- og bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja – þessi þráður er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkju á milli fram- og bakstykki og ermi, þannig að gatið lokast. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn – ATH: Fallegast er að fella af fyrir hnappagötum með því að prjóna 2 lykkjur saman í einingu með 2 lykkjum brugðið (séð frá réttu). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo ekki myndist gat. Staðsetjið efsta hnappagatið þegar útaukning fyrir v-hálsmáli er lokið, neðsta hnappagatið er ca í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og stroffs. Þau 2 hnappagöt sem eftir eru, eru staðsett jafnt yfir á milli efsta á neðsta hnappagats. ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við og fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokið eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hægra framstykki, kanti í hálsmáli að aftan og niður meðfram vinstra framstykki og prjónaður er kantur að framan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 90-92-94-96-98-100 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Daisy eða DROPS Karisma. Setjið 4 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar þannig: Teljið 2 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 24 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 34-36-38-40-42-44 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 24 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, það eru 2 lykkjur eftir í umferð (= framstykki). Prjónið sléttprjón með 1 lykkju GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – lesið útskýringu að ofan, auka á út lykkjur fyrir laskalínu og v-hálsmáli. Þetta er gert samtímis, lestu því LASKALÍNA og V-HÁLSMÁL að neðan áður en prjónað er áfram. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu á undan og á eftir hverja lykkju með merki – lesið LEIÐBEININGAR LASKALÍNA að ofan (= 8 lykkjur fleiri) alls 9-9-13-16-14-11 sinnum í annarri hverri umferð. Síðan heldur útaukningin áfram þannig: Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð á framstykkjum og bakstykki, en á ermum er nú einungis aukið út í 4. hverri umferð (= til skiptis 4 og 8 lykkjur fleiri), endurtakið þessa útaukningu alls 22-24-22-22-28-36 sinnum á framstykkjum og bakstykki og 11-12-11-11-14-18 sinnum á ermum. Nú hefur verið aukið út alls 31-33-35-38-42-47 sinnum fyrir laskalínu á framstykkjum og bakstykki og 20-21-24-27-28-29 sinnum á ermum. V-HÁLSMÁL: Þegar aukið hefur verið út 2 sinnum fyrir laskalínu byrjar útaukning fyrir v-hálsmáli. Aukið er út fyrir v-hálsmáli frá réttu í báðum hliðum (= 1 lykkja fleiri í hvorri hlið) innan við 2 lykkjur (þ.e.a.s. 1 lykkja garðaprjón + 1 lykkja sléttprjón), aukið út í 4. hverri umferð 16-17-18-19-20-21 sinnum. Setjið 1 merki í lykkju með sléttprjóni, aukið út með uppslætti á sama hátt og útskýrt er undir laskalína – aukið út á eftir lykkju með merki í byrjun umferðar og á undan lykkju með merki í lok umferðar. Á eftir síðustu útaukningu eru 326-342-366-394-418-446 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 23-24-26-28-30-34 cm, mælt beint niður (ekki meðfram v-hálsmáli) frá byrjun á laskalínu á framstykki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 50-53-56-60-65-71 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 64-66-72-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-18 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 98-104-110-118-128-140 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 64-66-72-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-18 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 50-53-56-60-65-71 lykkjur eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 214-230-246-266-290-318 lykkjur. Prjónið sléttprjón og 1 lykkju slétt í hvorri hlið þar til stykkið mælist 45-47-49-50-52-54 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að framan. Í næstu umferð frá réttu byrjar stroff JAFNFRAMT er aukið út um 22-26-26-26-30-34 lykkjur jafnt yfir í umferð = 236-256-272-292-320-352 lykkjur, prjónið þannig: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið – munið eftir útaukningunni) þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 lykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm er fellt af. Peysan mælist 50-52-54-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að framan og ca 56-58-60-62-64-cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 64-66-72-78-80-82 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-10-12-14-16-18 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi, lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN = 72-76-84-92-96-100 lykkjur. Setjið 1 merkþráð mitt í 8-10-12-14-16-18 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón hringinn JAFNFRAMT þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkað eru um 2 lykkjur í hverjum 4-3½-3-2-1½-1½ cm alls 7-8-10-13-14-15 sinnum = 58-60-64-66-68-70 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 35-35-33-31-29-26 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 6-8-8-6-8-8 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 64-68-72-72-76-78 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8-8-8-9-9-9 cm fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 43-43-41-40-38-35 cm frá skiptingunni. KANTUR AÐ FRAMAN: Notið hringprjón 3. Byrjið frá réttu neðst meðfram opi á peysu og prjónið upp ca 296-304-316-328-340-352 lykkjur innan við 1 kantlykkju (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4), prjónið upp meðfram hægra framstykki, meðfram kanti í hálsmáli og niður meðfram vinstra framstykki. Prjónið stroff fram og til baka þannig (fyrsta umferð er frá röngu): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til kantur að framan mælist 1½ cm. Nú er fellt af fyrir 4 hnappagötum jafnt yfir – lesið HNAPPAGAT í útskýringu að ofan. Fellið af þegar kantur að framan mælis t3 cm. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.