Crystal Rain |
||||||||||
|
|
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Daisy. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, norrænu mynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 252-1 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir í eitt númer grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið lykkju með merki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Prjónið síðan bakstykkið með mynstri niður á við samtímis sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlarvídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, síðan eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 39-41-43-45-47-49 lykkjur á hringprjón 4 með litnum marsipan í DROPS Daisy. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 14-16-18-20-22-24 sinnum (= 28-32-36-40-44-48 prjónaðar umferðir), eftir síðustu útaukningu eru = 95-105-115-125-135-145 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið 6 umferðir fram og til baka án útaukningar í litnum marsipan. Prjónið síðan þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón með litnum marsipan, MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan – eins og útskýrt er í A.1 (= 9-10-11-12-13-14 mynstureiningar á breidd), prjónið fyrstu lykkju í A.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið), prjónið 2 lykkjur sléttprjón með litnum marsipan. Haldið áfram þar til stykkið mælist 11-12-13-13-14-15 cm frá merki yst í hliðinni, endið með umferð frá röngu og athugið hvaða umferð í mynstri þetta er. Nú er aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið 2 lykkjur slétt með litnum marsipan, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt með litnum marsipan. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið og A.1, útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í A.1. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum = 103-113-123-133-143-153 lykkjur í umferð. Prjónið síðan mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 14-15-16-16-17-18 cm og athugið hvaða umferð í mynstri þetta er. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykkið prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju með litnum marsipan = 28-32-36-40-44-48 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum uppfitjunarkanti. Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 9 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 32-36-40-44-48-52 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykkið prjónað eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við handveg og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju = 28-32-36-40-44-48 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum uppfitjunarkanti. Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 9 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 32-36-40-44-48-52 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Setjið síðan framstykkin saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 32-36-40-44-48-52 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 31-33-35-37-39-41 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið 32-36-40-44-48-52 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 95-105-115-125-135-145 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni í litnum marsipan þar til stykkið mælist 14-14-14-16-16-16 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið síðan þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón með litnum marsipan, MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan – eins og útskýrt er í A.1 (= 9-10-11-12-13-14 mynstureiningar á breiddina), prjónið fyrstu lykkju í A.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið), prjónið 2 lykkjur sléttprjón með litnum marsipan. Haldið áfram þar til stykkið mælist 23-24-25-27-28-29 cm frá merki yst í hliðinni. Passið uppá að þetta sé sama umferð í mynstri og sem prjónuð var á bakstykki á undan útaukningu fyrir handveg. Nú er aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið 2 lykkjur slétt með litnum marsipan, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt með litnum marsipan. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið og A.1. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum = 103-113-123-133-143-153 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 26-27-28-30-31-32 cm – passið uppá að þetta sé sama umferð í mynstri og á bakstykki. Nú eru stykkin sett saman. FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið áfram með A.1 yfir 103-113-123-133-143-153 lykkjur frá framstykki, þær 2 lykkjur í hvorri hlið í litnum marsipan eru núna prjónaðar í mynstur A.1, fitjið upp 7 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), haldið áfram með A.1 yfir 103-113-123-133-143-153 lykkjur frá bakstykki, þær 2 lykkjur í litnum marsipan í hvorri hlið eru nú prjónaðar í mynstur A.1 og fitjið upp 7 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 220-240-260-280-300-320 lykkjur í umferð. Nú er prjónað í hring, A.1 er prjónað yfir allar lykkjur og það er pláss fyrir 22-24-26-28-30-32 mynstureiningar af A.1 í umferð. Prjónið þar til framstykkið mælist 63-65-67-68-70-72 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið), jafnframt sem í fyrstu umferð er aukið út um 20-24-24-28-28-32 lykkjur jafnt yfir = 240-264-284-308-328-352 lykkjur. Prjónið stroff svona í 6-6-6-7-7-7 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. Framstykkið mælist 69-71-73-75-77-79 cm mælt frá uppfitjunarkanti, framstykkið er ca 3 cm lengra en loka mál þar sem uppfitjunarkanturinn er ekki mitt ofan á öxl, heldur aðeins niður á bakstykki, peysan mælist ca 66-68-70-72-74-76 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 6 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 3 og byrjið í miðjulykkju sem fitjuð var upp mitt undir ermi - prjónið upp 88-92-98-102-106-110 lykkjur með litnum marsipan – stillið af að prjónaðar sé upp jafnmargar lykkjur hvoru megin við merki. Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 merki í miðjulykkju undir ermi og færið merkið frá öxl að miðjulykkju mitt ofan á ermi – það eiga núna að vera jafnmargar lykkjur á milli lykkja með merki í. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 10-10-12-12-12-14 lykkjur fram hjá lykkju með merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 10-10-12-12-12-14 lykkjur fram hjá lykkju með merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Prjónið UMFERÐ 3 og 4 þar til snúið hefur verið við alls 14 sinnum (= 7 sinnum í hvorri hlið og síðasta prjónaða umferðin sé frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð þá endar umferðin með að snúa stykkinu, síðan er prjónað frá réttu að byrjun umferðar (mitt undir ermi). Nú er prjónað í hring eftir mynsturteikningu A.1 yfir allar lykkjur, mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en teljið út frá lykkju með merki í mitt ofan á öxl hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – lykkja með merki í mitt ofan á ermi á að passa við merkingu fyrir miðjulykkju í A.1. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1 cm mælt mitt undir ermi er fækkað um 2 lykkjur 4 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 3-2½-2-2-2-1½ cm alls 11-12-13-14-15-16 sinnum = 58-60-64-66-68-70 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 46-44-43-41-39-38 cm frá öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 6-8-4-6-4-8 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 64-68-68-72-72-78 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af. Ermin mælist ca 52-50-49-48-46-45 cm frá miðju ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 2 og litinn marsipan. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 112 til 136 lykkjur innan við 1 lykkju – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 9-9-9-10-10-10 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og fellið af aðeins laust. Brjótið niður kant í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður með nokkrum sporum við hvora öxl. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Athugasemdir / Spurningar (19)
Satta Simona skrifaði:
Sarebbe bello avere anche una versione per bambini
11.08.2024 - 08:39Monika skrifaði:
Nordic elegance
10.08.2024 - 22:51Susanna skrifaði:
Friesland
09.08.2024 - 19:59Katy skrifaði:
Snowfall
09.08.2024 - 13:25Ania skrifaði:
Love it! Looks like Winter Wonderland.
09.08.2024 - 11:01Agnieszka skrifaði:
Piękny 😍
09.08.2024 - 09:12Lucie skrifaði:
Frosted windowpanes
09.08.2024 - 04:07Rae skrifaði:
Winter Lace
08.08.2024 - 22:12Hilde skrifaði:
Icy peaks (islagte fjell)
08.08.2024 - 22:10Heather T R skrifaði:
Petra
08.08.2024 - 21:43