-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.
ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 14 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 5,8.
Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju, ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat.
KANTLYKKJUR:
Í byrjun umferðar eru prjónaðar 2 kantlykkjur þannig:
Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt.
Í lok umferðar eru prjónaðar 2 kantlykkjur þannig:
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt.
Endurtakið þetta í byrjun og í lok hverrar umferðar.
HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að kantur í hálsmáli hefur verið prjónaður til loka. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með 10-10-9-9-10-10½ cm millibili.
LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman.
ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður.
TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Fitjið upp 84-88-92-96-100-104 lykkjur á hringprjón 4,5 með litnum kamel DROPS Nepal. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga).
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni.
Haldið svona áfram með stroff í 5 cm. Fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 96-100-104-108-112-116 lykkjur. Prjónið síðan þannig – frá réttu: Prjónið 2 KANTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan, 5 lykkjur í garðaprjóni (= 7 kantlykkjur að framan), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt, 5 lykkjur í garðaprjóni, 2 KANTLYKKJUR (= 7 kantlykkjur að framan). Haldið svona áfram með stroff í 5 cm (prjónaðir hafa verið alls 10 cm í stroffprjóni). Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 82-86-90-94-98-102 lykkjur, jafnframt því sem aukið er út um 14-18-20-24-26-28 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING, prjónið síðustu 7 lykkjur sem áður = 110-118-124-132-138-144 lykkjur. Kantur í hálsmáli er síðar brotinn niður og saumaður fastur, þannig að það myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli.
Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan.
BERUSTYKKI:
Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Fellið af fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. Prjónið sléttprjón með 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið með litnum kamel í 4 cm, í næstu umferð frá réttu er aukið út um 15-19-21-25-27-29 lykkjur jafnt yfir = 125-137-145-157-165-173 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu (kantlykkjur að framan halda áfram sem áður). Lesið LEIÐBEININGAR og næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig:
7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.1, A.2 þar til 11 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni eins og áður. Kantlykkjur að framan eru alltaf prjónaðar í litnum kamel niður að umferð með ör í A.2, síðan eru kantlykkjur að framan prjónaðar í litnum beige (ef liturinn beige er ekki notaður í mynstri, er þræðinum snúið á milli kantlykkja að framan og lykkja í mynstri til að koma í veg fyrir göt, til að þurfa ekki að þræða þráðinn yfir allar lykkjurnar í umferðinni, er hægt að gera litlar dokkur fyrir kantlykkjur að framan í hvorri hlið).
Í síðustu umferð í A.1/A.2/A.3 er aukið út um 0-4-2-6-4-2 lykkjur jafnt yfir = 233-261-275-303-317-331 lykkjur. Síðan er prjónað þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.4, A.5 þar til 13 lykkjur eru eftir, prjónið A.6 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Þegar A.4, A.5 og A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 265-297-313-345-361-377 lykkjur í umferð.
Stykkið er síðan prjónað í sléttprjóni og kantlykkjur að framan eins og áður með litnum beige.
Þegar stykkið mælist 25-25-26-26-28-30 cm (mælt eftir stroff), skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuðu þannig:
Prjónið 46-50-52-58-62-65 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 48-56-60-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 77-85-89-101-109-115 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 48-56-60-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið þær 46-50-52-58-62-65 lykkjur sem eftir eru eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig.
HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT!
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 181-197-209-233-253-269 lykkjur.
Prjónið sléttprjón fram og til baka með 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið með litnum beige þar til stykkið mælist 29-31-32-34-34-34 cm frá skiptingu.
Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 19-19-19-23-27-27 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki aukið út yfir kanta að framan) = 200-216-228-256-280-296 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum frá réttu. Peysan mælist ca 64-66-68-70-72-74 cm frá öxl.
ERMI:
Setjið 48-56-60-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-62-68-72-74-78 lykkjur.
Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn með litnum beige.
Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 14-6½-4½-3½-4-3 cm millibili alls 3-5-6-8-7-9 sinnum = 48-52-56-56-60-60 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 33-33-33-33-31-30 cm frá skiptingu. Nú eru eftir 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff.
Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-8-8-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 56-60-64-64-68-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum. Ermin mælist ca 39-39-39-39-37-36 cm.
Prjónið hina ermina á sama hátt.
FRÁGANGUR:
Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur.
Saumið saman op mitt framan í köntum að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan.
Mynstur
|
= beige |
|
= skógur |
|
= valhneta |
|
= grágrænn |
|
= ljós beige |
|
= kamel |
|
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat
|


Dream catcher
05.08.2023 - 19:30Dream catcher
04.08.2023 - 15:43