×
Spring Circle Potholders by DROPS Design
Heklaðir pottaleppar úr DROPS Paris. Stykkið er heklað í hring frá miðju og út með röndum og kúlum. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-1600
DROPS Design: Mynstur w-908
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------
STÆRÐ:
Stykkið mælist ca 19 cm að þvermáli.
EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
50 g litur 06, kirsuber
50 g litur 12, rauður
50 g litur 17, natur
50 g litur 33, bleikur
50 g litur 35, vanillugulur
50 g litur 41, sinnep
Ef þú vilt hafa 2 pottaleppa í einum lit þá þarf: ca 100 g DROPS Paris.
HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3,5
HEKLFESTA:
18 stuðlar á breidd og 10,5 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.
ATH: Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni heklunál.
-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
LOFTLYKKJA:
Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju / hálfur stuðull / stuðull.
HEKLLEIÐBEININGAR:
Allar umferðir með fastalykkjum / hálfum stuðlum / stuðlum byrja með 1 / 2 / 3 loftlykkjur, loftlykkjur koma ekki í stað fyrstu fastalykkju / hálfa stuðul / stuðul í umferð, heldur kemur sem viðbót. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. / 2. / 3. loftlykkju frá byrjun á umferð.
LITASKIPTI:
Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit er síðasta keðjulykkjan í umferð hekluð með litnum sem á að nota í næstu rönd.
ATH: Í 6. og 11. umferð er heklað með tveimur litum í umferð. Til að litaskiptingin verði falleg er heklað þannig:
Skiptið yfir í litinn natur áður en þræðinum er brugðið yfir heklunálina og þráðurinn dreginn í gegn í lokin á stuðli sem er á undan kúlu. Skiptið yfir í litinn blush á undan loftlykkju í lok á kúlu. Sá þráður sem ekki er heklað með er lagður yfir lykkjurnar frá fyrri umferð, þannig að heklað er utan um þráðinn. Þráðurinn sést því ekki og fylgir með umferðina hringinn.
RENDUR:
UPPFITJUN + UMFERÐ 1: vanillugulur
UMFERÐ 2: kirsuber
UMFERÐ 3: natur
UMFERÐ 4: sinnep
UMFERÐ 5: rauður
UMFERÐ 6: kúlurnar eru heklaðar í litnum natur og stuðlar eru heklaðir í litnum bleikur. ATH! Í pottalepp-2 eru ekki heklaðar kúlur, einungis stuðlar í litnum bleikur.
UMFERÐ 7: vanillugulur
UMFERÐ 8: kirsuber
UMFERÐ 9: sinnep
UMFERÐ 10: rauður
UMFERÐ 11: kúlurnar eru heklaðar í litnum natur og hálfir stuðlar eru heklaðir í litnum sinnep. ATH! Í pottalepp-2 eru ekki heklaðar kúlur, einungis stuðlar í litnum sinnep.
UMFERÐ 12: bleikur
UMFERÐ 13: vanillugulur
UMFERÐ 14: kirsuber
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
POTTALEPPAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring frá miðju og út. Heklaður er einn pottaleppur með kúlum og röndum og annar pottaleppur einungis með röndum.
POTTALEPPUR-1:
Notið DROPS Paris í litnum vanillugulur og heklunál 3,5.
Heklið 5 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR, RENDUR og LITASKIPTI og heklið mynsturteikningu A.1 alls 12 sinnum um loftlykkjuhringinn.
ATHUGIÐ HEKLFESTU!
Þegar síðasta umferð í mynsturteikningu hefur verið hekluð til loka, eru 108 lykkjur í umferð, ekki klippa þráðinn eftir að umferð hefur verið hekluð. Heklið 1 umferð með krabbahekli, þ.e.a.s. heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju frá síðustu umferð á pottaleppnum, en heklið frá vinstri til hægri (aftur á bak).
Þegar komið er að byrjun á umferð, heklið 20 loftlykkjur fyrir lykkju, festið lykkjuna með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju. Klippið þræðina og festið.
POTTALEPPUR-2:
Notið DROPS Paris í litnum vanillugulur og heklunál 3,5.
Heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR, RENDUR og LITASKIPTI og heklið mynsturteikningu A.2 alls 12 sinnum um loftlykkjuhringinn.
Þegar síðasta umferð í mynsturteikningu hefur verið hekluð til loka, eru 108 lykkjur í umferð, ekki klippa þráðinn eftir að umferð hefur verið hekluð. Heklið 1 umferð með krabbahekli, þ.e.a.s. heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju frá síðustu umferð á pottaleppnum, en heklið frá vinstri til hægri (aftur á bak).
Þegar komið er að byrjun á umferð, heklið 20 loftlykkjur fyrir lykkju, festið lykkjuna með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju. Klippið þræðina og festið.
Mynstur
|
= Byrjið hér! Heklið 5 loftlykkjur sem tengdar eru saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju – sjá punkt í hring. Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju / hálfur stuðull / stuðull. |
|
= 1 stuðull í lykkjuna fyrir neðan |
|
= 1 fastalykkja í lykkjuna fyrir neðan |
|
= 1 hálfur stuðull um loftlykkjuhring / í lykkjuna fyrir neðan |
|
= KÚLA: Munið eftir LITASKIPTI og skiptið yfir í litinn natur áður en kúlan er hekluð.
Heklið 4 stuðla í lykkjuna fyrir neðan – en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin á hverjum stuðli (5 lykkjur á heklunálinni), skiptið yfir í annan lit í umferð og dragið síðan uppsláttinn í gegnum allar lykkjurnar á hekunálinni. Heklið 1 loftlykkju sem heldur stuðlunum saman, dragið aðeins í kúluna frá bakhlið þannig að hún standi út. Í næstu umferð er einungis heklað efst á kúlu, hoppað er yfir loftlykkju.
|
What does it mean symbols = 1 treble crochet in stitch below symbols = 1 double crochet in stitch below. What is the stitch below? Not the normal next stitch? Is this the one even previous to this?
23.03.2023 - 14:29DROPS Design answered:
Dear Mrs Araujo, this means you have to crochet the double crochet in one stitch (not between stitch, not around the stitch but in the stitch on previous round), ie just normally. This lesson might help you to understand how to read crochet diagrams. Happy crocheting!
23.03.2023 kl. 14:55Hi there, I think I am missing on how to increase in this pattern despite having read it 5 times...could you clarify?
23.03.2023 - 14:22DROPS Design answered:
Dear Mrs Araujo, the increases are shown in the diagrams, ie when 2 symbols are pointing towards the same stitch on previous round, this means you have to work 2 stitches in the same stitch. for ex. on 2nd round you will work 2 half-treble crochets (UK-English) in each treble crochet on previous round (= 24 half-treble crochets at the end of 2nd round). Happy crocheting!
23.03.2023 kl. 14:54