DROPS Extra / 0-1444

Baking Party by DROPS Design

Heklaðir pottaleppar úr DROPS Paris. Stykkið er heklað með litamynstri í hring. Þema: Jól.

DROPS Design: Mynstur w-737
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: ca 20 cm að þvermáli.

EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
50 g litur 38, kórall
50 g litur 01, apríkósa
50 g litur 27, ferskja
50 g litur 37, rústrauður
50 g litur 30, gráblár
50 g litur 14, skærgulur
50 g litur 11, ópalgrænn

HEKLFESTA:
18 stuðlar á breidd og 10,5 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3,5.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2156kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

LITAMYNSTUR (heklað í hring):
Þegar skipt er um lit í byrjun á umferð er hekluð keðjulykkja í lok fyrri umferðar með nýja litnum.
Þegar heklað er með mörgum litum í umferð með stuðlum er heklað þannig: Heklið síðasta stuðulinn með fyrsta litnum, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegn með nýja litnum, heklið síðan næsta stuðul.
Þegar heklað er með tveimur litum eru þræðirnir með þeim lit sem ekki er heklað með lagðir yfir lykkjurnar frá fyrri umferð. Síðan er heklað utan um þræðina þannig að þeir sjáist ekki og fylgja með hringinn.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjum.
Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð.
Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er byrjað með 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferð.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. 1 rúða = 1 stuðull.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

POTTALEPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring frá miðju og út. Heklaðir eru 2 pottaleppar.

POTTALEPPUR:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3,5 með kórall og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan hringinn og eftir mynsturteikningu A.1 (heklaðar eru 12 mynstureiningar af A.1 á breiddina) – sjá LITAMYNSTUR!
UMFERÐ 1: Heklið 12 stuðla um hringinn – sjá HEKLLEIÐBEININGAR!
UMFERÐ 2: Heklið 2 stuðla í hvern stuðul = 24 stuðlar.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 stuðul í fyrsta stuðul, 2 stuðlar í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 36 stuðlar.
UMFERÐ 4: Heklið * 1 stuðul í hvern og einn af 2 fyrstu stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 48 stuðlar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 5-10: Haldið áfram með útaukningar og mynstur eins og áður, þ.e.a.s. í hverri umferð er heklaður 1 stuðull fleiri á milli útaukninga = 120 stuðlar.
UMFERÐ 11: Heklið síðustu umferð með kórall þannig: Heklið 10 loftlykkjur fyrir lykkju, heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju í umferð, haldið síðan áfram hringinn með 1 fastalykkju í hverja lykkju, endið með 10 fastalykkjur um 10 loftlykkjur fyrir lykkju/hanka. Pottaleppurinn mælist ca 20 cm að þvermáli.
Heklið annan pottalepp alveg eins.

Mynstur

= kórall
= ferskja
= apríkósa
= rústrauður
= gráblár
= skærgulur
= ópalgrænn

Athugasemdir (0)

Það eru engar athugasemdir á þessu mynstri. Bættu við þinni!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1444

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.