-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2/A.3).
HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-6-8-8-7-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-6-8-8-7-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-5-7-7-6-6-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-5-7-7-6-6-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 7-9-9-9-11-13-15 lykkjur eru eftir á prjóni.
ÚRTAKA (á við um tá):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Endurtakið við hitt prjónamerkið.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá stroffi og niður að tá.
Lengd á sokk samsvarar lengd á fæti. Ef óskað er eftir að sokkurinn strekkist aðeins þegar hann er mátaður, þá er hægt að prjóna aðeins styttra á lengdina áður en fellt er af fyrir tá.
STROFF:
Fitjið upp 44-44-52-52-60-60-68 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum ljós brúnn í DROPS Karisma.
Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan 1 umferð stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Skiptið yfir í litinn sítróna og haldið áfram þar til stroffið mælist 3-3-3-3-4-4-5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 40-40-48-48-56-56-64 lykkjur.
Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið A.1 alls 5-5-6-6-7-7-8 sinnum umferðina hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Í umferð merktri með ör-1 í A.1 er fækkað um 2-0-2-0-4-4-4 lykkjur jafnt yfir = 38-40-46-48-52-52-60 lykkjur.
Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós púðurbleikur þar til stykkið mælist 16-16-17-17-18-18-19 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð er fækkað um 0-0-0-0-4-0-4 lykkjur jafnt yfir = 38-40-46-48-48-52-56 lykkjur. Klippið þráðinn.
Prjónið nú hæl og fót eins og útskýrt er að neðan.
HÆLL OG FÓTUR:
Haldið eftir fyrstu 10-10-12-12-12-13-14 lykkjum á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 19-21-23-25-25-27-29 lykkjur á þráð (mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 9-9-11-11-11-12-13 lykkjum á prjóni fyrir hæl = 19-19-23-23-23-25-27 hællykkjur á prjóni.
Prjónið 2 umferðir sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur með litnum millibleikur.
Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig:
STÆRÐ 24/25 - 26/28 - 29/31 - 32/34 - 35/37:
4-4-6-6-6 lykkjur sléttprjón með litnum millibleikur, A.2, 4-4-6-6-6 lykkjur sléttprjón með litnum millibleikur.
STÆRÐ 38-40 - 41/43:
6-7 lykkjur sléttprjón með litnum millibleikur, A.3, 6-7 lykkjur sléttprjón með litnum millibleikur.
ALLAR STÆRÐIR:
Þegar A.2/A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið sléttprjón með litnum millibleikur þar til allur hællinn mælist 5-5-5½-5½-6-6-6½ cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í síðustu umferð – síðar á að mæla stykkið frá þessu prjónamerki.
Prjónið HÆLÚRTAKA með litnum millibleikur – sjá útskýringu að ofan!
Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð með litnum ljós púðurbleikur þannig: Prjónið sléttprjón yfir 7-9-9-9-11-13-15 hællykkjur, prjónið upp 11-11-12-12-13-13-14 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið sléttprjón yfir 19-21-23-25-25-27-29 lykkjur af þræði ofan á fæti og prjónið upp 11-11-12-12-13-13-14 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hælnum = 48-52-56-58-62-66-72 lykkjur. Prjónið að miðju undir hæl – umferðin byrjar núna hér.
Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 19-21-23-25-25-27-29 lykkjur ofan á fæti.
Prjónið sléttprjón með litnum ljós púðurbleikur og fækkið lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki ofan á fæti slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir seinna prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman.
Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 3 sinnum og eftir það í annarri hverri umferð alls 3-5-5-6-6-6-7 sinnum = 36-36-40-40-44-48-52 lykkjur.
Prjónið áfram þar til stykkið mælist 9-11-12-14-16-17-19 cm frá prjónamerki á hæl, mælt undir fæti. Prjónið A.4 í kringum fótinn. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós brúnn þar til stykkið mælist 11-13-14-16-18-19-21 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð er fækkað um 2-0-2-0-2-2-2 lykkjur jafnt yfir = 34-36-38-40-42-46-50 lykkjur. Nú eru eftir ca 4-4-4-4-4-5-5 cm til loka máls, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en fellt er af fyrir tá eins og útskýrt er að neðan.
TÁ:
Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 17-18-19-20-21-23-25 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Prjónið sléttprjón með litnum ljós brúnn. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-6-5-5-5-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 0-1-1-3-3-4-5 sinnum = 10-8-10-8-10-10-10 lykkjur eftir.
Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar, herðið að þræði og festið vel.
Sokkurinn mælist ca 15-17-18-20-22-24-26 cm frá prjónamerki á hæl, mælt undir fæti.
Prjónið hinn sokkinn alveg eins.
Mynstur
|
= natur |
|
= millibleikur |
|
= ljós púðurbleikur |
|
= sítróna |
|
= ljós brúnn |
|
= ljós ólífa |
|
= úrtökuumferð |