Radice Clémence skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas la partie sur les diminutions pour les manches. Au début, je dois en avoir 63 mailles et a la fin en avoir 45.
31.10.2023 - 19:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Randice, en taille M vous avez effectivement 63 mailles et vous diminuez 1 m de chaque côté 3 fois tous les rangs puis 6 fois tous les 4 rangs, autrement dit vous allez avoir: 63 - (3x2) - (6x2) = il reste 45 mailles. Bon crochet!
03.11.2023 - 07:21
Veillet skrifaði:
A quelle partie du dos et du devant doit se coudre la partie de la manche qui fait 41 mailles? Le schéma de la manche me paraît complètement erroné. Sur les dessins de manche a monter, le haut est toujours en arrondi pour suivre l'epaule. Ici il n'y a pas d'arrondi. Je suis complètement coincée. Help !
25.05.2023 - 00:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Veillet, les 41 mailles du début de la manche seront cousues en haut de l'emmanchure, les augmentations suivantes de part et d'autre jusqu'aux 63 mailles finales. Les 5 mailles augmentées de chaque côté seront assemblées aux 5 mailles montées pour les emmanchures du dos et du devant. Bon crochet et bon assemblage!
25.05.2023 - 08:59
Veillet skrifaði:
Je crochète une taille M
22.05.2023 - 15:26
Veillet skrifaði:
Voici ce que j’ai fait : 41 mailles en l’air, puis rang 1triple brides, rang 2 mailles serrées, rang 3 : augmentations de chaque coté jusqu’au rang 8 compris ( il est écrit 6 fois de chaque côté, ce qui fait 6 rangs), ce qui fait un ouvrage d’environ 10 cm. C’est ici que se niche l’erreur, car côté emmanchure dos et devant, elles sont similaires et font 21 cm)
22.05.2023 - 15:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Veillet, vous devez augmenter 6 fois tous les rangs, soit 6 rangs, alternativement (1 rang de double-brides +1 rang de mailles serrées) x 3 = 6 rangs = 7,5 cm soit 8 cm environ comme indiqué dans le schéma. Bon crochet!
22.05.2023 - 16:32
Veillet skrifaði:
Suite : et la correction du 16 mai 2023 n'apporte pas d'éclaircissement....
21.05.2023 - 15:46
Veillet skrifaði:
Je rejoins mme Bruder, quelque chose ne va pas dans les indications concernant les manches. Je viens d'envoyer un message à Kalidou où j'ai commandé la laine. Avec ces indications on se retrouve avec des emmanchures d'environ 10 cm, quand celles du dos et du devant font 21 cm
21.05.2023 - 15:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Veillet, pouvez-vous nous en dire davantage de votre problème? La correction du 16 mai indiquait d'augmenter de chaque côté tous les rangs (important pour la symétrie). N'hésitez pas à nous indiquer la taille que vous réalisez et à quel niveau vous coincez pour que nous puissions vous aider. Bon crochet!
22.05.2023 - 13:15
BRUDER skrifaði:
Bonjour, les explications concernant les manches semblent incomplètes. Pourriez vous préciser le nombre de rangs entre chaque augmentation ? en vous remerciant par avance
16.05.2023 - 15:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bruder, les manches se crochètent de haut en bas; vous augmentez d'abord de chaque côté, 5 à 11 fois tous les rangs, puis montez des chaînettes à la fin des 2 rangs suivants. Bon crochet!
16.05.2023 - 15:59
Nanna skrifaði:
Der som det står \"Når arbeidet måler 17-17-17-15-14-12 cm fra skulderen, starter økningen til ermehull.\" Hvis jeg skal ha størrelse S, skal jeg da hekle til 17 cm eller 12 cm, for det virket bare litt rart om det skulle være 17cm ettersom de større størrelsene ser ut til å være mindre cm da? 😅
23.01.2023 - 13:31
Nanny Lovell skrifaði:
Virknål 4,5 16 m ska bli 10x10 varannan fast maska o varannan dubbelstolpe 8 varv men min bredd blir 10 cm o höjd 9 cm vad att göra vill virka rustik rust med mitt ullgarn från våra får.?
08.11.2020 - 20:45DROPS Design svaraði:
Hei Nanny. I denne modellen er det brukt DROPS Sky, om du ønsker å bruke et annet garn (ullgarn fra Våre Får?) må du sjekke heklefastheten, evnt gå opp eller ned i heklenål størrelse for å få den heklefastheten som er oppgitt i oppskriften. mvh DROPS design
16.11.2020 - 14:25
Carolina Björkman skrifaði:
Enkel men ändå effektfull modell
04.06.2020 - 15:49
Rustic Rust#rusticrustsweater |
|
![]() |
![]() |
Hekluð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er heklað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, heklið 1 loftlykkju í byrjun á umferð. Þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu lykkju. Í hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, heklið 4 loftlykkjur í byrjun á umferð. Þessar 4 loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta tvíbrugðna stuðul í umferð. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að hekla 2 lykkjur í eina lykkju. ÚRTAKA (á við um ermar): Heklið 2 fastalykkjur saman í 1 fastalykkju: * Stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). Heklið 2 tvíbrugðna stuðla saman í 1 tvíbrugðinn stuðul: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul alveg eins. Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 tvíbrugðinn stuðull færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka í stykkjum, ofan frá og niður. Ermar eru heklaðar fram og til baka, ofan frá og niður. Að lokum eru stykkin saumuð saman. BAKSTYKKI: Hægri öxl: Heklið 18-20-21-21-23-25 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU, með heklunál 4,5 með Sky. Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju = 18-20-21-21-23-25 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá og heklið vinstri öxl. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Vinstri öxl: Heklið 18-20-21-21-23-25 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU, með heklunál 4,5 með Sky. Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju = 18-20-21-21-23-25 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Heklið nú bæði stykkin saman þannig: UMFERÐ 3: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju þar til 1 lykkja er eftir, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, heklið 24-24-24-26-26-26 lausar loftlykkjur (= hálsmál), heklið síðan yfir lykkjurnar frá hægri öxl þannig: Heklið 2 tvíbrugðna stuðla í fyrstu lykkju, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja af 17-19-20-20-22-24 lykkjum sem eftir eru = 62-66-68-70-74-78 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með tvíbrugðnum stuðlum frá réttu og fastalykkjum frá röngu. Þegar stykkið mælist 17-17-17-15-14-12 cm frá öxl, byrjar útaukning fyrir handveg. Aukið út um 1 lykkju með því að hekla 2 lykkjur í ystu lykkju í hvorri hlið á stykki í hverri umferð alls 2-3-4-6-8-10 sinnum í hvorri hlið = 66-72-76-82-90-98 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 5-5-6-7-8-9 lausar loftlykkjur fyrir handveg = 76-82-88-96-106-116 lykkjur. Nýjar lykkjur eru heklaðar inn í mynstur, þ.e.a.s. önnur hver umferð með fastalykkjum og tvíbrugðnum stuðlum. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl – stillið af að endað sé eftir umferð með fastalykkjum, er bakstykkið tilbúið. Klippið þráðinn frá og festið. FRAMSTYKKI: Vinstri öxl: Heklið 18-20-21-21-23-25 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU, með heklunál 4,5 með Sky. Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju = 18-20-21-21-23-25 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 3: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Haldið áfram fram og til baka með tvíbrugðnum stuðlum frá réttu og fastalykkjum frá röngu, jafnframt í 5. umferð er aukið út um 1 lykkju við hálsmál með því að hekla 2 lykkjur í aðra lykkju frá kanti í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum og í lok hverrar umferðar með fastalykkjum (= í hægri hlið á stykki séð frá réttu). Aukið svona út í hverri umferð alls 4 sinnum = 22-24-25-25-27-29 lykkjur. Síðasta umferðin sem er hekluð er frá röngu. Klippið þráðinn frá og heklið hægri öxl. Hægri öxl: Heklið 18-20-21-21-23-25 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU, með heklunál 4,5 með Sky. Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju = 18-20-21-21-23-25 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 3: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Haldið áfram fram og til baka með tvíbrugðnum stuðlum frá réttu og fastalykkjum frá röngu, jafnframt í 5. umferð er aukið út um 1 lykkju við hálsmál með því að hekla 2 lykkjur í aðra lykkju frá kanti í lokin á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum og í byrjun hverrar umferðar með fastalykkjum (= í vinstri hlið á stykki séð frá réttu). Aukið svona út í hverri umferð alls 4 sinnum = 22-24-25-25-27-29 lykkjur. Síðasta umferðin sem er hekluð er frá röngu. Nú eru stykkin 2 hekluð saman frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af fyrstu 20-22-23-23-25-27 lykkjum, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, heklið 16-16-16-18-18-18 lausar loftlykkjur (= hálsmál), heklið síðan yfir hægri öxl frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af síðustu 20-22-23-23-25-27 lykkjum = 62-66-68-70-74-78 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með tvíbrugðnum stuðlum frá réttu og fastalykkjum frá röngu. Þegar stykkið mælist 17-17-17-15-14-12 cm frá öxl, byrjar útaukning fyrir handveg. Aukið út um 1 lykkju með því að hekla 2 lykkjur í ystu lykkju í hvorri hlið á stykki í hverri umferð alls 2-3-4-6-8-10 sinnum í hvorri hlið = 66-72-76-82-90-98 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 5-5-6-7-8-9 lausar loftlykkjur fyrir handveg = 76-82-88-96-106-116 lykkjur. Nýjar lykkjur eru heklaðar inn í mynstur, þ.e.a.s. önnur hver umferð með fastalykkjum og tvíbrugðnum stuðlum. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl – stillið af að endað sé eftir umferð með fastalykkjum, er stykkið tilbúið. Klippið þráðinn frá og festið. ERMI: Heklið 40-41-42-42-42-40 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU, með heklunál 4,5 með Sky. Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju frá réttu og heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju frá röngu – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið með því að hekla 2 lykkjur í ystu lykkju í hvorri hlið á ermi. Haldið áfram fram og til baka og aukið út í hverri umferð þar til auknar hafa verið út alls 5-6-6-8-9-11 lykkjur í hvorri hlið = 50-53-54-58-60-62 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 5-5-6-7-8-9 lausar loftlykkjur (= handvegur) = 60-63-66-72-76-80 lykkjur. Nýjar lykkjur eru heklaðar inn í mynstur, þ.e.a.s. önnur hver umferð með fastalykkjum og tvíbrugðnum stuðlum. Þegar stykkið mælist ca 3 cm frá þar sem heklaðar voru 5-5-6-7-8-9 lausar loftlykkjur fyrir handveg í hvorri hlið, byrjar úrtaka í hvorri hlið á ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í hverri umferð 2-3-4-8-8-10 sinnum og í 4. hverri umferð 6-6-6-4-4-4 sinnum = 44-45-46-48-52-52 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist alls 52-52-52-52-52-52 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með fastalykkjum. Klippið þráðinn frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma í lykkjur eina og eina svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið ermar í við fram- og bakstykki. Saumið saman saum undir ermum og síðan niður yfir fram- og bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt ofan á annarri öxlinni og heklið þannig: UMFERÐ 1: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í axlasauminn, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 cm, heklið 1 fastalykkju *, heklið frá *-* hringinn allt hálsmálið og endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, heklið síðan 2 stuðla um hvern loftlykkjuboga hringinn alla umferðina, endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Klippið þráðinn frá og festið. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rusticrustsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.