Jill Scheetz skrifaði:
There are some symbols in the diagrams that do not seem to have an explanation in the 'Diagram explanations'.
25.09.2019 - 10:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Scheetz, all symbols used in diagram look to have the explanation under the diagram key, which one are you looking for?
25.09.2019 - 11:25
Jofrid Nordbø skrifaði:
Leter etter diagram A. 1A og A. 2A? Har kjøpt og mottatt garn pakke med oppskrift, men finner den ikke. Ikke her i oppskriften heller, så eg får ikke begynt... Er eg helt blind? Ingen lett oppskrift
08.09.2019 - 21:42DROPS Design svaraði:
Hei Jofrid, Diagrammene er helt ned på bunnen av sida. God fornøyelse!
09.09.2019 - 07:12
Marit skrifaði:
Det er ikke noen tegn i rutene på mønsteret, kan dere sende det til meg? Mvh Marit
08.08.2019 - 16:15DROPS Design svaraði:
Hej Marit, jo alle diagramsymboler er med i diagrammet og i diagramteksterne. God fornøjelse!
09.08.2019 - 08:27
Nashwa Sakr skrifaði:
OK thank you but where should I start measuring? From the cast on? Or from the beginning of pattern A. 1B?
03.06.2019 - 11:10DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Sakr, yes you measure from cast on. Happy knitting!
03.06.2019 - 13:47
Nashwa Sakr skrifaði:
Regarding this part " side. STRIPE 1: Color-1 = lavender, color-2 = off white. Work until the piece measures 5 cm = 2” at the shortest point." what do you mean by shortest point meaning where should I start measuring to get the 5 cm
02.06.2019 - 15:14DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Sakr, the pattern is making zigzag, ie the 5 cm/ 2" should be measured where the piece is shorter by the zigzag. Happy knitting!
03.06.2019 - 10:13
Christine skrifaði:
Kann diese Anleitung leider nicht ausdrucken, mehrfach probiert ,es kommt nur die erste Seite dann ist Schluss.
28.05.2019 - 15:10DROPS Design svaraði:
Liebe Christine, prüfen Sie mal die Ausstellungen Ihrer Druckers, es kann sein, dass ältere Informations gespeichert waren, bitte beachten Sie, daß alle Seiten gedruckt werden. Viel Spaß beim stricken!
28.05.2019 - 16:02
Helkky skrifaði:
Could you correct the diagram A1B S-M, please.
17.03.2019 - 21:25DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Helkky, symbol for working the rows 24 and 25 will be edited in A.1B, size S-M. Thanks for your feedback. Happy knitting!
18.03.2019 - 13:48
Alejandra skrifaði:
Solucionado esta perfecta la explicación del patrón!!!
17.03.2019 - 13:51
Alejandra skrifaði:
Este patrón tiene errores por favor corregir
17.03.2019 - 13:47
Helkky skrifaði:
Where can I find errata page? The Diagram A.1B for S-M has a mistake in the colour change , on row 24 there should be a symbol o for colour 1 WS ( instead of the black star =col. 2) and the next row should have the star for col 2 RS (the little star).
17.03.2019 - 01:31DROPS Design svaraði:
Dear Helkky, the corrections for each paterns (f there is one) can be found if you click on the ed letters, just below the patterns (right above teh diagram explanations). This pattern is in the newest collection and we work continiously on their transation and add corrections if necessary. Happy Knitting!
17.03.2019 - 11:55
Egyptian Feathers Jacket#egyptianfeathersjacket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tveggja lita klukkuprjóni og röndum í sikk-sakk mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-29 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN Í GARÐAPRJÓNI (prjónað fram og til baka vegna mynsturs með klukkuprjóni þannig): UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið brugðið. UMFERÐ 3 (= frá röngu): Prjónið brugðið. UMFERÐ 4 (= frá röngu): Prjónið slétt. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Fyrst er prjónað mynstur A.1A/A.2A (= stroff í kanti í hálsmáli). Þegar A.1A hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.1B/A.2B yfir A.A. Þegar A.B hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.1C/A.2C yfir A.B. RENDUR: Þegar klukkuprjón er prjónað með tveimur litum, prjónið fram og til baka á hringprjón þannig: Prjónið 1. Umferð frá réttu með litur-2, færið allar lykkjur til baka í hinn endann á hringprjóninum þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu, nema með litur-1. Snúið síðan stykkinu, prjónið 1. umferð frá röngu með litur-2, færið allar lykkjur til baka á hinn endann hringprjóninum og prjónið næstu umferð einnig frá röngu, nema með litur-1. Það eru prjónaðar 2 umferðir frá réttu með sitt hvorum litnum og 2 umferðir frá röngu með sitt hvorum litnum. Það eru einnig prjónaðar rendur í klukkuprjóni, þ.e.a.s. litur-1 = slétta lykkjan frá réttu er prjónuð og litur-2 = prjónað er í brugðnu lykkjuna frá réttu. Stillið af að hver rönd endar eftir 2 umferðir frá röngu. RÖND 1: Litur-1 = fjólublár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 5 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 2: Litur-1 = gráblár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 9 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 3: Litur-1 = natur, litur-2 = fjólublár. Prjónið þar til A.1c og A.2c hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Síðasta umferðin í mynsturteikningu er prjónuð með litnum fjólublár frá réttu. Prjónið síðan rendur á berustykki og fram- og bakstykki þannig (kantar að framan í garðaprjóni eru prjónaðir eins og áður): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið brugðið með litnum natur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt með litnum fjólublár. Færið allar lykkjur til baka á hinn endann á hringprjóni þannig að hægt sé að prjóna næstu umferð frá röngu. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið slétt með litnum natur. UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið slétt með litnum fjólublár. Færið allar lykkjur til baka á hinn endann á hringprjóninum þannig að hægt sé að prjóna næstu umferð frá réttu. Endurtakið umferð 1 til 4. LEIÐBEININGAR-1: Ef þú ert ekki viss um hvaða lit þú átt að prjóna með næst, þá getur þú alltaf séð hvaða litur var prjónaður í fyrri umferð á kantlykkjum að framan. LEIÐBEININGAR-2: Allur lykkjufjöldi sem er gefinn upp þegar prjónað er klukkuprjón er án uppsláttar, þar sem uppslátturinn tilheyrir sléttu lykkjunni og er talið saman sem 1 lykkja (ef annað er ekki tekið fram). ÚRTAKA (á við um miðju undi ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 331 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim fjölda lykkja sem eftir er 321 lykkjur með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 80,25. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 80. hverja lykkju (ekki er aukið út yfir kanta að framan). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Allar útaukningar eru gerðar frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur brugðið (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðið frá réttu og slétt frá röngu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur saman og prjónið síðustu lykkjuna. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður venjulega svo það myndist gat (þ.e.a.s. uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn). Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu með ca 9-9-8-8-8½-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykki er prjónað í tveggja lita klukkuprjóni með sikk-sakk mynstri, síðan er stykkið prjónað í sléttprjóni með rönguna út og rendur með 1 umferð af hverjum lit. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 131-143-143-155-155-167 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið frá röngu þannig: 5 sléttar kantlykkjur að framan, prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir og endið með 5 sléttar kantlykkjur að framan. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= alls 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum), prjónið A.2A (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.1A og A.2A hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið síðan mynstur þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu með litnum natur): Prjónið 5 lykkjur KANTUR AÐ FRAMAN Í GARÐAPRJÓNI – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1B þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= alls 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum), prjónið A.2B (= 1 lykkja) og endið með 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan. Færið allar lykkjur til baka á hinn endann á hringprjóninum þannig að næsta umferð sé prjónuð með litur-1 frá réttu. Lesið RENDUR, LEIÐBEININGAR-1 og LEIÐBEININGAR-2 og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1B og A.2B hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 251-275-319-347-395-427 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 9-9-9-9-11-11 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Prjónið nú A.1C yfir A.1B og A.2C yfir A.2B. Þegar A.1C og A.2C hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 331-363-407-443-467-505 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 17-17-19-19-21-21 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Haldið áfram með sléttar lykkjur frá röngu og brugðnar lykkjur frá réttu, 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan í hvorri hlið og rendur eins og áður. Þegar stykkið mælist 19-19-21-21-21-21 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út jafnt yfir þannig: Aukið út um 4-4-4-4-8-8 lykkjur með 2 cm millibili alls 1-2-1-1-2-2 sinnum = 335-371-411-447-483-521 lykkjur – sjá ÚTAUKNING-1. Þegar stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti (mælt meðfram kanti að framan) skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan eins og áður, prjónið eins og áður yfir næstu 49-53-58-66-72-78 lykkjur (= kantur að framan), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 99-107-117-129-145-159 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 49-53-58-66-72-78 lykkjur og endið með 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan eins og áður. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 223-239-259-287-315-341 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Haldið áfram fram og til baka eins og áður með sléttum lykkjum frá röngu og brugðnum lykkjum frá réttu, 5 lykkjur garðaprjón í kanti að framan í hvorri hlið við miðju að framan og rendur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½-2½-2½-3-3-2½ cm millibili alls 10-10-10-9-9-11 sinnum = 263-279-299-323-351-385 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-28-29-29-29-29 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantur að framan er prjónaður eins og áður), þar sem aukið er út um 18-20-18-18-17-19 lykkjur jafnt yfir (ekki auka út yfir kanta að framan) = 281-299-317-341-368-404 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið síðan stroff með litnum natur þannig (fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2 cm. Fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-74-84-88-92-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-82-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið brugðið hringinn í röndum með til skiptis 1 umferð með litnum natur og 1 umferð með litnum fjólublár. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-13-17-18-19-21 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 41-40-39-38-36-34 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir 2 cm að loka máli. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-1-2-0-1-2 lykkjur jafnt yfir = 54-57-60-60-63-66 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #egyptianfeathersjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.