Anett Juelsen skrifaði:
Jeg synes denne genseren er nydelig. Håper oppskriften kommer snart.
07.02.2019 - 00:36
Eva skrifaði:
Er jeg den eneste, som ikke kan komme ind på opskriften?
03.02.2019 - 17:09DROPS Design svaraði:
Hej Eva, den er ikke lagt ud endnu. Når den får et lille rosa hjørne øverst på billedet, så er opskriften lagt ud Forår & Sommer 2019
06.02.2019 - 10:22
Sweet Country Sunrise#sweetcountrysunrisesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa með röndum, blöðruermum og laskalínu. Stykkið er prjónað úr DROPS Air, ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-22 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 16) = 5,25. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð ca 4. og 5. hver lykkja slétt saman. RENDUR BERUSTYKKI: Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni, ofan frá og niður þannig: 9-9-10-10-11-11 cm með lit 15, fjólublá þoka, 9-9-10-10-11-11 cm með lit 14, fjólublár, 0-2-2-4-4-6 cm með lit 08, ljós bleikur. RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI: Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni, ofan frá og niður þannig: 9-7-8-6-7-5 cm með lit 08, ljós bleikur (þ.e.a.s. ljós bleika röndin verður alls 9-9-10-10-11-11 cm meðtalin umferð frá berustykki), 9-9-10-10-11-11 cm með lit 27, sægrænn, 9-11-9-11-9-11 cm (eða til loka) með lit 16, blár. RENDUR ERMI: Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni, ofan frá og niður þannig: 13-11-11-9-9-8 cm með lit 08, ljós bleikur (þ.e.a.s. ljós bleika röndin verður alls 13-13-13-13-13-14 cm meðtalin umferð frá berustykki), 13-13-13-13-13-14 cm með lit 27, sægrænn, 20-21-19-20-18-17 cm (eða til loka) með lit 16, blár. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við prjónamerki og alls 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR (á við um lengd á ermum): Hægt er að stilla lengd á ermum eins og útskýrt er í uppskrift, en athugið að lengd á ermum á að vera aðeins lengri en vanalega til að ermin „pokist“ aðeins neðst niðri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring, ofan frá og niður til loka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/ stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað í sléttprjóni með röndum og stroff kanti. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 84-88-92-96-100-104 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með litnum blár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir í litinn fjólublá þoka. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-16-20-16-16-20 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 100-104-112-112-116-124 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 4 prjónamerki í stykkið hér (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, teljið 12-12-14-14-14-14 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 38-40-42-42-44-48 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 12-12-14-14-14-14 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 38-40-42-42-44-48 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= bakstykki). Prjónið RENDUR BERUSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 18-20-21-24-26-28 sinnum = 244-264-280-304-324-348 lykkjur. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 18-20-22-24-26-28 cm frá kanti í hálsmáli mitt að framan. Ef stykkið mælist styttra en þetta þá er hægt að prjóna áfram að réttu máli. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 0-0-0-1-2-3 sléttar lykkjur, setjið næstu 48-52-56-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 74-80-84-92-100-110 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 48-52-56-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 74-80-84-91-98-107 lykkjur sem eftir eru slétt (= bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 160-172-184-200-220-240 lykkjur. Byrjið umferð í annarri hlið á fram- og bakstykki, mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Prjónið RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 21 cm frá skiptingu í öllum stærðum, skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með hringprjón 5,5. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-52-56-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-68-72-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónamerkið er notað aðeins síðar þegar auka á út lykkjum undir ermi. Prjónið RENDUR ERMI – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3½-3½-3-3-3 cm millibili alls 9-9-8-8-8-8 sinnum = 72-76-80-84-88-90 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist ca 39-38-36-35-33-32 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 7 cm að loka máli – sjá LEIÐBEININGAR). ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 0-4-0-4-0-2 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 72-72-80-80-88-88 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 36-36-40-40-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með hringprjón 5,5. Ermin mælist ca 46-45-43-42-40-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetcountrysunrisesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.