Chris skrifaði:
Lovely pattern but I'm stuck at the diagonal shoulders instructions. I'm doing size L, and I don't understand the sentence "work until 6 stitches more remain on the needle more than on previous row from the same side, turn (= 10 stitches left on the shoulder)" I have 24 stitches on each shoulder, after doing rows 1 and 2 flour times. Puzzled!
18.04.2019 - 19:12DROPS Design svaraði:
Dear Chris, when working the diagonal shoulder, you are leaving unworked 6 sts more at the end of every row: at the end of 1st row there will be 6 sts left on one side, then on 2nd row 6 sts left on the other side, then 12 sts left at the end of next 2 rows, then 18 sts left at the end of next 2 rows and so on. When all short rows have been worked, 10 sts remain for shoulder. Now work 1 ridge over all stitches (also the one left unworked for the short rows). At the same time, you will shape neckline (decrease sts and cast off the middle stitches + 1 st towards neck). Happy knitting!
23.04.2019 - 11:53
Ruth skrifaði:
Könntet ihr bitte die Anleitung korrigieren: am Ende der Beschreibung für das Rückenteil fehlt der Hinweis auf die Krausrippen, dies konnte ich mir nur aus der Anleitung für das Vorderteil erschließen. Herzlichen Dank für alle tollen Anleitungen!
03.03.2019 - 23:16
Diana April Mikkelsen skrifaði:
Hej. Diagram A7 viser over 4 felter en skrå streg, der går nedefra og op. Jeg kan ikke se i symbol forklaringen, hvad der skal strikkes. Jeg kan kun se i symbol forklaringen hvad der skal strikkes hvis stregen går oppe fra og ned.
24.02.2019 - 10:39DROPS Design svaraði:
Hej Diana, tak for info, vi tjekker om stregen vender fejl vej eller om vi skal lægge en mere symbol forklaring ud. Vi lægger en rettelse ud om nogle dage. :)
05.04.2019 - 12:07
Jacqueline skrifaði:
Bij A1c moet ik (volgens mij) bij de kabels een omslag maken en dus steken meerderen. Die nieuwe steken zie ik niet in het telpatroon terug. Bij A2c zou ik van 3 naar 1 steek moeten minderen, en op de volgende 1 steek door omslag vermeerderen., maar dan kom ik steken tekort. Ik vermoed dat ik iets over het hoofd zie, kan je mij helpen?
09.01.2019 - 09:37DROPS Design svaraði:
Dag Jacqueline,
Bij A.1c maak je inderdaad 2 omslagen, maar je mindert ook 2 steken (schuine streepjes), waardoor je weer op het zelfde aantal steken uitkomt. Bij A.2c minder je 1 steek: van 3 steken naar 2 steken (de afgehaalde steek over de 2 gebreide steken halen) en op de volgende naald maak je een omslag, zodat je weer op het zelfde aantal steken komt. 11.01.2019 - 11:44
Ditte skrifaði:
Hej, Jeg forstår ikke afsnittet omkring skrå skulder: der står, at man skal strikke frem til der er 6 m tilbage på p, og derefter vende og gøre det samme på næste p, men hvis man så skal gentage disse to pinde 3 gange, vil man så ikke vende det samme sted hver gang, altså med de 6 m tilbage på pinden? Det giver vel et stort hul, når man så strikke en p vrang til sidst? Håber, I kan hjælpe.
27.11.2018 - 11:42DROPS Design svaraði:
Hei Ditte. Du strikker til det gjenstår 6 masker mer enn på forrige pinne, altså du strikker over 6 masker mindre hver gang. Vi har nå lagt dette til i oppskriften. God fornøyelse.
03.12.2018 - 08:39
Stina skrifaði:
Hei! Har et spørsmål ift diagrammet. Siden det strikkes frem og tilbake, viser F. Eks andre og siste rekke i B diagrammene hvordan en skal strikke vrangsiden? Eller viser den neste pinne som skal strikkes fra rettsiden?
16.09.2018 - 20:12DROPS Design svaraði:
Hei Stina. Diagrammene viser hver pinne i mønsteret, men sett fra rettsiden. Det vil si at når du strikker fra vrangsiden må du strikke omvendt av det som står. Altså du strikker fra venstre mot høyre, i tillegg til at rett strikkes vrang og vrang strikkes rett (dette står også forklart i symbolforklaringen). God fornøyelse.
17.09.2018 - 07:53
Connie Møller skrifaði:
Jeg kan slet ikke finde ud af jeres afsnit med hals og skulder. Begge steder står der, at skal lukkes af. Det ene sted står det at der skal strikkes en pind vrang fra retsiden. Det andet sted skal man strikke to pinde retstrik og så lukke af? Jeg er forvirret. Kan forklare det?
20.06.2018 - 21:40DROPS Design svaraði:
Hei Connie. Her var det visst kommet dobbelt opp med instruksjoner. Dette har nå blitt rettet, du skal felle av etter en pinne vrang fra retten. Takk for beskjed og god fornøyelse.
25.06.2018 - 14:07
Linda Flokenes skrifaði:
Hei Det står henvist til diagram A1 - A10? men det er bare 6 diagrammer? Jeg ser det står at diagrammer er oppdatert, men jeg kan ikke finne disse?
13.02.2018 - 16:48DROPS Design svaraði:
Hei Linda. Alle 10 diagrammer finner du nederst i oppskriften. Har du er treigt nettverk kan det hende det er grunnen til at ikke alle diagrammene er lastet ned. Men når jeg sjekker hos oss er alle på nett. Så prøv igjen :) mvh Drops design
14.02.2018 - 14:13
Berit Aagesen skrifaði:
Åh ja nu ser jeg det. Sorry, men billedet har mange flere rækker en i opskriftens 5 rækker. Det kan man jo selv rette. Mvh Berit
31.01.2018 - 16:02
Berit Aagesen skrifaði:
Jeg kan altså ikke se hvor der står noget om ribkanten forneden af blusen. Billedet viser ikke noget mønster i de første 8 cm. ? Mvh Berit
31.01.2018 - 14:41DROPS Design svaraði:
Hei Berit. Under BAGSTYKKE, står hele forklaringe på hvordan vrangborden/de første 8 cm skal strikkes. F.esk i str S. Slå 88 masker op på rundpind 5. Strik 1 pind vrang fra vrangen. Næste pind strikkes således fra retsiden: Strik 3 masker RETSTRIK - se forklaring over i oppskriften, strik 2 ret, * 2 vrang, 2 ret *, strik fra *-* totalt 0 gange, A.1A, A.2A, A.3A, A.4A, A.5A, A.6A, A.7A, * 2 ret, 2 vrang *, strik fra *-* totalt 0 gange, strik 2 ret, 3 masker retstrik. Fortsæt dette mønster til arbejdet måler 8 cm. God Fornøyelse!
01.02.2018 - 07:50
Midnight Cables#midnightcablessweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum, gatamynstri og klauf úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 184-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermi): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. Stærð S, M og L: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í garðaprjón þar til alls 6 lykkjur eru í garðaprjóni á undan A.8 og alls 6 lykkjur garðaprjón á eftir A.10, prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. Stærð XL,XXL og XXXL: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna upp að klauf. Síðan er fram- og bakstykki prjónað í hring upp að handveg, fram- og bakstykki er síðan prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 88-92-104-112-116-124 lykkjur á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu a ofan, prjónið 2-0-2-2-0-0 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 0-1-2-3-4-5 sinnum, A.1A (= 14 lykkjur), A.2A (= 8 lykkjur), A.3A (= 12 lykkjur), A.4A (= 10 lykkjur), A.5A (= 12 lykkjur), A.6A (= 8 lykkjur), A.7A (= 14 lykkjur), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 0-1-2-3-4-5 sinnum, prjónið 2-0-2-2-0-0 lykkjur slétt, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú eftir mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S-M-L-XL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 2-4-10-14 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 0-0-2-3 lykkjur yfir þessar, prjónið A.1B yfir A.1A, A.2B yfir A.2A, A.3B yfir A.3A, A.4B yfir A.4A, A.5B yfir A.5A, A.6B yfir A.6A, A.7B yfir A.7A, prjónið 2-4-10-14 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 0-0-2-3 lykkjur yfir þessar og 3 lykkjur garðaprjón. Þegar A.1B-A.7B er lokið eru 102-106-114-120 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 2-4-8-11 lykkjur sléttprjón, A.1C yfir A.1B, A.2C yfir A.2B, A.3C yfir A.3B, A.4C yfir A.4B, A.5C yfir A.5B, A.6C yfir A.6B, A.7C yfir A.7B, prjónið 2-4-8-11 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjón. Nú eru 102-106-114-120 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 18 cm í þessum stærðum. Geymið stykkið. STÆRÐ XXL-XXXL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið 5-9 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 1-0 lykkjur yfir þessar, prjónið A.6C (= 11 lykkjur), prjónið A.1B yfir A.1A, A.2B yfir A.2A, A.3B yfir A.3A, A.4B yfir A.4A, A.5B yfir A.5A, A.6B yfir A.6A, A.7B yfir A.7A, prjónið A.2C (= 11 lykkjur), prjónið 5-9 lykkjur lykkjur garðaprjón eins og áður og fækkið um 1-0 lykkjur yfir þessar, 3 lykkjur með garðaprjóni. Þegar A.1B-A.7B er lokið eru 128-138 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið 4-9 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.6C (= 11 lykkjur), A.1C yfir A.1B, A.2C yfir A.2B, A.3C yfir A.3B, A.4C yfir A.4B, A.5C yfir A.5B, A.6C yfir A.6B, A.7C yfir A.7B, haldið áfram með A.2C (= 11 lykkjur), prjónið 4-9 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjóni. Nú eru 128-138 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 18 cm í báðum stærðum. Geymið stykkið. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 2 stykkin saman á sama hringprjón 6 = 204-212-228-240-256-276 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið og látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan hringinn yfir allar lykkjur eins og áður, en þær lykkjur sem eru í garðaprjóni í hvorri hlið eru nú prjónaðar í sléttprjóni héðan. Þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm – passið uppá að næsta umferð sé umferð án uppsláttar í mynsturteikningu, fellið af 2-2-4-6-8-10 lykkjur í hvorri hlið (= 1-1-2-3-4-5 lykkjur hvoru megin við hvert prjónamerki). Fram- og bakstykki er nú prjónað áfram hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 100-104-110-114-120-128 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Byrjið frá réttu og haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm byrjar aflíðandi öxl JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm er fellt af fyrir hálsmáli, prjónið þannig: AFLÍÐANDI ÖXL: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-8 lykkjur á prjóni (að öxl), snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið þar til 6-6-6-7-7-8 lykkjur eru eftir á prjóni (að öxl), snúið og herðið á þræði. Endurtakið 1. og 2. umferð 3 sinnum til viðbótar þannig: Prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-8 lykkjur fleiri en í fyrri umferð frá sömu hlið, snúið (= 6-8-10-8-10-10 lykkjur eftir á öxl). Prjónið 1 umferð yfir allar 30-32-34-36-38-42 lykkjur, fellið af. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm fækkið um 3 lykkjur yfir hvern kaðal með 6 lykkjum og fækkið um 7 lykkjur yfir kaðal með 14 lykkjum. Þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm fellið af miðju 25-25-27-27-29-29 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 30-32-34-36-38-42 lykkjur eftir á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 100-104-110-114-120-128 lykkjur. Haldið áfram alveg eins og á bakstykki þar til stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm. Fækkið nú um 3 lykkjur yfir hvern kaðal með 6 lykkjum og fækkið um 7 lykkjur yfir kaðal með 14 lykkjum. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm setjið miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig JAFNFRAMT er prjónuð aflíðandi öxl eins og á bakstykki. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umverð frá hálsi þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 30-32-34-36-38-42 lykkjur eftir á öxl. Prjónið 2 umferðir garðaprjón og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 42-42-42-50-50-50 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið A.8A (= 12 lykkjur), A.9A (= 6 lykkjur), A.10A (= 12 lykkjur), * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 lykkja brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.8B yfir A.8A, A.9B yfir A.9A, A.10B yfir A.10A, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Þegar A.8B-A.10B er lokið eru 46-46-46-54-54-54 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 0-0-0-3-3-3 lykkjur sléttprjón, 5-5-5-6-6-6 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8C yfir A.8B, A.9C yfir A.9B og A.10C yfir A.10B, prjónið 5-5-5-6-6-6 lykkjur í garðaprjóni, 0-0-0-3-3-3 lykkjur í sléttprjóni og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 13-15-14-12-15-13 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út með 4½-3½-2½-3-2½-2½ cm millibili alls 9-11-12-10-11-13 sinnum = 64-68-70-74-76-80 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 53-52-51-50-49-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fækkið nú lykkjum fyrir lítilli ermakúpu í hvorri hlið þannig: Fækkið um 7-7-8-8-9-9 lykkjur 2 sinnum og fækkið um 6-8-7-9-8-10 lykkjur 1 sinni – þegar síðasta úrtaka er gerð er fækkað að auki um 1 lykkju yfir hvern kaðal með gati og fækkað um 3 lykkjur yfir kaðla með 6 lykkjum. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 55-54-53-52-51-50 cm með uppábroti. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkant þannig að það verða 4 umferðir garðaprjón ofan á öxl. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Brjótið kant á ermum út að hlið. HÁLSMÁL: Prjónið upp frá réttu ca 74-80 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið og jafnið lykkjufjöldanum út til 72-72-76-76-80-80 lykkjur. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið uppá kant í hálsmáli saman tvöfaldan inn að röngu og saumið niður með smáu fallegu spori – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #midnightcablessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 184-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.