Brenda skrifaði:
Ik ben een beginnende haakster. Hoe komt het dat je van de grijze Bomull-Lin zoveel meer nodig hebt dan van de Fabel draden? Je start toch met alle drie de draden tegelijk?
16.07.2013 - 10:35DROPS Design svaraði:
Hoi Brenda. Omdat Bomull-Lin loopt ca 85 m per 50 gram en Fabel ca 205 m per 50 gram.
16.07.2013 - 12:14
Carola skrifaði:
Mooi mandje voor onze katten want ze willen steeds op me bollen wol gaan liggen
02.02.2013 - 20:03
MAILLARD skrifaði:
J'adore !!! Pratique et très déco... à offrir à toutes les filles de la famille sans oublier les copines ...
18.01.2013 - 03:15
JUTTA skrifaði:
Hallo, ich finde diese Körbe schön, aber verstehe nicht, welche genau ist die Anleitung für den Boden und wo beginnt die Anleitung für den Rand?
16.01.2013 - 17:29DROPS Design svaraði:
Hallo Jutta, wenn Sie 130 M haben, wird nicht mehr aufgenommen, somit beginnt dann der Rand.
17.01.2013 - 13:32
Wilma skrifaði:
Mooi, om van alles n te bewaren
14.01.2013 - 13:04
Podevyn skrifaði:
Très pratique,envoyez moi les explications merci
07.01.2013 - 21:37
Tanya skrifaði:
Vorschlag: "Schöne Körbe" Körbe,in unterschiedlichen Größen. Die kann man immer gebrauchen!!
06.01.2013 - 22:30
Hiltrud skrifaði:
Bitte um Anleitung. "Korb" vielseitig verwendbar. Sehr hübsch.
05.01.2013 - 18:57
Mimi Verbeke skrifaði:
HIP
29.12.2012 - 00:21
Lizzie H skrifaði:
Der er mange måder at lave kurve på og denne er sjov og flot.
27.12.2012 - 15:28
Laura#laurabasket |
|
|
|
Heklaðar körfur úr 2 þráðum DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Bomull Lin eða DROPS Paris.
DROPS 147-23 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GALDRAHRINGUR: Þegar stykkið er heklað í hring er byrjað með þessari aðferð til að sleppa við göt í miðjunni (í stað þess að gera ll-hring): Haldið í endann á þræðinum og snúið þræðinum einu sinni í hring utan um vinstri vísifingur til þess að úr verði hringur. Haldið í hringinn með vinstri þumli og löngutöng, þráðurinn liggur yfir vinstri vísifingur. Heklunálinni er stungið inn í hringinn, þræðinum er brugðið um heklunálina og þráðurinn er dreginn úr hringnum, heklið 1 ll, heklið nú fl utan um galdrahringinn. Þegar sá fjöldi fl er kominn sem þú óskar eftir, dragið í endann á þræðinum svo hringurinn dragist saman. Festið endann á bakhlið. HEKLLEIÐBEININGAR: Eftir síðustu fl í umf, haldið áfram að næstu umf með fl í næstu fl (= 1. fl frá fyrri umf). ATH: Merkið byrjun umf með prjónamerki á milli síðustu fl í umf og 1. fl í næstu umf, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. LITASKIPTI: Til að ná fram fallegum litaskiptum er síðasta fl í umf hekluð þannig: Stingið nálinni í síðustu l, sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina með nýja litnum og dragið í gegnum allar l á nálinni. Haldið áfram að næstu umf með nýja litnum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KÖRFUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. STÓR KARFA: Byrjið að gera GALDRAHRINGUR – sjá útskýringu að ofan – neðst niðri á körfunni með 1 þræði Bomull Lin, 1 þræði Fabel í litnum lautarferð og 1 þræði Fabel í litnum guacamole (= 3 þræðir) með heklunál nr 4,5. UMFERÐ 1: Heklið 10 fl um GALDRAHRINGUR – sjá útskýringu að ofan. UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 20 fl. UMFERÐ 3: * Heklið 1 fl í næstu fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn (= 10 útauknar fl) = 30 fl. UMFERÐ 4: * Heklið 1 fl í hvora af næstu 2 fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn (= 10 útauknar fl) = 40 fl. UMFERÐ 5: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 3 fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn (= 10 útauknar fl) = 50 fl. UMFERÐ 6: Heklið 1 fl í hverja fl. UMFERÐ 7: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 4 fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn (= 10 útauknar fl) = 60 fl. UMFERÐ 8 (og síðan allar jafnar umf): Hekliðo 1 fl í hverja fl. Endurtakið umf 7 og 8, þ.e.a.s. aukið er út um 10 fl í annarri hverri umf (allar odda umf) – með því að hekla 5, 6, 7 o.s.frv fl og heklið 2 fl í næstu fl – þar til það verða 130 fl í umf. Heklið nú hringinn með 1 fl í hverja fl þar til stykkið mælist ca 19 cm á hæð (mælt frá fyrstu umf eftir síðustu útaukningu). Í lok síðustu umf er skipt yfir í 2 þræði Bomull Lin – LESIÐ LITASKIPTI, heklið 2 umf með 1 fl í hverja fl, klippið frá og festið enda. ------------------------------------------------------- MEÐAL STÓR KARFA: Heklið eins og STÓR KARFA með 1 þræði Bomull Lin, 1 þræði Fabel í litnum lautarferð og 1 þræði Fabel í litnum bleikur draumur – en aukið út þar til 100 fl eru í umf. Heklið nú hringinn með 1 fl í hverja fl þar til stykkið mælist ca 15 cm á hæðina (mælt frá fyrstu umf eftir síðustu útaukningu). Í lok síðustu umf er skipt yfir í 2 þræði Bomull Lin – LESIÐ LITASKIPTI, heklið 2 umf með 1 fl í hverja fl, klippið frá og festið enda. ------------------------------------------------------- LÍTIL KARFA: Heklið eins og STÓR KARFA með 1 þræði Bomull Lin, 1 þræði af Fabel í litnum bláfjólublár og 1 þræði Fabel í litnum þokumistur – en aukið út þar til 70 fl eru í umf. Heklið nú hringinn með 1 fl í hverja fl þar til stykkið mælist ca 11 cm á hæðina (mælt frá fyrstu umf eftir síðustu útaukningu). Í lok síðustu umf er skipt yfir í 2 þræði Bomull Lin – LESIÐ LITASKIPTI, heklið 2 umf með fl í hverja fl, klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #laurabasket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 5 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 147-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.