Casper skrifaði:
Hej hej
05.10.2021 - 10:58
Lynne Blackburn skrifaði:
Have attempted the easter egg but don't understand the M1/M2 pattern on rounds 6 - 12? Could you explain please.
08.03.2021 - 19:05DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Blackburn, from round 6 you will have to work following either diagram M.1 or M.2 (choose from the colour or the pattern) repeating the 6 sts a total of 5 times in the round (6 sts x 5 = 30 sts). Read more about diagrams < ahref="https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=69&cid=19#c7">here. Happy crocheting!
09.03.2021 - 07:29
Daniela skrifaði:
Hvordan kan det mon være at mit æg mere ligner en bold? Vh Daniela Hansen
19.03.2019 - 14:51DROPS Design svaraði:
Hei Daniella. Kanskje du har heklet litt stramt? Dette kan du eventuelt rette når du fyller egget med vatt, da kan du prøve å forme det til en oval. God fornøyelse
26.03.2019 - 12:57
Lisbet Fagerli skrifaði:
Er det feil i omg 14 ? Ettersom man først hekler 3 fastmasker så 5 og 2 sammen og avslutter med 3 fastmasker. Da blir det totalt 11 masker mellom fellingen på begynnelsen/slutten?
12.03.2019 - 11:07DROPS Design svaraði:
Hei Lisbet. Nei, dette stemmer. Du skal felle totalt 3 masker slik at maskeantallet blir 24. Det er det samme som skjer på omgang 13, men her er det fler masker på slutten av omgangen: 3 fm på starten av omgangen, og 9 fm på slutten av omgangen (6 fm + 3 fm) = 12 fm mellom første og siste felling. Men fordi fellingen er motsatt på omgang 14 (altså fler masker på starten enn slutten) blir formen på egget rikitg. God fornøyelse.
25.03.2019 - 08:31
Carla Bruggeman skrifaði:
Super gaaf moet je meer van patronen
25.02.2019 - 15:47
Eggcellent Hangings#dropseggcellenthangings |
||||||||||
|
||||||||||
Hekluð páskaegg úr DROPS Safran. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-628 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit þegar mynstrið er heklað, skiptið um lit þegar draga á síðasta uppsláttinn í gegn á síðustu lykkju á undan fyrstu lykkju í mynstri. Síðan þegar haldið er áfram að hekla er einnig heklað utan um þráðinn sem hvílir þannig að það verða ekki langir þræðir aftan á stykkinu. 2 FASTALYKKJUR HEKLAÐAR SAMAN: Heklið 1 fastalykkju, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næstu fastalykkju, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PÁSKAEGG - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring í lit að eigin vali. Sjá mynd að ofan fyrir innblástur. PÁSKAEGG: Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 3 með DROPS Safran í lit að eigin vali. Tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju sem var hekluð. Heklið síðan þannig: UMFERÐ 1: 1 loftlykkja, 6 fastalykkjur um hringinn, 1 keðjulykkja í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: 1 loftlykkja, 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju, 1 keðjulykkja í byrjun umferðar = 12 fastalykkjur. UMFERÐ 3: 1 loftlykkja, * 1 fastalykkja í 1. fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun umferðar = 18 fastalykkjur. UMFERÐ 4: 1 loftlykkja, * 1 fastalykkja í hvora af fyrstu 2 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun umferðar = 24 fastalykkjur. UMFERÐ 5: 1 loftlykkja, * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 3 fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun umferðar = 30 fastalykkjur. UMFERÐ 6 til 12: Heklið samkvæmt mynsturteikningu M.1 og M.2 – lesið LEIÐBEININGAR LITASKIPTI að ofan. Heklið hverja umferð þannig: 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja fastalykkju, 1 keðjulykkja í loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 13: 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 3 fastalykkjur, * 2 fastalykkjur saman – lesið 2 FASTALYKKJUR HEKLAÐAR SAMAN – að ofan, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 fastalykkjur *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 1 fastalykkju í hverja af síðustu 3 fastalykkjur og 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun umferðar = 27 fastalykkjur. UMFERÐ 14: 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 3 fastalykkjur, * 1 fastalykkja í hverja af næstu 5 fastalykkjur, 2 fastalykkjur saman *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 1 fastalykkju í hverja af síðustu 3 fastalykkjur og 1 keðjulykkja í loftlykkju í byrjun umferðar = 24 fastalykkjur. UMFERÐ 15: 1 loftlykkja, * 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 4 fastalykkjur *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum og endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun umferðar = 20 fastalykkjur. UMFERÐ 16: 1 loftlykkja, * 1 fastalykkja í hverja af næstu 3 fastalykkjur, 2 fastalykkjur saman *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum og endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun umferðar = 16 fastalykkjur. ATH! Áður en haldið er áfram er eggið fyllt með vatti. UMFERÐ 17: Heklið allar fastalykkjur saman 2 og 2 = 8 fastalykkjur. UMFERÐ 18: Heklið allar fastalykkjur saman 2 og 2 = 4 fastalykkjur. UMFERÐ 19: Heklið 2 fastalykkjur þvert yfir opið í gegnum bæði lögin. Heklið síðan lykkju. LYKKJA: Heklið ca 30 cm loftlykkjur með sama þræði og áður. Heklið 1 keðjulykkju þvert yfir opið í gegnum bæði lögin. Klippið og festið þráðinn. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropseggcellenthangings eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-628
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.