Ute skrifaði:
Wäre es eventuell sinnvoll, im Rückenteil eine Erhöhung zu stricken, damit das Modell besser sitzt?
07.09.2023 - 11:06DROPS Design svaraði:
Liebe Ute, je nach eigenen Wahl können Sie wahrscheinlich eine Erhöhung stricken - die Passe wird dann aber am mitte Vorne gemessen. Viel Spaß beim stricken!
07.09.2023 - 16:52
Anna skrifaði:
Dzień dobry Chciałam zapytać czy nie byłoby problemem, gdybym wykonała z Państwa wzoru Boreal Circle - sweter z żakardem, tutorial na You Tuba. Czy mogę prosić o taką zgodę? Mam swoje konto na YT. Jestem początkującym youtuberem ale dziergać coś potrafię. Proszę o odpowiedź :) z poważaniem Anna Cierniak
01.09.2023 - 14:24DROPS Design svaraði:
Witaj Anno, jest to oczywiście możliwe. Pamiętaj tylko żeby zaznaczyć, że wzór jest od Drops Design oraz jaki to jest wzór (numer/nazwa). Pozdrawiamy!
06.09.2023 - 14:43
Debora skrifaði:
Buongiorno, credo ci sia un errore nella parte finale della spiegazione del collo in italiano, dopo i 12 cm di coste dice di avviare 6 maglie alla fine dei 2 ferri successivi ma non ha senso. Grazie dei bellissimi modelli!
31.08.2023 - 17:24DROPS Design svaraði:
Buonasera Debora, grazie per la segnalazione: abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
31.08.2023 - 22:15
Hanne L Pedersen skrifaði:
Der er kommet et nyt garn Drops Daisy, vil denne kunne benyttes, Synes at Karisma bliver stift efter vask.
31.08.2023 - 14:26DROPS Design svaraði:
Hej Hanne, ja du kan strikke denne bluse i DROPS Daisy :)
08.09.2023 - 15:20
Kate skrifaði:
I'd like to make this sweater (245-4) in something softer (DROPS Alpaca) and not as free flowing, but I cannot figure out how to swap out the suggested yarn (Karisma) for something [lesser in bulk]. I tried using the calculator, but was still bewildered. Can you help me? Love your patterns!
30.08.2023 - 21:35DROPS Design svaraði:
Dear Kate, if you like to work with Alpaca, you should rather check for another pattern, look at our patterns worked with nordic pattern and a yarn group A only - here - Alpaca wouldn't be an alternative to Karisma since they have different tensions. Happy knitting!
31.08.2023 - 09:11
Marina skrifaði:
I am from Norway
06.08.2023 - 12:13
Sarah skrifaði:
Irland grey
04.08.2023 - 19:16
Elize skrifaði:
Caramel Candy
04.08.2023 - 17:29
Cindy Newhouse skrifaði:
Morning Mist
04.08.2023 - 15:52
Britt-Mari Larsson skrifaði:
Skogsstjärna
04.08.2023 - 13:26
Boreal Circle#borealcirclesweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 245-4 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka/fækka eigi lykkjum jafnt yfir, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 124 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d.16) = 7,75. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, prjónið ca 7. og 8. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 124-132-138-144-148-152 lykkjur með litnum ljós Eik DROPS Karisma yfir stuttan hringprjón 3 og stuttan hringprjón 4 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 4 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 3. (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 12 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-16-18-20-20-20 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING / ÚRTAKA = 108-116-120-124-128-132 lykkjur. Kantur í hálsmáli er síðar brotinn niður og saumaður niður, þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í hverri umferð með ör í mynsturteikningu er aukið út þannig: ÖR 1: aukið út 24-28-28-32-36-40 lykkjur jafnt yfir = 132-144-148-156-164-172 lykkjur. ÖR 2: aukið út 24-28-32-36-36-40 lykkjur jafnt yfir = 156-172-180-192-200-212 lykkjur. ÖR 3: aukið út 24-28-32-36-36-40 lykkjur jafnt yfir = 180-200-212-228-236-252 lykkjur. ÖR 4: aukið út 24-28-32-36-36-40 lykkjur jafnt yfir = 204-228-244-264-272-292 lykkjur. ÖR 5: aukið út 28-28-32-36-40-40 lykkjur jafnt yfir = 232-256-276-300-312-332 lykkjur. ÖR 6: aukið út 28-28-32-36-40-40 lykkjur jafnt yfir = 260-284-308-336-352-372 lykkjur. ÖR 7: aukið út 28-32-32-36-40-44 lykkjur jafnt yfir = 288-316-340-372-392-416 lykkjur. ÖR 8: aukið út 32-32-32-36-40-44 lykkjur jafnt yfir = 320-348-372-408-432-460 lykkjur. Prjónið sléttprjón með litnum ljós eik. Þegar stykkið mælist 21-24-25-26-28-30 cm, mælt eftir stroffi í hálsmáli, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. SKIPTIÐ STYKKINU FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR ÞANNIG: Prjónið 49-54-57-62-67-73 sléttar lykkjur (hálft bakstykki) setjið næstu 62-66-72-80-82-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 98-108-114-124-134-146 sléttar lykkjur (framstykki), setjið næstu 62-66-72-80-82-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 49-54-57-62-67-73 sléttar lykkjur (hálft bakstykki). Fram- og bakstykkið og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 208-228-244-264-288-316 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós eik þar til stykkið mælist 25-24-25-26-26-26 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 70-78-78-86-96-100 lykkjur jafnt yfir = 278-306-322-350-384-416 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl. ERMI: Setjið 62-66-72-80-82-84 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós eik. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 9-8-4-2½-2-2 cm millibili alls 4-4-7-10-11-12 sinnum = 60-64-66-68-70-72 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 35-32-32-31-30-28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-20-20-22-22-22 lykkjur jafnt yfir = 80-84-86-90-92-94 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum. Ermin mælist ca 43-40-40-39-38-36 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #borealcirclesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 245-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.