Karin skrifaði:
Bin auf die Anleitung neugierig.
07.08.2022 - 20:45
Kirsten skrifaði:
Nice
07.08.2022 - 19:10
Ninè Murphy skrifaði:
Feather me up
07.08.2022 - 03:30
Chris Cappo skrifaði:
Blue Bell
07.08.2022 - 03:00
Cynthia skrifaði:
😍😍😍
06.08.2022 - 20:28
Elena Anzari skrifaði:
Very nice felting pattern!
06.08.2022 - 14:57
Solenne B skrifaði:
Campanule
06.08.2022 - 11:56
Janine skrifaði:
Debonair
06.08.2022 - 09:55
Danielle Dubois skrifaði:
Bonjour Hiver
05.08.2022 - 08:17
Danielle Dubois skrifaði:
Pas Froid
05.08.2022 - 08:14
Blue Ice Hat#blueicehat |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður og þæfður hattur úr DROPS Snow. Stykkið er prjónað fram og til baka, neðan frá og upp í sléttprjóni og með barði.
DROPS 234-11 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1: Hægt er að fækka lykkjum bæði frá réttu og frá röngu, lykkjur eru prjónaðar slétt saman frá réttu eða brugðið saman frá röngu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 75 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 7,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna til skiptis 6. og 7. hverja lykkju og 7. og 8. hverja lykkju slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HATTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað neðan frá og upp fram og til baka á hringprjóna, saumað saman mitt að aftan og þæft í þvottavél. HATTUR: Fitjið upp 115-122-122 lykkjur á hringprjón 9 með DROPS Snow. Allt stykkið er prjónað fram og til baka í sléttprjóni (fyrsta umferð er frá röngu). Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1! Í næstu umferð er lykkjum fækkað þannig: Prjónið 9 lykkjur, * prjónið 2 lykkjur saman, prjónið 14-15-15 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 6 sinnum, prjónið 2 lykkjur saman og prjónið 8-9-9 lykkjur = 108-115-115 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 6-7-7 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð er lykkjum fækkað mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S/M: Prjónið 8. og 9. hverja lykkju saman = 96 lykkjur. Í næstu umferð er lykkjum fækkað þannig: * Prjónið 2 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman, prjónið 3 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman *, prjónið frá *-* alls 10 sinnum, prjónið 2 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman og prjónið 2 lykkjur = 75 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 10 cm. STÆRÐ M/L: Prjónið 8 lykkjur, * prjónið 2 lykkjur saman, prjónið 6 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 12 sinnum, prjónið 2 lykkjur saman og prjónið 9 lykkjur = 102 lykkjur. Fækkið lykkjum í næstu umferð þannig: Prjónið 2 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman, * prjónið 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur saman *, prjónið frá *-* 3 sinnum, *** prjónið 3 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman **, prjónið frá **-** alls 15 sinnum, prjónið frá *-* alls 4 sinnum og prjónið 2 lykkjur = 79 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 11 cm. STÆRÐ L/XL: Prjónið 8 lykkjur, * prjónið 2 lykkjur saman, prjónið 6 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 12 sinnum, prjónið 2 lykkjur saman og prjónið 9 lykkjur = 102 lykkjur. Fækkið lykkjum í næstu umferð þannig: * Prjónið 3 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman *, prjónið frá *-* alls 20 sinnum og prjónið 2 lykkjur = 82 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 11 cm. ALLAR STÆRÐIR: = 75-79-82 lykkjur. Stykkið mælist ca 10-11-11 cm. Prjónið þar til stykkið mælist 36-39-41 cm frá uppfitjun. Nú er lykkjum fækkað þannig: Fækkið um 10-11-11 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2! = 65-68-71 lykkjur. Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Fækkið um 10-11-11 lykkjur jafnt yfir = 55-57-60 lykkjur. Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Fækkið um 11-11-12 lykkjur jafnt yfir = 44-46-48 lykkjur. Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Fækkið um 11-11-12 lykkjur jafnt yfir = 33-35-36 lykkjur. Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Fækkið um 11-11-12 lykkjur jafnt yfir = 22-24-24 lykkjur. Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Prjónið allar lykkjur saman 2 og 2 = 11-12-12 lykkjur. Stykkið mælist alls ca 47-50-52 cm. Klippið þráðinn. Þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. FRÁGANGUR: Saumið hattinn saman mitt að aftan, saumið í ystu lykkjubogana. ÞÆFING: Verkið má þæfa í þvottavél eða þurrkara – lesið útskýringarnar hér að neðan. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík Í ÞVOTTAVÉL: Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt GERIÐ ÞANNIG: Settu stykkið í þvottavélina, notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi). Þvoðu við 40°C án forþvottar - sápa er valfrjáls. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt. Í ÞURRKARA: Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt. GERIÐ ÞANNIG: Leggið stykkið allt í bleyti í vatn. Setjið stykkið síðan í þurrkara og byrjið að þurrka. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blueicehat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 234-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.