Rita skrifaði:
Non riesco a capire le misure che compaiono sul modello in fondo alle spiegazioni. A cosa sono riferiti ? Grazie
13.12.2023 - 09:40DROPS Design svaraði:
Buongiorno Rita, le misure dello schema in fondo alla pagina si riferiscono alle misure finali del modello dopo il bloccaggio. Buon lavoro!
19.12.2023 - 08:52
Ilonka skrifaði:
Mijn vraag betreft het A1 diagram. In het patroon staat dat alle meerderingen aan de goede kant gemaakt worden. Maar de 2e keer meerderen is volgens mij in een averechte toer, klopt dat? En klopt het dat je ook een meerdering maakt aan het eind, dus na de laatste steek die voor de voorbies zit? Alvast bedankt.
31.10.2023 - 16:50DROPS Design svaraði:
Dag Ilonka,
De minderingen hoeven niet perse aan de goede kant gemaakt te worden. Maar bij het telpatroon staat het inderdaad niet goed aangegeven. Als je een meerdering op de verkeerde kant maakt, kun je deze aan de goede kant gedraaid recht breien (i.p.v. gedraaid averecht).
01.11.2023 - 19:30
Line Villeneuve skrifaði:
Pour lire le diagramme des augmentations, à la fin d'un rang pair, on met une augmentation à la fin du rang. Que dois-je comprendre quand je fais des augmentations tout le rang? Dois-je les faire sur l'envers, soit le rang suivant?
29.03.2023 - 00:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Villeneuve, pour augmenter, faites le jeté comme indiqué dans le diagramme: soit au début soit à la fin de chaque A.1. Les augmentations se font toujours sur l'endroit (sur l'envers, tricotez les jetés torse à l'envers pour éviter un trou). Bon tricot!
29.03.2023 - 10:13
Line Villeneuve skrifaði:
Modèle 228-28. Je fais l'empiècement et je ne comprends pas le diagramme A-1 parce que je suis à 163 mailles et quand j'aurai fini l'empiècement, j aurai 282 mailles. (17 motifs de 9 mailles) Comment arriver à ce nombre? Sur le diagramme, je dois faire 7 séquences de 9 mailles. (7x9=63) 63 mailles + 163 = 226 et je dois arriver à 282?? Merci de votre collaboration!!
28.03.2023 - 20:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Villeneuve, en taille M vous commencez par 163 m et tricotez: 5 m point mousse, 17x les 9 m de A.1 (=153m) et 5 m point mousse. Vous augmentez en faisant 1 jeté comme le montre le diagramme = vous avez 16 m dans chaque A.1 quand le diagramme est terminé, soit: 5 m + 17x16 = 272 + 5 m = 282 mailles. Bon tricot!
29.03.2023 - 09:58
Line Villeneuve skrifaði:
Je tricote le modèle drops 228-28. Après avoir monté les mailles on me dit de tricoter un rang envers sur l'envers qu'est-ce que ça veut dire? Après avoir monté les mailles, je suis sur l'endroit et non envers...
22.03.2023 - 18:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Villeneuve, pour ce modèle, on veut que le 1er rang après le montage soit sur l'envers de l'ouvrage pour que avoir le côté avec les petits fils (méthode continental) soit l'endroit, on doit donc tricoter d'abord 1 rang sur l'envers, et le rang suivant se fera alors sur l'endroit. Bon tricot!
23.03.2023 - 09:43
Danielle Guill skrifaði:
In the Neck Edge instructions it says "Work until rib measures 4 cm = 1 1/2". Decrease for BUTTONHOLES on right band - read explanation above." In those instructions it says "Decrease first buttonhole when piece measures approx. 1 cm = 3/8". Can I get clarification on which measurement will be the correct placement (1 1/2" or 3/8") of the first buttonhole? I want to be sure that the rest of my buttonholes align correctly.
24.09.2022 - 21:28DROPS Design svaraði:
Dear Danielle, work the first buttonhole when the garment measures 4 cm. Happy knitting!
25.09.2022 - 20:19
Ruth Couldridge skrifaði:
Do I use the diagram from the top down or bottom up
31.07.2022 - 15:11DROPS Design svaraði:
Dear Ruth, we read the diagrams from bottom up and right to left. You can find a lesson on how to read a knitting diagram here. Happy Knitting!
31.07.2022 - 15:53
Regine Karg skrifaði:
Guten Abend, ich verstehe in der Anleitung nicht welche Wolle ich nehmen kann. Was heißt hier wieder das A+A? Nehme ich hier zwei Farben, die ich dann zusammenstricke? Dunkel plush und hell perlgrau? Also für Größe M 350g je Farbe? Nehme ich dagegen die Garngruppe C benötige ich nur insgesamt 350g? Vielen Dank Regine Karg
21.03.2022 - 19:23DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Karg, dieses Modell wird mit 2 Fäden der Garngruppe A (= Alpaca) gestrickt, dh doppelfädig. Hier brauchen Sie in M je 350 g = 7 Knäuel Alpaca in jede der beiden Farben (insgesamt 700 g Alpaca). Dann stricken Sie mit 2 Fäden. Am besten benutzen Sie den Garnumrechner, so können Sie je nach dem gewüsnschten Garn der Garngruppe C kalkulieren lassen, wieviel Sie dann brauchen. Viel Spaß beim stricken!
22.03.2022 - 10:11
Frosted Cranberries#frostedcranberriesjacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki. Stærð XS - XXL.
DROPS 228-28 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 132 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 30,5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 30. og 31. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 9½-9½-10-9-9-9 cm millibili. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-104-112-112-116-120 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 4 með einum þræði í hvorum lit í DROPS Alpaca (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni - sjá GARÐAPRJÓN í útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýring að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Haldið áfram með stroff. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju í öllum brugðnum einingum með því að slá einu sinni uppá prjóninn í byrjun á öllum brugðnum einingum = 112-127-137-137-142-147 lykkjur. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki og næsta umferð er prjónuð frá réttu, aukið út um 1 lykkju í öllum brugðnum einingum, aukið út með því að slá einu sinni uppá prjóninn í lok allra brugðna eininga = 132-150-162-162-168-174 lykkjur. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Haldið áfram þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm frá prjónamerki að framan. Stroffið mælist 9-9-9-10-10-10 cm frá uppfitjunarkanti. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-1-0-2-4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 136-154-163-162-170-178 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið (kantlykkjur að framan halda áfram í garðaprjóni). Prjónið nú þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 126-144-153-152-160-168 lykkjur (= 14-16-17-19-20-21 mynstureiningar með 9-9-9-8-8-8 lykkjur), endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, eru 234-266-282-314-330-346 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 8-4-0-0-4-8 lykkjur jafnt yfir = 242-270-282-314-334-354 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yfir kanta að framan þar til stykkið mælist ca 20-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 39-44-45-49-54-58 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 68-78-80-88-98-106 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 39-44-45-49-54-58 lykkjur sem eftir eru (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 158-178-186-202-226-246 lykkjur. Haldið áfram með 1 þræði í hvorum lit, sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Prjónið þar til stykkið mælist 23 cm í öllum stærðum. Nú eru ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú á að auka út lykkjum til að stroffið sem á að prjóna, dragi ekki stykkið saman. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 34-34-38-42-46-50 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 192-212-224-244-272-296 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff í 12 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-52-56-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón með 1 þræði í hvorum lit hringinn (= 2 þræðir). Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-5-3-2½-2-2 cm millibili alls 4-5-7-10-10-11 sinnum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 30-28-28-27-26-24 cm frá skiptingu (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 6-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 42-40-40-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frostedcranberriesjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.