Ertu búin að velja hvaða peysu þig langar til að gera? Þá er kominn tími á að byrja að lesa og byrja að prjóna peysuna með okkur!
Vantar þig enn eitthvað áður en þú byrjar að prjóna? Hér er listi yfir allt sem þú þarft til að prjóna peysuna!
Eitt í viðbót áður en við byrjum – veistu hvaða stærð þú ætlar að gera? Við erum að vinna í peysu með jólasveinum, skref-fyrir-skref, með því að fylgja dömu stærð XS (merkt með breiðu letri), með tvöföldum kanti í hálsmáli.
Peysan með jólatrjám er unnin eftir sama mynstri, eini munurinn er mynsturteikningin, vertu því viss um að þú fylgir réttri mynsturteikningu.
Aldur: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 - 13/14 ára
Hæð miðað við cm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 - 158/164
XS - S - M - L - XL - XXL
S - M - L - XL - XXL - XXXL
PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar og fram- og bakstykki er prjónað áfram í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón, ofan frá og niður.
HÁLSMÁL:
Hálsmálið er ekki eins á barnapeysunni og á peysu fyrir dömur/herra. Barnapeysan er með einföldum kanti í hálsi ca 3 cm, dömu/herra peysan er með val á milli þess að hafa tvöfaldan kant í hálsi eða háum kraga. Ef þig vantar aðstoð þá getur þú farið neðar á síðuna!
Fitjið upp on 60-64-64-68-68-72-76 lykkjur á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 4 með grunnlit. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm.
Fitjið upp 95-100-105-110-115-120 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með grunnlit. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Haldið áfram með stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm.
Fitjið upp 100-105-110-115-120-130 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með grunnlit. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman 80-84-88-92-96-104 lykkjur. Haldið áfram með stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm.
Nú þegar hálsmálið hefur verið prjónað til loka, þá er vísbending #1 í þessu KAL klár. Ertu tilbúin að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að byrja á næsta skrefi á peysunni.
Ekki gleyma að senda okkur myndir af árangrinum til okkar. Smelltu hér til að samþykkja linkinn!
Hér að neðan þá finnur þú lista með upplýsingum til aðstoðar við að prjóna hálsmálið á jólapeysunni þinni.
Ertu enn í vandræðum? Þú getur sent spurningar til okkar með því að skrifa í reitina neðst á síðunni og þá munu prjónasérfræðingarnir okkar reyna að aðstoða þig!
I'm in!
29.10.2021 - 17:43