Vísbending #2 - Berustykki

Nú erum við með hálsmálið klárt á peysunni okkar, næsta skref er berustykkið!

Fylgdu þessari vísbendingu til að bæta við jólasveinum eða jólatrjám á berustykkið – passaðu bara uppá að fylgja réttri mynsturteikningu!

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 60 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 10. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 10. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi 9. og 10. hver lykkja slétt saman.

ÚTAUKNING fyrir dömur/herra (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 (jólasveinamynstur) og mynsturteikningu A.4, A.5 og A.6 (jólatrjáamynstur). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman.


Nú byrjum við að prjóna

Börn:

Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð; berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Skiptið yfir á prjóna í stærð 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-8-14-10-16-12-14 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA börn = 66-72-78-78-84-84-90 lykkjur.

Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.1 (jólasveinn = 6 lykkjur) eða A.4 (jólatré = 6 lykkjur) endurtakið mynsturteikningu 11-12-13-13-14-14-15 sinnum hringinn á berustykki.

ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Lestu LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNAI! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 176-192-208-208-224-224-240 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með grunnlit, þar sem fækkað er um 4-8-12-8-12-4-8 lykkjur jafnt yfir = 172-184-196-200-212-220-232 lykkjur.

Haldið áfram með sléttprjón og grunnlit þar til stykkið mælist ca 15-15-16-17-18-19-20 cm frá prjónamerki.

Mynsturteikning (barnastærð)

= grunnlitur: milligrár (peysa með jólasveinum), perlugrár (peysa með jólatrjám)
= natur (peysa með jólasveinum) eða gulur (peysa með jólatrjám)
= hindber (peysa með jólasveinum) eða mosagrænn (peysa með jólatrjám)
= hveiti (peysa með jólasveinum)
= svartur (peysa með jólasveinum) eða brúnn (peysa með jólatrjám)
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það eiga ekki að myndast göt

Dömur:

Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Skiptið yfir á hringprjón í stærð 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-16-18-26-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING dömur = 84-96-102-114-120-126 lykkjur.

Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.2 (jólasveinn = 6 lykkjur) eða A.5 (jólatré = 6 lykkjur) endurtakið mynsturteikningu 14-16-17-19-20-21 sinni hringinn á berustykki.

ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð og lestu LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 eða A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 224-256-272-304-320-336 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með grunnlit þar sem aukið er út um 8-0-0-0-4-8 lykkjur jafnt yfir = 232-256-272-304-324-344 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og grunnlit þar til berustykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki.

Mynsturteikning (dömustærð)

= grunnlitur: milligrár (peysa með jólasveinum), perlugrár (peysa með jólatrjám)
= natur (peysa með jólasveinum) eða gulur (peysa með jólatrjám)
= hindber (peysa með jólasveinum) eða mosagrænn (peysa með jólatrjám)
= hveiti (peysa með jólasveinum)
= svartur (peysa með jólasveinum) eða brúnn (peysa með jólatrjám)
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það eiga ekki að myndast göt

Herrar:

Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Skiptið yfir á hringprjóna í stærð 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-26-28-30-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING herrar = 96-102-114-120-126-138 lykkjur.

Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.3 (jólasveinn = 6 lykkjur) eða A.6 (jólatré = 6 lykkjur) endurtakið mynsturteikningu 16-17-19-20-21-23 sinnum hringinn á berustykki.

ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð og lestu LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.3 eða A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 256-272-304-320-336-368 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með grunnlit þar sem aukið er út um 0-0-0-4-8-0 lykkjur jafnt yfir = 256-272-304-324-344-368 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjóni og grunnlit þar til stykkið mælist ca 26-28-29-31-33-35 cm frá prjónamerki.

Mynsturteikning (herrastærð)

= grunnlitur: milligrár
= natur (peysa með jólasveinum) eða gulur (peysa með jólatrjám)
= hindber (peysa með jólasveinum) eða skógargrænn (peysa með jólatrjám)
= hveiti (peysa með jólasveinum)
= svartur (peysa með jólasveinum) eða brúnn (peysa með jólatrjám)
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það eiga ekki að myndast göt

Þetta er allt um berustykkið!

Hér getur þú séð hvernig við mælum frá prjónamerki í stærðinni sem við erum að prjóna (dömur XS)

Nú þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, þá er vísbending #2 í þessu KAL klár. Ertu tilbúin að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að byrja á næsta skrefi á peysunni.

Ekki gleyma að senda okkur myndir af árangrinum til okkar. Smelltu hér til að samþykkja linkinn!


Vantar þig aðstoð?

Hér að neðan þá finnur þú lista með upplýsingum til aðstoðar við að prjóna berustykkið á jólapeysunni þinni.

Ertu enn í vandræðum? Þú getur sent spurningar til okkar með því að skrifa í reitina neðst á síðunni og þá munu prjónasérfræðingarnir okkar reyna að aðstoða þig!

Athugasemdir (7)

Christina wrote:

Hallo, ich habe die Größe 92 gestrickt. Leider ist die Passe viel zu eng (ich stricke sehr fest) Statt 33 cm habe ich eine Weite von 26 cm… Wenn ich nun Größe 122/128 Stricke, kann ich dann einfach nach der Halsblende 6/12 Maschen mehr aufnehmen, somit 1-2 Weihnachtsmänner mehr Stricken (für mehr Weite) und nach der Passe die entsprechenden Maschen wieder abnehmen, bevor ich das Rumpfteil weiter stricke? Danke für die Hilfe und die tolle Anleitung

25.08.2023 - 17:05

DROPS Design answered:

Liebe Christina, dieses Modell wird mit einer Maschenprobe von 17 Maschen x 22 Reihen gestrickt, am besten versuchen Sie mit grösseren Nadeln, so haben Sie nichts zum umrechnen - hier lesen Sie mehr über Maschenprobe. Viel Spaß beim stricken!

28.08.2023 - 16:54

Bernadette wrote:

Bonjour Madame, concernant l'astuce du tricot jacquard, pour éviter qu'il ne soit trop serré, faut-il utiliser des aiguilles plus grosses dès le rang 1 du diagramme A.1 enfant ou faut-il les utiliser au rang 3 ? Merci pour votre réponse. Passez une excellente après-midi. Cordialement

23.11.2021 - 14:48

DROPS Design answered:

Bonjour Bernadette, cela doit etre des le moment ou vous commencez a tricoter le motif (Pere Noël, sapin de Noël). Bon tricot!

24.11.2021 - 11:35

Sue Vernon wrote:

It would help to check you have increased the yoke correctly if you give th number of stitches you should have at the end of eACH INCREASE ROW on the yoke - this would provide an extra check for accuracy

09.11.2021 - 12:16

DROPS Design answered:

Dear Mrs Vernon, you can then add a marker between each repeat and check that the number of stitches is matching in each repeat, this way, you will be sure to get the correct number of stitches in each repeat, ie after diagram. Hope it will help. Happy knitting!

09.11.2021 - 13:41

Anja wrote:

Hallo! Ich habe jetzt angefangen, das Diagramm A2 zu stricken. Oberhalb steht folgendes "Nun Diagramm A.2 (Weihnachtsmann = 6 Maschen) 14-16-17-19-20-21 x in der Runde stricken." Was bedeutet (für mich in Größe M) 17x in der Runde stricken? 17x was? Danke und herzliche Grüße! Anja

02.11.2021 - 20:59

DROPS Design answered:

Liebe Anja, Sie stricken 17x A.2, also 17x nacheinander die 6 Maschen von A.2. Viel Spaß beim Weiterstricken!

03.11.2021 - 08:16

Suzanne wrote:

Bonjour c'est un magnifique chandail est-ce possible d'avoir les graphiques pour le chandail bleu, soit les flocons de neige? Merci beaucoup

31.10.2021 - 20:36

DROPS Design answered:

Chère Suzanne, ici vous avez le modèle pour les adultes:https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=10561&cid=8 et pour les enfants: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=10562&cid=8 . Bon tricot!

01.11.2021 - 12:06

Silke wrote:

Das Video zum Zu-/ Abnehmen ist leider nicht zu erreichen...

30.10.2021 - 01:22

DROPS Design answered:

Danke für den Hinweis, die Links zu den Videos und Lektionen sind nun alle erreichbar und korrekt. Viel Spaß beim Weiterstricken!

03.11.2021 - 08:18

Dirk wrote:

Kann es sein, daß die Links zum Video Wie man mit 2 Farben strickt zum falschen Video führt?

28.10.2021 - 21:59

DROPS Design answered:

Thank you for your information, we will make a correction. Here you find the video: Fair Isle - Einstrickmuster mit 2 Farben

29.10.2021 - 14:06

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.