DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Kennslumyndbönd

Fletta í öllum myndböndunum okkar eftir flokkum

Síðast skoðað

7:03
Hvernig á að prjóna tveggja lita klukkuprjón með b-lit í kantlykkjum og litaskiptum

Í þessu DROPS myndband sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita klukkuprjón í röndum þar sem prjónað er með b-lit í kanti/kantlykkjur og hvernig hægt er að tvinna þræðina saman við litaskipti til að koma í veg fyrir göt. Kanturinn/kantlykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓNI = sléttar lykkjur í hverri umferð. UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit. Skiptið um lit, en tvinnið þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni. Steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón, færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu. UMFERÐ 2 (rétta): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. UMFERÐ 3 (frá röngu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit, skiptið yfir í aðallit, munið eftir að tvinna þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni, steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón. Færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá röngu. UMFERÐ 4 (frá röngu): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. Endurtakið umferð 1-4. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

4:54
Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við stutt yfirlit yfir hvernig á að prjóna flík með evrópsku berustykki, þar sem hálsmáli er lokið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp. Flíkin er prjónuð samkvæmt leiðbeiningum 1-5: 1) BAKSTYKKI: Fitjið upp lykkjur fyrir aftan við hnakka í hálsmáli og prjónið bakstykkið ofan frá og niður, á sama tíma og aukið er út í hvorri hlið þar til réttum fjölda lykkja í axlarbreidd hefur verið náð. Bakstykkið er með örlítið skáhallar axlir. 2) FRAMSTYKKI: Framstykkið er prjónað í 2 stykkjum (= hvoru megin við hálsmál). Byrjið á því að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið framstykkið ofan frá og niður á sama tíma og aukið er út fyrir hálsmáli. Endurtakið á hinni öxlinni. 3) BERUSTYKKI: Í næstu umferð eru allar lykkjur settar á sama hringprjón - prjónið þannig: Prjónið annað framstykkið, prjónið upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið framstykkis, prjónið bakstykkið, prjónið upp upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið á hinu framstykkinu, prjónið hitt framstykkið = prjónið áfram berustykkið fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan. 4) ÚTAUKNING FYRIR HÁLSMÁL, FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Samtímis sem berustykkið er prjónað, þá er byrjað á að auka aðeins út fyrir hálsmáli og ermar og eftir það fyrir bæði fram- og bakstykki og ermar. Jafnframt eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli eru framstykkin sett saman við miðju að framan og stykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna. 5) FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar öll útaukning er lokið og berustykki hefur verið prjónað í rétta lengd er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna ofan frá og niður á meðan ermar eru látnar bíða.

10:39
Evrópskt berustykki 4/4 - Hálsmálið er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að auka út fyrir ermar og fram- og bakstykki þegar prjónað er evrópskt berustykki, og jafnframt fitja upp lykkjur undir hvorri ermi. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka og berustykkið er í réttri lengd, er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna, ofan frá og niður, á meðan ermar bíða. Prjónið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið allar lykkjur slétt (við sýnum aðeins byrjun og endi þessarar umferðar). UMFERÐ 2: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á undan fyrsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt út umferðina (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við 2 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- bakstykki og erma = alls 8 lykkjur fleiri). Endurtakið þessar 2 umferðir eins oft og fram kemur í uppskriftinni. Stykkið mælist nú X cm mælt miðja vegu niður á ermi þaðan sem lykkjur voru prjónaðar upp og þegar peysan er brotin saman tvöfalt á öxl mælist stykkið x cm yst meðfram handvegi. Prjónið þar að fyrsta merki (= skipting á milli framstykkis og vinstri öxl). Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar og nýjar lykkjur fitjaðar upp undir ermi. Lestu í uppskriftinni hversu margar lykkjur á að setja á þráð, hversu margar lykkjur á að fitja upp undir erminni og hvernig á að halda áfram að prjóna. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann. Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes Þú þarft líka að lesa uppskriftina sem þú ert að prjóna eftir fyrir réttan lykkjafjölda. Uppskriftir með þessari tækni og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.