Evrópskt berustykki 4/4 - Hálsmálið er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að auka út fyrir ermar og fram- og bakstykki þegar prjónað er evrópskt berustykki, og jafnframt fitja upp lykkjur undir hvorri ermi. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka og berustykkið er í réttri lengd, er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna, ofan frá og niður, á meðan ermar bíða.
Prjónið þannig:
UMFERÐ 1: Prjónið allar lykkjur slétt (við sýnum aðeins byrjun og endi þessarar umferðar).
UMFERÐ 2: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á undan fyrsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt út umferðina (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við 2 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- bakstykki og erma = alls 8 lykkjur fleiri).
Endurtakið þessar 2 umferðir eins oft og fram kemur í uppskriftinni. Stykkið mælist nú X cm mælt miðja vegu niður á ermi þaðan sem lykkjur voru prjónaðar upp og þegar peysan er brotin saman tvöfalt á öxl mælist stykkið x cm yst meðfram handvegi. Prjónið þar að fyrsta merki (= skipting á milli framstykkis og vinstri öxl).
Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar og nýjar lykkjur fitjaðar upp undir ermi. Lestu í uppskriftinni hversu margar lykkjur á að setja á þráð, hversu margar lykkjur á að fitja upp undir erminni og hvernig á að halda áfram að prjóna.
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1:
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann.
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann.
Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes
Þú þarft líka að lesa uppskriftina sem þú ert að prjóna eftir fyrir réttan lykkjafjölda. Uppskriftir með þessari tækni og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.