Ivonne skrifaði:
Hallo, ik kom niet uit in maat xl in de begin, als patron a1, a2 en a3 brei op het einde heb 5 steken over, als ik brei met alleen patron a2 heb ik 9 steken over. Wat doe ik verkeerd?
18.09.2024 - 00:07DROPS Design svaraði:
Dag Ivonne,
Je breit * 1 recht, 0 keer A.1, 7 x A.2 (= 14 steken), 0 keer A.3, 2 recht * en wat tussen deze sterretjes staat brei je in totaal 2 keer, dus 1+(7x14=)98+2=101. Dit doe je keer 2 en dan kom je op 202 steken uit.
18.09.2024 - 15:26
Ingeborg Belec skrifaði:
Das Schmetterlingsmuster gefällt mir sehr gut.
07.05.2024 - 15:36
Anna skrifaði:
Strikker str L og skjønner ikke helt diagrammet til bolen. Forstår jeg det slik : 4 m + (14 m x12) avslutt med 5 m? Men dette stemmer ikke. Fint om dere kunne hjelpe
28.04.2022 - 17:50DROPS Design svaraði:
Hei Anna, I størrelse L strikker du A.1 en gang (4 masker), A.2 6 ganger (14 x 6 = 84 masker), A.3 en gang (5 masker). Denne rekkefølgen gjentar du en gang til så mønster er likt foran og bak. Håper dette hjelper og god fornøyelse!
29.04.2022 - 07:00
Gunilla Skoogh skrifaði:
Hej! Har börjat med ärmen på denna tröja. Förstår inte hur många maskor jag skall sticka innan jag börjar med mönstret ( den "halva" hålgruppen) efter att jag gjort ökningarna innanför kantmaskan? Efter första ökningen har jag 64 maskor på storlek L o efter andra ökningen 66 maskor. Är det 9 maskor mellan "hålgrupperna" i A2? Mvh Gunilla
14.03.2022 - 07:37DROPS Design svaraði:
Hej Gunilla. Ja det stämmer att det är 9 maskor mellan hålgrupperna (längst ner på hålgruppen). Du stickar in de ökade maskorna i mönstret. Mvh DROPS Design
16.03.2022 - 14:03
Henny Oxholm skrifaði:
Det gjelder bolen: har bytta til rundpinne 5,5 og skal begynne på: Strikk «2-0-1-0-1-0 masker rett, A1 (4 masker) totalt 0-1-0-1-0-1 gang . A2 (14 masker) totalt 5-5-6-6-7-7 ganger, A3 (5 masker) totalt 0-1-0-1-0-1 gang, 3-0-2-0-2-0 masker rett», strikk fra «-« totalt 2 ganger. Det står rettelse at diagram A1 og A3 gjelder for M. Jeg skal strikke M og får ikke forklaringen over til å stemme. Trenger hjelp. Der jeg kjöpte garnet (Drops-forhandler) kunne ikke hjelpe meg!
05.01.2022 - 16:38DROPS Design svaraði:
Hej Henny. Du ska sticka 1 + (14 (=A.2) x 6) + 2 och upprepa detta en gång till på varvet. Då stämmer det. A.1 och A.3 stickas alltså inte i storlek M, vi ska se över den förklaringen. Mvh DROPS Design
11.01.2022 - 13:23
Jitka skrifaði:
Dobry den, nerozumim jak plest v kruhove rade velikost M, pro kterou plati pouze vzor A2. Pletu stale hladce ne zerzej, kdyz pletu do kruhu? Vzor A2 plati jen spodni cast obrazku? Vrchni cast neslozi motylka, kdyz pletu vel. M , tedy vynechavam A1 a A3?
06.04.2021 - 22:47
Christine Vogel skrifaði:
I love this pattern! I do have a question about the back piece section. While working the shoulder pieces it says to bind off 1 stitch 2 times = 20 stitches (for M size). I’m not sure what this means. Based on the previous sentence, it sounds like this action would happen for each row closest to the neck but am still unclear about what the bind off 1 st 2 times means. Please clarify. Thank you!
24.02.2021 - 20:27DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Vogel, you are right, when working the shoulder separately after you have slipped the middle stitches for neck on a thread, you will cast off stitches at the beginning of the row starting from neck towards shoulder and this will be worked 2 times (= over 4 rows : 1 stitch at the beginning of the next 2 rows starting from the neck towars shoulder). Happy knitting!
25.02.2021 - 07:21
Carmel skrifaði:
Très joli modèle, mais je viens de défaire le dos et devant jusqu'à la division pour l'encolure parce que beaucoup trop large.Si ça peut aider.
14.02.2021 - 09:34
Aimee skrifaði:
Greetings from the US! Would you recommend wet blocking before or after assembling the sleeves to the body? Thank you in advance!
26.01.2021 - 03:48DROPS Design svaraði:
Dear Aimee, it's a personnal choice, some people never block, some people block before sewing and some after sewing... Just make as you feel it right for you. Enjoy!
26.01.2021 - 09:19
Decourty Monique skrifaði:
Bonjour, Es ce possible de faire un e vos modèles dont celui là avec des aiguilles droites? Je n'arrive vraiment pas a utilisé des aiguilles circulaire. Bien a vous. Monique
08.05.2020 - 10:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Decourty, la plupart de nos modèles peuvent facilement d'adapter sur aiguilles droites (plus d'infos ici). Bon tricot!
08.05.2020 - 11:00
Butterfly Explosion#butterflyexplosionsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með gatamynstri. Stærð XS - XXL.
DROPS 210-11 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning A.1 og A.3 á einungis við um stærð S-L-XXL. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 164 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 27,33. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 26. og 27. hverja lykkju slétt saman. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Lykkjur eru felldar af fyrir handveg og framstykki og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. Stykkin eru saumuð saman í lokin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 156-164-180-192-208-220 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 5 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 150-158-174-186-202-214 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið * 2-0-1-0-1-0 lykkjur slétt, A.1 (= 4 lykkjur) alls 0-1-0-1-0-1 sinnum, A.2 (= 14 lykkjur) alls 5-5-6-6-7-7 sinnum, A.3 (= 5 lykkjur) alls 0-1-0-1-0-1 sinni, 3-0-2-0-2-0 sléttar lykkjur *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum. Endurtakið mynstur á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm frá uppfitjunarkanti (nú eru eftir ca 17-18-19-20-21-22 cm að loka máli, prjónið e.t.v. að óskaðri lengd), fellið af lykkjur fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 4-4-5-5-6-6 lykkjur, prjónið 10-12-12 lykkjur, prjónið 67-71-77-83-89-95 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 4-4-5-5-6-6 lykkjur. Klippið frá. Prjónið nú framstykki og bakstykki til loka fyrir sig. Látið lykkjur fyrir framstykki hvíla á prjóni á meðan bakstykkið er prjónað til loka. BAKSTYKKI: Prjónið yfir fyrstu 67-71-77-83-89-95 lykkjur þannig: Haldið áfram með gatamynstur yfir gatamynstur sem gengur jafnt upp á breiddina (þ.e.a.s. það er einungis prjónað gatamynstur ef allt gatamynstrið fær pláss á breiddina), þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni og 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 41-43-45-47-49-51 cm frá uppfitjunarkanti, setjið miðju 31-31-33-33-35-35 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og næsta umferð er prjónuð frá réttu (= 18-20-22-25-27-30 lykkjur á hvorri öxl). Ef eitt gatamynstur er byrjað er það prjónað til loka á hæðina, en ekki eru prjónaðar fleiri mynstureiningar á hæðina – lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Axlirnar eru nú prjónaðar til loka hvor fyrir sig. Fellið af lykkjur fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 1 lykkju 2 sinnum = 16-18-20-23-25-28 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Prjónið nú áfram yfir 67-71-77-83-89-95 lykkjur á framstykki. Prjónið á sama hátt og á bakstykki þar til stykkið mælist 36-38-38-40-40-42 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið miðju 17-17-19-19-21-21 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu (= 25-27-29-32-34-37 lykkjur á hvorri öxl). Axlirnar eru nú prjónaðar til loka hvor fyrir sig. Prjónið mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í gatamynstri á breiddina eru prjónaðar í sléttprjóni. Fellið af lykkjur fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum, síðan 1 lykkju 3 sinnum = 16-18-20-23-25-28 lykkjur. Þegar stykkið mælist 41-43-45-47-49-51 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið gatamynstur sem e.t.v. hefur byrjað á hæðina til loka, en ekki eru prjónaðar fleiri mynstureiningar á hæðina - lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Fellið af þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 62-66-66-66-70-70 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 1 lykkja slétt * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar stroffið mælist 6 cm, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 4-6-6-4-6-6 lykkjur jafnt yfir = 58-60-60-62-64-64 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 0-1-1-2-3-3 lykkjur sléttprjón, A.2 alls 4 sinnum á breiddina, 0-1-1-2-3-3 lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja garðaprjón. Endurtakið mynstur á hæðina. Þegar ermin mælist 16 cm, aukið út 0-0-1-1-1-1 lykkjur í hvorri hlið á stykki innan við 1 kantlykkju (= 0-0-2-2-2-2 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6 cm millibili alls 0-0-1-2-3-4 sinnum = 58-60-62-66-70-72 lykkjur. Þegar ermin mælist 46-46-45-44-42-41 cm frá uppfitjunarkanti, setjið 1 prjónamerki innan við 1 kantlykkju í byrjun ánæstu umferð – prjónamerki merkir hvar botninn á handveg byrjar. Nú eru ekki prjónuð fleiri gatamynstur, þau sem eru e.t.v. byrjuð eru prjónuð til loka. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Fellið af þegar ermin mælist alls 49-49-48-47-46-45 cm – sjá AFFELLING! Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið saman ermasauma, en skiljið eftir smá op 3-3-3-3-4-4 cm efst á ermi (þ.e.a.s. að prjónamerki á ermi). Saumið opið saman efst á ermi við botn á handveg og saumið síðan ermina við fram- og bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra öxlina og prjónið upp frá réttu ca 80 til 100 lykkjur innan við 1 kantlykkju garðaprjón í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur á þráðum) á hringprjón 4,5 með Air – lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #butterflyexplosionsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 210-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.