DROPS Delight
DROPS Delight
75% Ull, 25% Polyamide
Hætt í framleiðslu
finna valmöguleika
DROPS SS24
DROPS 163-1
DROPS Design: Mynstur nr de-140
Garnflokkur A
----------------------------------------------------------

Mál: ca 95 x 135 cm

Efni:
DROPS DELIGHT frá Garnstudio
700 gr litur nr 18, haustskógur

DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 1 ferningum verði 10½ x 10½ cm og 1 hringur verði 14 x 14 cm.

-------------------------------------------------------

Garnmöguleiki – Sjá hvernig breyta á um garn hér
Garnflokkur A til F – Nota sama mynstur og breyta um garn hér
Efnismagn ef notað er annað garn – Notaðu umreiknitöfluna okkar hér

-------------------------------------------------------

DROPS Delight
DROPS Delight
75% Ull, 25% Polyamide
Hætt í framleiðslu
finna valmöguleika

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7.

HEKLLEIÐBEININGAR:
A.7 sýnir byrjun á umf í A.3 og kemur í viðbót við mynstureiningu (þ.e.a.s. 3 ll koma ekki í stað st).

KÚLA:
Heklið 6 st um sömu ll, heklið síðan 1 kl í fyrstu af 6 st.

2 HST SAMAN:
Bregðið þræði um heklunálina, stingið heklunálinni undir ll-bogann og sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni undir sama ll-boga og sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 5 l á heklunálinni.

3 HST SAMAN:
Bregðið þræði um heklunálina, stingið heklunálinni undir ll-bogann og sækið þráðinn, * bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni undir sama ll-boga og sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræði um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 7 l á heklunálinni.

2 ST SAMAN:
Heklið 1 st um ll-boga, en bíðið með að bregða þræði um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið næsta st um sama ll-boga, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 l á heklunálinni.

3 ST SAMAN:
Heklið 1 st um ll-boga, en bíðið með að bregða þræði um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið næsta st um sama ll-boga, en bíðið með að bregða þræði um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið síðasta st um sama ll-boga, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 4 l á heklunálinni.

4 ST SAMAN:
Heklið 1 st um sama ll-bogann, en bíðið með að bregða þræði um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, * heklið næsta st um sama ll-boga, en bíðið með að bregða þræði um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum, heklið síðasta st um sama ll-boga, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 5 l á heklunálinni.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Teppið samanstendur af ömmuferningum í miðju sem saumaðir eru saman einn og einn. Síðan er kantur heklaður með kúlum að utanverðu við þessa ferninga. Heklaðir stórir hring-ferningar sem saumaðir eru saman einn og einn sem mynda “ramma” sem síðan er saumaður við kant á teppi, áður en kantur er heklaður í lokin í kringum allt teppið með kúlum og sólfjöðrum.

ÖMMUFERNINGAR:
Heklið 4 ll með heklunál nr 5 með Delight og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll. Heklið síðan í hring, en til skiptis frá réttu og frá röngu eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1. Þ.e.a.s. heklið þannig:
UMFERÐ 1: 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st um ll-boga, * 3 ll, 3 st um sama ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 3 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, snúið við.
UMFERÐ 2: 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st + 3 ll + 3 st um sama ll-boga (= horn), * 1 ll, um næsta ll-boga er heklað 3 st + 3 ll + 3 st (= horn) *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 1 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, snúið við.
UMFERÐ 3: 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st um sama ll-boga, * 1 ll, 3 st + 3 ll + 3 st um næsta ll-boga(= horn), 1 ll, 3 st um næsta ll-boga*, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 ll, 3 st + 3 ll + 3 st um næsta ll-boga (= horn), 1 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, snúið við. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 4: 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st um sama ll-boga, * 1 ll, 3 st + 3 ll + 3 st um næsta ll-boga (= horn), 1 ll, 3 st um næsta ll-boga, 1 ll, 3 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 ll, 3 st + 3 ll + 3 st um næsta ll-boga (= horn), 1 ll, 3 st um næsta ll, 1 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, snúið við.
UMFERÐ 5: 1 ll, heklið síðan 1 fl um hverja ll og 1 fl í hvern st umf hringinn (um ll-boga í hvert horn eru heklaðar 3 fl), endið umf á 1 kl í fyrstu ll frá byrjun umf. Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Heklið alls 32 ömmuferninga.
Staðsetjið 4 ferninga á breiddina og 8 raðir á hæðina. Saumið saman ferningana kant í kant með smáu spori – ATH: Saumið með einu spori í hverja fl og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur (saumið með einum þræði frá dokkunni sem passar við lit á ferning til þess að sleppa við skarpar línur).

KANTUR MEÐ KÚLUM:
UMFERÐ 1: Byrjið á 1 kl í síðustu af 3 fl í einu horni á teppinu, heklið 3 ll (= mynstur A.7) – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.3, þ.e.a.s. heklið þannig: * 1 ll, hoppið yfir 3 fl, 3 st í næstu fl *, endurtakið frá *-* meðfram kant á teppi – ATH: Í hverri skiptingu á milli 2 ferninga er heklað eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.4, þ.e.a.s. heklið 3 st í fyrstu af 3 fl í horni á fyrsta ferning, 1 ll, 3 st í 3. fl af 3 fl í horni á næsta ferning.
Í hvert horn á sjálfu teppinu er heklað eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.2, þ.e.a.s. heklið 1 ll, 3 st í fyrstu af 3 fl í horni, 3 ll, 3 st í þriðju fl af 3 fl í sama horn (þ.e.a.s. síðasta skipti er heklað í sömu fl og 3 ll frá byrjun umf). Endið umf á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 2: 3 ll (= A.7), * (3 st um ll, 1 ll), ofan frá (-) fram að horni, heklið 3 st + 3 ll + 3 st um ll-boga í horni, 1 ll *, endurtakið frá *-* í kringum allt teppið og endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 3: 3 ll, * (3 ll, hoppið yfir 3 st, 1 KÚLA – sjá útskýringu að ofan, um næstu ll), endurtakið frá (-) fram að horni, heklið 3 ll, 3 st + 3 ll + 3 st um ll-bogann í horni *, endurtakið frá *-* í kringum allt teppið og endið umf á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 4: 3 ll, heklið síðan 3 st um hvern ll-boga og 1 ll á milli hverra st-hópa umf hringinn (hornið er heklað eins og áður með 3 st + 3 ll + 3 st) og umf endar á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 5: 3 ll, *(3 ll, hoppið yfir 3 st, 1 kúla um næstu ll), endurtakið frá (-) fram að horni, heklið 3 ll + 3 st + 3 ll + 3 st um ll-bogann í horni *, endurtakið frá *-* í kringum allt teppið og endið umf á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 6-7: Heklið st-hóp eins og umf 4. Klippið frá og festið enda.

HRING-FERNINGUR:
Heklið 4 ll með heklunál nr 5 með Delight og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll. Heklið síðan eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.5, þ.e.a.s. heklið þannig:
UMFERÐ 1: 4 ll (jafngildar 1 st + 1 ll), * 1 st um ll-hringinn, 1 ll *, endurtakið frá *-* alls 15 sinnum og endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (= 16 st með 1 ll á milli hverra).
UMFERÐ 2: 1 kl um fyrstu ll, 2 ll (jafngilda 1 hst), heklið 2 HST SAMAN um sama ll-boga – sjá útskýringu að ofan, * 1 ll, 3 HST SAMAN um næsta ll-boga – sjá útskýringu að ofan *, endurtakið frá *-* alls 15 sinnum og endið á 1 ll og 1 kl í 2. ll frá byrjun umf (= 16 hst-hópar með 1 ll á milli hverra).
UMFERÐ 3: 1 kl í fyrsta ll-boga, 3 ll (jafngilda 1 st), 2 ST SAMAN um sama ll-boga – sjá útskýringu að ofan, * 2 ll, 3 ST SAMAN um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 15 sinnum og endið á 2 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (= 16 st-hópar með 2 ll á milli hverra).
UMFERÐ 4: 1 kl um fyrsta ll-boga, 3 ll (jafngilda 1 st), 3 st saman um sama ll-boga, * 3 ll, 4 ST SAMAN um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 15 sinnum og endið á 3 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (= 16 st-hópar með 3 ll á milli hverra).
UMFERÐ 5: 1 kl umf fyrsta ll-boga, 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st saman + 2 ll + 3 st saman um sama ll-boga, * 1 ll + 3 st saman + 2 ll + 3 st saman um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 15 sinnum og endið á 1 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (32 st-hópar í umf).
UMFERÐ 6: 1 kl um fyrsta ll-boga, 4 ll (jafngilda 1 tbst), 2 tbst + 3 ll + 3 tbst um sama ll-boga (= fyrsta horn), * 1 ll, 3 st um næstu 2-ll-boga, 1 ll, 3 hst um næstu 2-ll-boga, 1 ll, 3 st um næstu 2-ll-boga, 1 ll, 3 tbst + 3 ll + 3 tbst um næstu 2-ll-boga (= horn) *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, en endið síðustu endurtekninguna með 1 kl í 4. ll frá byrjun umf (í stað 3 tbst + 3 ll + 3 tbst um næstu 2-ll-boga).
UMFERÐ 7: 1 ll (jafngilda 1 fl), heklið síðan 1 fl í hverja l og 1 fl um hverja ll umf hringinn (umf ll-boga í hvert horn eru heklaðar 3 fl), endið umf með 1 kl í fyrstu ll frá byrjun umf. Klippið frá og festið enda.

MEIRI FRÁGANGUR:
Heklið alls 26 hring-ferninga.
Staðsetjið ferningana þannig að þeir mynda “ramma”. Það eiga að vera 4 hring-ferningar meðfram hvorri skammhlið á teppinu, 7 hring-ferningar meðfram hvorri langhlið á teppinu og 1 hring-ferningur í hverju horni. Saumið ferningana saman tvo og tvo með smáu spori – saumið kant í kant með einu spori í hverja fl og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Heklið 1 umf með fl að innanverðu á rammanum (heklið 1 fl í hverja l). Leggið rammann í kringum teppið og saumið niður fl-umf á ramma við kant með kúlum – saumið kant í kant með smáu spori og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur.

KANTUR Í KRINGUM TEPPIÐ:
Byrjið frá réttu með 1 kl í síðustu af 3 fl í einu horni á teppinu. Heklið síðan umf 4-7 í KANTUR MEÐ KÚLUM (þ.e.a.s. heklið 1 umf með st-hópum, 1 umf með kúlum og 2 umf með st-hópum).

SÓLFJAÐRAKANTUR:
Heklið kl fram til og með ll á undan fyrsta st-hóp, heklið 1 ll, heklið síðan eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.6, þ.e.a.s. heklið þannig:
UMFERÐ 1: Heklið 1 fl í hvern st og 1 fl um hverja ll frá fyrri umf, endið umf á 1 kl í ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 2: * hoppið yfir 3 fl, 10 st í næstu fl (= 1 sólfjöður), hoppið yfir 3 fl, 1 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn, en passið uppá að það verði ein sólfjöður í hverju horni á teppinu (eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.6A). Klippið frá og festið alla enda.

Mynstur

symbols = 4 ll, tengið í hring með 1 kl í 1. ll
symbols = 1 ll
symbols = 1 fl í l
symbols = 1 fl um ll-boga
symbols = 1 hst um ll-boga
symbols = 1 kl um fyrstu ll, 2 ll, 2 hst saman um ll-boga, umf endar á 1 kl í 2. ll
symbols = 3 hst saman um ll-boga
symbols = 3 ll, umf endar á 1 kl í 3. ll
symbols = 3 ll, umf endar á 1 kl í 3. ll, snúið við
symbols = 1 st um ll-boga
symbols = 1 kl um fyrsta ll-boga, 3 ll, 2 st saman um ll-boga, umf endar með 1 kl í 3. ll
symbols = 3 st saman um ll-boga
symbols = 1 kl umf fyrsta ll-boga, 3 ll, 3 st saman um ll-boga, umf endar á 1 kl í 3. ll
symbols = 4 st saman um ll-boga
symbols = 1 tbst um ll-boga
symbols = 1 kl um fyrsta ll-boga, 4 ll, umf endar á 1 kl í 4. ll
symbols = 1 ll, umf endar á 1 kl í fyrstu ll
symbols = síðasta umf frá fyrra mynstri, þessi umf hefur nú þegar verið hekluð
symbols = 3 st í sömu l
symbols = Kúla: Heklið 6 st um ll, heklið eftir það 1 kl í fyrstu af 6 st
symbols = 10 st í sömu fl
diagram
diagram
diagram
diagram

Hvert mynstur okkar hefur sérstök kennslumyndbönd til að hjálpa þér.

Ertu með spurningu? Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ)

Prjónfesta er það sem ákveður endanlega mælingu á stykkinu þínu og er oftast mæld per 10 x 10 cm. Prjónfestan er tekin þannig: fjöldi lykkja á breidd x fjöldi lykkja í umferð á hæðina – t.d: 19 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.

Prjónfestan er mjög einstaklingsbundin; sumir prjóna/hekla laust á meðan aðrir prjóna þéttar. Þú aðlagar festuna með grófleika á prjóni, þess vegna er uppgefin prjónastærð hjá okkur aðeins til leiðbeiningar! Þú þarft að stilla prjónfestuna af (upp eða niður) til að tryggja að prjónfestan þín passi við þá festu sem er gefin upp í mynstri. Ef þú vinnur með aðra prjónfestu en þá sem gefin er upp þá þarftu annað efnismagn og verkefnið þitt kemur til með að hafa annað mál en sem stendur í uppskrift.

Prjónfestan ákveður einnig hvaða garni er hægt að skipta út og setja inn annað. Svo lengi sem þú nærð sömu prjónfestu þá getur þú skipt einu garni út fyrir annað.

Sjá DROPS kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu /gera prufu

Efnismagn af garni er gefið upp í grömmum, t.d.: 450 g. Til þess að reikna út hversu margar dokkur þú þarft þá verður þú fyrst að vita hversu mörg grömm eru í einni dokku (25g, 50g eða 100g). Þessar upplýsingar eru aðgengilegar ef þú smellir á garntegundirnar á síðunni okkar. Deildu síðan uppgefnu efnismagni með magni í hverri dokku. T.d. ef hver dokka er 50g (algengasta tegundin), þá verður útreikningurinn sem hér segir: 450/50 = 9 dokkur.

Það mikilvægasta þegar skipt er frá einu garni yfir í annað er að prjón-/heklfestan verði sú sama. Það er svo að mælingar á full unnu stykki verði þær sömu og á skissunni sem fylgir mynstrinu. Það er auðveldara að ná sömu prjónfestu með því að nota garn úr sama garnflokki. Einnig er hægt að vinna með mörgum þráðum saman með fínna garni til að ná prjónfestu á grófara garni. Endilega notaðu garnreiknivélina okkar. Við mælum alltaf með að þú gerir prufustykki.

Vinsamlegast ATHUGIÐ: þegar garni er skipt út þá getur þú fengið annað útlit og áferð á flíkina en sem er sýnt á myndinni, garnið hefur mismunandi eiginleika og gæði.

Sjá DROPS kennsla: Get ég notað annað garn en það sem gefið er upp í mynstri?

Allt garnið okkar er flokkað í garnflokka (frá A til F) eftir grófleika og prjónfestu - garnflokkur A samanstendur af fínasta garninu okkar og garnflokkur F grófasta garninu okkar. Þetta auðveldar þér að finna garn sem passar fyrir mynstrið þitt, langi þig til að skipta um garn. Allt garn í sama garnflokki hefur sömu prjónfestu og má nota sem valmöguleika þegar skipt er um garn . Hins vegar skaltu hafa í huga að garnið getur haft mismunandi eiginleika og áferð, sem gefur verkinu einstakt útlit.

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir garn í hverjum garnflokki

Efst í öllum mynstrunum okkar finnur þú link að garnreiknivélinni okkar, sem er hjálpartæki þegar þú vilt skipta út garni fyrir annað garn en það sem gefið er upp í uppskrift. Með því að setja inn þá tegund af garni sem þú ætlar skipta út, fjölda (í þinni stærð) lykkja, þá reiknar reiknivélin út þá möguleika af garni með sömu prjónfestu. Að auki mun reiknivélin segja til um hversu mikið magn þú þarft af nýja garninu og hvort þú þurfir að hafa fleiri en einn þráð. Flestar dokkurnar okkar eru 50g (sumar 25g og 100g).

Ef mynstrið er unnið með mörgum litum, þá verður að reikna út hvern lit fyrir sig. Á sama hátt ef mynstrið er með nokkrum þráðum af mismunandi garni (t.d. 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk) þá verður þú að finna út möguleika fyrir hvert garn, fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá garnreiknivélina okkar

Þar sem mismunandi garn er með mismunandi eiginleika og áferð þá höfum við valið að halda upprunalegu garntegundinni í mynstrunum okkar. Hins vegar þá getur þú auðveldlega fundið aðra valkosti með því að nota garnreiknivélina okkar, eða einfaldlega valið garn úr sama garnflokki.

Það er hugsanlegt að sumar verslanir eigi enn garn sem hætt er í framleiðslu eða að einhver eigi nokkrar dokkur heima sem langar til að finna mynstur sem passar garninu.

Notaðu garnreiknivélina sem mun koma með tillögu að öðru garni og nauðsynlegt efnismagn fyrir nýja garnið.

Ef þér finnst erfitt að ákveða hvaða stærð þú átt að gera getur verið gott að mæla flík sem þú átt nú þegar og líkar við stærðina á. Síðan geturðu valið stærðina með því að bera þessi mál saman við þær stærðir sem til eru í stærðartöflu mynstrsins.

Þú finnur stærðartöfluna neðst á mynstrinu.

Prjónastærðin er einungis gefin upp til leiðbeiningar, mikilvægt er að ná réttri prjónfestu. Prjónfestan getur verið mjög einstaklingsbundin, þú verður að skipta út prjónum til að vera viss um að prjónfestan ÞÍN verði sú saman og í mynstrinu – kannski verður þú að fara upp eða niður um 1 eða 2 grófleika á prjónum til að ná réttri prjónfestu. Fyrir það þá mælum við með að þú gerir prjónaprufu.

Ef þú ert með aðra prjónfestu en sem gefin er upp í mynstri, þá verða málin á flíkinni önnur en þau mál sem gefin eru upp í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu / gera prufu

Að vinna með flík frá toppi og niður gefur meiri sveigjanleika til að láta flíkina passa betur. T.d. er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er enn í vinnslu, sem og jafna til lengd á ermum, berustykki og öxlum.

Leiðbeiningarnar eru sérstaklega með útskýringum á hverju þrepi, í réttri röð. Mynsturteikning er sniðin að prjónfestu og er unnin eins og venjulega.

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri. 1 rúða = 1 lykkja.

Þegar prjónað er fram og til baka, þá er önnur hver umferð prjónuð frá réttu og önnur hver umferð prjónuð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu þá verður þú að prjóna frá gagnstæðri hlið þegar prjónað er frá röngu: frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar sléttar o.s.frv.

Þegar prjónað er í hring þá er hver umferð prjónuð frá hægri hlið og mynsturteikning er unnin frá hægri til vinstri í öllum umferðum/hringjum.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri..

Þegar heklað er fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu: frá hægri til vinstri og önnur hver umferð hekluð frá röngu: frá vinstri til hægri.

Þegar heklað er í hring, er hver umferð í mynsturteikningu hekluð frá hægri hlið, frá hægri til vinstri.

Þegar hekluð er hringlaga mynsturteikning þá byrjar þú í miðju og vinnur þig út á við, réttsælis, umferð eftir umferð.

Umferðirnar byrja yfirleitt með ákveðnum fjölda af loftlykkjum (jafngilda hæð á eftirfarandi lykkjum), þetta er annað hvort útskýrt í mynstri eða lýst í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Í leiðbeiningum þegar unnið er eftir nokkrum mynsturteikningum á eftir hverri annarri í sömu umferð/hring, þá er oftast skrifað þannig: „ prjónið A.1, A.2, A.3 alls 0-0-2-3-4 sinnum“. Þetta þýðir að þú prjónar A.1 einu sinni, síðan er A.2 prjónað einu sinni, svo er A.3 endurtekið (á breiddina) í þeim fjölda sem er gefinn upp í þinni stærð – í þessu dæmi þá er: S = 0 sinnum, M = 0 sinnum, L = 2 sinnum, XL = 3 sinnum og XXL = 4 sinnum.

Mynsturteikningin er unnin eins og venjulega: Byrjað er á fyrstu umferð í A.1, síðan er prjónuð fyrsta umferð í A.2 o.s.frv.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Heildar breidd á flíkinni (frá úlnlið að úlnlið) verður lengri í stærri stærðum, þrátt fyrir að ermin verði styttri. Stærri stærðirnar hafa lengri ermakúpu og breiðari axlir, þannig að peysan passi vel í öllum stærðum.

Stærðarteikning/skýringarmynd veitir upplýsingar um alla lengd á flíkinni. Ef þetta er jakkapeysa eða peysa þá er lengdin mæld frá hæsta punkti á öxl næst hálsmáli og beint niður að enda á stykkinu. EKKI er mælt frá enda á öxl. Á sama hátt er berustykkið mælt frá hæsta punkti á öxl og niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.

Á opnum peysum/jakkapeysum eru málin aldrei tekin meðfram kantlykkjum að framan, nema ef sérstaklega er sagt til um það. Mælið ávallt innan við kantlykkjur að framan þegar lengdin er mæld.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Mynstureining er oft endurtekin í umferðinni eða á hæðina. 1 endurtekning á mynstureiningu eins og hún birtist í mynstri. Ef tekið er fram að endurtaka eigi A.1 5 sinnum í umferð, þá vinnur þú A.1 alls 5 sinnum á eftir hverju öðru í umferðinni. Ef tekið er fram að prjóna eigi mynstureiningu A.1 2 sinnum á hæðina þá vinnur þú mynstureininguna einu sinni, byrjar aftur frá upphafi og vinnur mynstureininguna einu sinni enn.

Loftlykkjur eru aðeins þrengri en aðrar lykkjur og til þess að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði of stífur, þá gerum við einfaldlega fleiri lykkjur til að byrja með. Lykkjufjöldinn verðu síðan stilltur af í næstu umferð til að passa inn í mynstur og mælingar á teikningu.

Stroff kantur er með meiri teygjanleika samanborið við t.d. sléttprjón. Með því að auka út fyrir stroffi, þá kemur þú í veg fyrir sýnilegan mun á breidd á milli stroffs og afgangs af stykki.

Mjög auðvelt er að fella of fast af, með því að slá uppá prjóninn jafnframt því að fella af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) þá kemur þú í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að fella af með uppslætti

Til að jafna út útaukningu (úrtöku) getur þú aukið út t.d: Í 3. hverri og 4. hverri umferð, eða þannig: þú prjónar 2 umferðir og eykur út í 3. umferð, prjónar 3 umferðir og eykur út í 4. umferð. Endurtekur þetta síðan þar til útaukningin hefur verið gerð til loka.

Sjá DROPS Kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að auka út/fella af til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

Ef þú vilt frekar vinna peysu í hring í stað fram og til baka, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu. Þú þarf að bæta við lykkjum að framan til að klippa í (oftast 5 lykkjur) og fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú snýrð vanalega við og vinnur frá röngu, þá hreinlega heldur þú áfram yfir auka lykkjurnar að framan og heldur áfram hringinn. Í lokin þá klippir þú stykkið upp, tekur upp lykkjur til að gera kant og felur brúnirnar.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að klippa upp fyrir handveg

Ef þú vilt frekar vinna peysu fram og til baka í stað þess í hring, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu þannig að stykkin séu prjónuð sér og sett saman í lokin. Deildu lykkjufjöldanum á fram- og bakstykki með 2, bættu við 1 kantlykkju í hvorri hlið (fyrir saum) og þá getur þú unnið fram- og bakstykki hvort fyrir sig.

Sjá DROPS kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka?

Mynstrin endurtaka sig með örlitlum mun eftir stærðum, til að þau verði í réttum hlutföllum. Ef þú ert ekki að vinna með nákvæmlega sömu stærð og flíkin á myndinni, þá gætir þú velt þér yfir þessu. Þetta hefur verið valdlega hannað og aðlagað þannig að heildar útlitið á flíkinni sé sú saman í öllum stærðum.

Vertu bara viss um að fylgja vel leiðbeiningunum og skýringum á mynsturteikningu fyrir þína stærð!

Ef þú hefur fundið mynstur sem þér líkar við og er fáanlegt í kvenmanns stærð þá er ekki mjög erfitt að breyta því yfir í karlmanns stærð. Stærsti munurinn er lengd á ermum og búk. Byrjaðu að vinna í kvenmanns stærðinni sem þú heldur að passi yfirvídd á brjósti. Viðbætt lengd er unnin rétt áður en fellt er af fyrir handveg. Ef mynstrið er unnið ofan frá og niður þá er hægt að bæta við lengd rétt á eftir handveg eða á undan fyrstu úrtöku fyrir ermi.

Hvað varðar viðbótar garnið, þá fer það eftir því hversu mikið þú bætir við, en það er alltaf betra að hafa eina dokku meira en minna.

Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem geta losnað. Loðið garn (brushed) er með meira af lausum, auka trefjum, sem geta losnað.

Þar af leiðandi þá er ekki hægt að ábyrgjast að loðið garn (brushed) sé 100 % non-shedding (að trefjarnar losni ekki frá), en það er hægt að lágmarka þetta með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

1. Þegar flíkin er full unnin (áður en þú þværð hana) hristu flíkina kröftuglega þannig að lausar trefjar falli af. ATH: EKKI nota lím rúllu bursta, bursta eða önnur áhöld sem toga til sín garnið.

2. Settu flíkina í plastpoka og settu í frysti – hitastigið veldur því að trefjarnar festast síður saman og allar auka trefjar falla betur frá.

3. Hafðu flíkina í frysti í nokkra klukkutíma áður en hún er tekin út og hrist kröftuglega aftur.

4. Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum á leiðbeiningar miða á garninu.

Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist jafnvel með bestu trefjunum. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og handvegi á ermum á peysu.

Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökravél.

Finnurðu samt ekki svarið sem þú þarft? Flettu þá neðar og skrifaðu spurninguna þína svo einn af sérfræðingum okkar geti reynt að hjálpa þér. Þetta verður venjulega gert innan 5 til 10 virkra daga.
Í millitíðinni geturðu lesið spurningar og svör sem aðrir hafa skilið eftir þessu mynstri eða eða tekið þátt í DROPS Workshop á Facebook til að fá hjálp frá öðrum prjónurum/ heklurum!

Þú gætir líka haft gaman af...

Memories

Laila Ukkelberg, Norway

Memories

Laila Ukkelberg, Norway

Memories

Bina Schneider, Germany

163-1 Memories

Sedativexxx, Germany

163-1 Memories

@msandin, Sweden

Memories blanket

katyamakes, Spain

Color Cravings

Laila, Norway

Skrifaðu athugasemd um DROPS 163-1

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.

Athugasemdir / Spurningar (50)

country flag Kristin Enger Moroenning wrote:

Hei. Jeg hekler teppet "Memories" med en kombinasjon av Delight nr. 18 og nr. 20. Synes de heklede kantene rundt ser ensfargede ut og lurer på om jeg kan kombinere Delight med med Baby Alpaca Silk? Passser farge 0100 natuur og 1760 grålilla i denne garntype til Dellight 18 og 20? Evt Flora , farge Petol micII ? Er ikke så flink med farger og er takknemlig for råd.

29.12.2020 - 16:34

DROPS Design answered:

Hei Kristin. DROPS Baby AlpacaSilk og DROPS Flora kan fint erstatte DROPS Delight. Ved å velge natur til kanten vil det bli en større fargekontrast enn om du velger en farge som er ton-i-ton med et av fargene du har på teppet. Hvilken dominerende farge ønsker du at teppet skal ha? Da kan du velge den fargen til kanten. Eller hva syns du vil passe best inn der hvor teppet skal "bo" (i go`stolen, sofaen?). Fargevalg er ganske personlig så det er litt vanskelig å gi fargeråd. mvh DROPS design

13.01.2021 - 12:53

country flag Maria Soutzen wrote:

Hallo de wol besteld maar dan nr 9, blijkt dat hier niet alle kleuren inzitten die op de foto staat, nou heb ik mooi 22 knotten nr 9 (dit omdat ik hem groter maak) alleen jammer vrij donker en niet de mooie kleurschakeringen wat op de foto afgebeeld staat, de wol is wel heel erg mooi het zou fijn zijn als jullie de verschillende kleuren en hoeveelheid erbij konden vermelden, zodat het patroon passend wordt en niet meer haaksters dezelfde fout maken. Groetjes Maria

08.11.2020 - 16:28

country flag Rotraut Scampa wrote:

Before ordering the yarn I wonder if you could get me instructions to make the blanket bigger.

13.10.2019 - 22:33

DROPS Design answered:

Dear Mrs Scampa, we are unfortunately not able to adjust every pattern to every single request, please contact your DROPS store for any individual assistance. Happy crocheting!

14.10.2019 - 10:49

country flag Hengelmann wrote:

Bonjour, en aucun cas cette couverture n'a pu être réalisée avec le coloris 18 forêt d'automne . Et il ne peut s'agir d'un problème d'écran les couleurs sont trop radicalement différentes Paf ailleurs les contrastes sont voulus et non laissés au hasard du déroulé de la pelote J'ai donc obtenu une couverture très sombre, terne et triste. Tout ça est bien mensonger et je suis très déçue

29.09.2019 - 12:49

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Hengelmann, la couleur utilisée est juste, toutefois, des nuances différentes peuvent apparaître entre les différents bains, et les couleurs peuvent apparaître différentes également en fonction de la luminosité lors du shooting, et de l'écran de tout un chacun. En cas de doute avec une couleur, n'hésitez pas à contacter votre magasin, même par mail ou téléphone, il vous conseillera au mieux de vos envies. Bon crochet!

30.09.2019 - 12:02

country flag Hengie wrote:

Bonjour Je ne comprends pas bien .sur la photo on voit que les couleurs sont bien délimitées Comment est-ce possible avec une seule couleur de laine ? J'aimerais faire ce magnifique modèle mais cela m'inquiète ...je ne comprends pas comment on fait les changements de couleur

30.08.2019 - 16:53

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Hengie, on ne change pas de couleur, DROPS Delight se compose de différentes couleurs qui vont former d'eux-mêmes les changements de couleur que l'on voit sur la photo. Bon crochet!

02.09.2019 - 08:31

country flag Lisbeth Gade Mikkelsen wrote:

Kan jeg gange opskriften op, så tæppet bliver cirka 180 gange 120? Jeg har regnet ud, at der skal være omtrent 6 gange 12 tern bedstemorruder, men jeg er usikker på, om det kan gå op med de store cirkelruder, som skal hækles rundt om?

01.01.2019 - 23:19

country flag Lisbeth Gade Mikkelsen wrote:

Kan jeg gange opskriften “Drops Design: Model nr de-140” op, så tæppet bliver cirka 180 gange 120? Jeg har regnet ud, at der skal være omtrent 6 gange 12 tern bedstemorruder, men jeg er usikker på, om det kan gå op med de store cirkelruder, som skal hækles rundt om?

01.01.2019 - 23:18

DROPS Design answered:

Hei Lisbeth. Du må gjerne endre oppskriften om du ønsker det, men vi har dessverre ikke mulighet til å regne den om for deg. Kanten med bobler rundt bestemorrutene er ca 8 cm bred og en sirkelrute måler ca 14 x 14 cm. Håper dette kan hjelpe deg. God fornøyelse

08.01.2019 - 11:06

country flag Brigitte Leten wrote:

Ik heb onlangs een babydekentje gehaakt met drops design (nl Drops Baby 20/22 Denim Days). Dat werd gehaakt met 2 draden drops delight en een haaknaald n° 5.\r\nNu zou ik graag (ook in Drops Delight) Code 163-1 (maar nu in kleur herfstbos) haken. Er staat bij de beschrijving dat ik moet werken met haaknaald n° 5 maar nu precies maar met één enkele draad. Hoe zit dat juist? Zal deze deken dan niet te \'los\' zijn?\r\nBrigitte

14.03.2018 - 17:51

DROPS Design answered:

Hallo Brigitte, Je hebt inderdaad ongeveer naald nr 5 nodig voor deze deken. Maak evt. een proeflapje om te controleren of de stekenverhouding klopt en neem, indien nodig, een naald van een andere dikte, zodat de stekenverhouding klopt.

19.03.2018 - 08:39

country flag Dina Greco wrote:

Ho comprato il set di lana per una copertina , pensando che i colori fossero uguali, invece non sono come nell’immagine! Mi spiace , perché voi indicavate proprio quel tipo di colore! Cioè il n 18 foresta d’autunno

16.02.2018 - 09:57

country flag Stefania wrote:

Pensavo di ingrandire la coperta, preparando tanti quadrati con cerchio all’interno per fare un altro giro o due. Ma ho un dubbio riguardante il BORDO INTORNO ALLA COPERTA e il BORDO CON VENTAGLI: ho paura che aggiungendo un altro giro o due di quadrati con cerchio, il conteggio degli schemi A.6 e A.6A non venga rispettato. I miei dubbi sono fondati o mi preoccupo per niente? Grazie

04.05.2017 - 13:32

DROPS Design answered:

Buongiorno Stefania. Gli schemi A6 e A6a vengono lavorati sui lati dei quadrati, indipendentemente dal numero di maglie / quadrati che ci sono. Quindi riesce a lavorarli anche se aggiunge una o due giri di quadrati intorno alla coperta. Buon lavoro!

04.05.2017 - 14:01